Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2022, Side 4

Læknablaðið - 01.12.2022, Side 4
532 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 539 Björn Vilhelm Ólafsson, Hjalti Már Björnsson Flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu 2010-2022. Frá bráðamóttöku Landspítala Á rannsóknartímabilinu lögðust 22 inn eftir flugeldaslys og lágu í samtals 91 dag, frá einum degi upp í 33 daga hver. Á tímabilinu undirgengust 19 manns skurðaðgerð vegna áverkanna. Algengustu meðferðirnar voru: umbúðir, verkjastilling, sýklalyf, kæling, deyf- ing og saumun sára. Lyf voru gefin minnst 170 einstaklingum, þar af 6 sem voru bólu- settir gegn stífkrampa. 547 Davíð Þór Jónsson, Ólöf Birna Ólafsdóttir, María Soffía Gottfreðsdóttir Sjónsviðsskerðing við fyrstu MIGS-glákuaðgerð Gláka er blinduvaldandi sjúkdómur sem veldur hægfara, óafturkræfri skemmd á sjón- taug með þeim afleiðingum að sjónsvið skerðist. Um miðja síðustu öld var gláka algeng- asta orsök blindu á Íslandi en blindutíðni hefur lækkað verulega vegna framfara í grein- ingu og meðferð. Einstaklingar með gláku eru yfirleitt einkennalausir í fyrstu þrátt fyrir að vera með hækkaðan augnþrýsting, breytingu á sjóntaug við skoðun eða sjónsviðsskerðingu á mæl- ingum. Sterkustu áhættuþættir gláku eru hækkaður augnþrýstingur og aldur. 553 Ásbjörg Snorradóttir, Ástríður Pálsdóttir, Hákon Hákonarson Veitti mataræði fyrr á öldum vernd gegn arfgengri heilablæðingu í arfberum cystatin L68Q stökkbreytingarinnar? Fæðuvenjur þjóðarinnar breyttust gríðarlega á 19. öld. Í heild má segja að aðalfæði fólks hafi verið harðfiskur (skreið), súrt smjör og aðrar mjólkurafurðir, aðallega skyr og mysa. Sé leiðrétt fyrir fólksfjölda sést að sykurinnflutningur, sem væntanlega endurspeglar innanlandsneyslu, 50-faldaðist frá 1840 til 1940. Í kringum 1840 var innflutningur á sykri/ sírópi 900 g á mann á ári en var orðinn 50 kg í lok tímabilsins. Á 19. öld jókst innflutning- ur kolvetnaríkrar fæðu. Innflutningur á korni þrefaldaðist milli 1840 og 1940 og fólk tók að rækta kartöflur og kál. F R Æ Ð I G R E I N A R 12. tölublað · 108. árgangur · 2022 535 Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir Gagnreynd vinnubrögð við meðferð offitu frekar en viðteknar venjur Meðferð við offitu byggir á áhuga einstaklingsins og samtal um offitumeðferð skal hefja með því að fá leyfi skjólstæðingsins til að ræða þyngdina. Ef áhugi er ekki til staðar er ekki viðeigandi að halda áfram að ræða með- ferðarmöguleika eða hvetja til lífsstílsbreytinga. L E I Ð A R A R 537 Gunnar Már Zoëga Augnslys af völdum flugelda Hérlendis er nauðsynlegt að tryggja fjármögnun björg- unarsveita og íþróttafélaga með öðrum hætti. Það ætti að vera skylda að jafnt skot- menn sem áhorfendur noti hlífðargleraugu, leyfilegan skottíma ætti að stytta og börnum ætti ekki að vera heimilt að kaupa flugelda. Flugeldur er bæði fallegt orð og tilkomumikill og æsilegur að sjá. Orðið á sér ekki hliðstæðu í skyld- um málum þar sem talað er um fireworks, rakete, feuerwerk, fuegos artificiales. Orðið er eldra en Jónas Hallgrímsson (1807) og því ekki hluti af hans stóra nýyrðasafni sem rætt er um í blaðinu. Í grein og leiðara þessa tölublaðs er fjallað um skuggahliðar flugelda og afleiðingar slysa sem þeir geta valdið. Mælst er til þess að sett verði höft á sölu og innflutning. Myndina á kápu og myndina hér að ofan tók Árni Sæberg ljósmyndari. Á FORSÍÐU Flugeldur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.