Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 28

Læknablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 28
556 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N 1940 (mynd 6) og fólk tók smám saman einnig að rækta sínar eigin kartöflur og kál. Hlutfall orku úr kolvetni jókst úr um það bil 25% um 1795 í um það bil 50% um 1940. Þar hefur mjólkursykur skipt mestu máli í upphafi tímabils. Samtímis minnkaði orka úr dýra­ afurðum jafnframt úr um það bil 85% í um það bil 50% á sama tíma.11 Því má áætla að Íslendingar hafi breytt kolvetnisneyslu sinni meira á tímabilinu en aðrar þjóðir sem ræktuðu korntegundir, grænmeti og ávexti. Umfjöllun Nærtækasta skýringin á umhverfisáhrifunum er breyting á matar­ æði á Íslandi á sama tíma og ævilengd arfbera