Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 16
544 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N sprengja, terta og raketta, hljóta fleiri áverka heldur en þeir sem slasast af öðrum tegundum flugelda. Valda þær gerðir flugelda yfir 1,8 áverka á hvern einstakling og verða því að teljast ívið illvígari flugeldar. Algengast var að fólk brenndi sig á flugeldum, en 157 (63%) hlutu brunasár og er þetta í samræmi við erlendar rannsóknir.11,12 Í flestum tilvikum var um staðbundna yfirborðslæga bruna að ræða. Áverkar á augum eru nokkuð algengir, alls fundust 67 slík tilvik, flest minniháttar, á við aðskotahlut í hornhimnu augans. Augnáverkar leiddu til 8 innlagna á sjúkrahús, þrír hlutu áverka sem leiddu til lögblindu á auga. Virðist tíðni augnáverka vera held­ ur minni en í fyrra uppgjöri, sem tók til áranna 1979­1991, þegar 15 þurftu á innlögn að halda og 7 hlutu varanlega sjónskerðingu.7 Hafa ber í huga að magn flugelda er mun meira á því tímabili sem núverandi uppgjör tekur til og notkun hlífðargleraugna orðin al­ mennari. Að meðaltali leitar einstaklingur annað hvert ár á bráðamót­ töku með skurð á höfði eftir að hafa orðið fyrir rakettupriki. Mið­ að við hið mikla magn af rakettum sem skotið er upp og fjölda einstaklinga sem eru utan dyra að fylgjast með, kemur þetta ekki á óvart. Flest hinna slösuðu voru metin og meðhöndluð á bráðamóttöku og send heim. Tæpur helmingur þurfti að koma í endurkomu á spítalann og þá oftast í umbúðaskipti vegna brunaáverka.27 Endur­ komur til augnlækna voru einnig tíðar, 23% þeirra sem mættu í endurkomu fóru til augnlæknis. Í rannsókninni var ekki aflað gagna um örorkumat vegna flug­ eldaáverka. Reynt var að meta heilsutjón einstaklinga og fundust 13 einstaklingar sem glíma við varanlegt heilsutjón eftir flugelda­ slys. Þó enginn hafi látist á rannsóknartímabilinu er ekki útilokað að látast af völdum flugelda, í erlendum rannsóknum eru dauðs­ föll í minna en 1% slysa.11,12 Í óformlegri heimildaleit fannst dauðs­ fall rétt utan rannsóknartímabilsins þar sem ungur maður lést af völdum heimatilbúinnar rörasprengju úr flugeldum.28 Mögulegt er að einhver tilvik flugeldaslysa hafi ekki ratað í rannsóknina þar sem leitarorðin sem notuð voru eru ekki nauðsynlega tæmandi orðasafn yfir lýsingar á flugeldaslysum. Eflaust voru einnig einhver smærri slys afgreidd á heilsugæslu eða án aðkomu heilbrigðiskerfisins en líklega hafa öll alvarlegri slys náð inn í rannsóknina. Hugsast gæti að rannsóknin missi af dauðsföllum þar sem sá slasaði lætur lífið áður en komið er á bráðamóttöku en við óformlega heimildaleit fundust ekki upplýs­ ingar um slík tilvik. Samantekt Slys vegna flugeldanotkunar eru umtalsvert vandamál á Íslandi. Að meðaltali þarf 21 einstaklingur að leita á bráðamóttöku ár hvert, þar af helmingur á nýársdag og fjórðungur á fyrstu klukkustund hvers árs. Tæplega þrír af hverjum fjórum sem slasast vegna flug­ elda eru karlkyns en áberandi er að börn voru tæpur helmingur slasaðra. Árlega slasast að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri, þar af rúmur helmingur vegna stjörnuljósa. Í 39% tilvika voru vís­ bendingar um að galli í flugeldi hefði átt þátt í eða orsakað slys og í þriðjungi tilvika virðast einstaklingar ekki hafa meðhöndlað flugelda með réttum hætti. Flestir áverkanna voru minniháttar, brunasár og skurðir, en að minnsta kosti 13 einstaklingar hlutu umtalsvert heilsutjón á rannsóknartímabilinu. Efla þarf forvarnar­ starf gegn flugeldaslysum, einkum með áherslu á rétta meðhöndl­ un þeirra og notkun öryggisgleraugna. Sérstaklega þarf að huga að forvörnum barna og ættu börn á leikskólaaldri ekki að nota stjörnuljós né aðra flugelda. Þó flugeldar séu fallegir fylgir þeim mikil slysatíðni og álag á bráðamóttökuna og því er vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun þeirra. Heimildir 1. E.þ. Erfðahyllingin og einveldisskuldbinding í Kópavogi 1662. Morgunblaðið. 28. júlí 1962: 11. 2. Arnórsson E, Þorkelsson J. Ríkisréttindi Íslands : skjöl og skrif. Kristjánsson S, Reykja vík 1908: 111­2. 3. ÍS. Flugeldasala Ellingsen hf.: Flugeldar í 75 ár. Dagblaðið Vísir Flugeldar. 27. desember 1991: 4. 4. Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Flugeldamarkaðir björgunarsveita; 2022. Landsbjorg.is. landsbjorg.is/fjarhagslegar­upplysingar ­ apríl 2022. 5. Ásgeirsson VÖ. Flugeldaslys: „Fyrst og fremst full orðnir karl menn sem voru að brjóta öryggis reglur“. Vísir 22. febrúar 2022. visir.is/g/ ­ apríl 2022. 6. Baldursdóttir L, Thorsteinsson LS, Auðólfsson G, et al. Brunaslys barna : innlagnir á Landspítala 2000­2008. Læknablaðið 2010; 96: 683­9. 7. Haraldur S, Guðmundur V, Friðbert J. Augnáverkar af völdum flugelda. Læknablaðið 1991; 77: 381­3. 8. Andradottir HO, Thorsteinsson T. Repeated extreme particulate matter episodes due to fireworks in Iceland and stakeholders’ response. J. Clean Prod 2019; 236:117511. 9. Reglugerð um skotelda nr. 414 2017 (Innanríkisráðuneyti Íslands). 10. Van Yperen DT, Van Lieshout EMM, Dijkshoorn JN, et al. Injuries, treatment, and impa­ irment caused by different types of fireworks; results of a 10 year multicenter retrospect­ ive cohort study. Scand J Trauma Resusc Emerg Med 2021; 29: 11. 11. Sandvall BK, Jacobson L, Miller EA, et al. Fireworks type, injury pattern, and permanent impairment following severe fireworks­related injuries. Am J Emerg Med 2017; 35: 1469­ 73. 12. Canner JK, Haider AH, Selvarajah S, et al. US emergency department visits for fireworks injuries, 2006­2010. J Surg Res 2014; 190: 305­11. 13. Reglugerð um sölu og meðferð skotelda nr. 536 1988 (Dóms­ og kirkjumálaráðuneyti Íslands). 14. Richter N. Engin tölfræði um slys vegna skotelda. Fréttablaðið 31. desember 2021:4. 15. Elísdóttir R, Lúðvígsson P, Einarsson ÓJ, et al. Brunaslys barna á Íslandi : innlagnir á árunum 1982­1995. Læknablaðið 1997; 83: 303­5. 16. Guðmundur V. Nýgengi meiriháttar augnslysa : sjúklingar lagðir á Augndeild Landakotsspítala 1971­1979. Læknablaðið 1981; 66 (fylgirit 12): 37­46. 17. Sandvall BK, Keys KA, Friedrich JB. Severe Hand Injuries From Fireworks: Injury Patterns, Outcomes, and Fireworks Types. J Hand Surg Am 2017; 42: 385. e1­e8. 18. Chang IT, Prendes MA, Tarbet KJ, et al. Ocular injuries from fireworks: the 11­year experience of a US level I trauma center. Eye (Lond) 2016; 30: 1324­30. 19. Remškar M, Tavčar G, Škapin SD. Sparklers as a nanohazard: size distribution mea­ surements of the nanoparticles released from sparklers. Air Qual Atmos Health 2015; 8: 205­11. 20. Singh S. Sparklers as a major hazard for burn injury. Burns 1997; 23: 369­72. 21. Guðmundsson G, Andradóttir HÓ, Þorsteinsson Þ. Bréf til blaðsins: Mengun af völdum flugelda og áhrif á lungnaheilsu Íslendinga. Læknablaðið 2018; 104: 576­7. 22. Valsdóttir Þ. Gæludýraeigendur flýja borgina yfir áramót. Vísir 29. desember 2017. visir. is/g/2017171229221 ­ maí 2022. 23. Matvælastofnun. Flugeldar og velferð gæludýra 2016. mast.is/is/um­mast/frettir/frettir/ flugeldar­og­velfer­gaeludyra ­ maí 2022. 24. Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Vesturlandsvegur við Köldukvísl 20­águst­2006. Ríkislögreglustjóri; 2. mars 2007.rnsa.is/media/2064/vesturlandsvegur­vid­koeldukvisl­ ­20­agust­2006.pdf ­ maí 2022. 25. Innflutningur eftir tollaskrár númerum 2010­2021 3604. Hagstofa Íslands 2022. 26. Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Hugum að öryggi. 2020. flugeldar.is ­ apríl 2022. 27. Atiyeh B, Barret J, Dahai H, et al. International Best Practice Guidelines: Effective Skin and Wound Management of Noncomplex Burns. Wounds International, London 2014. 28. e.þ. Lést af völdum sprengingar í Hveragerði. Vísir 22. janúar 2010. visir. is/g/2010575600931 ­ apríl 2022. Greinin barst til blaðsins 15. ágúst 2022, samþykkt til birtingar 7. nóvember 2022.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.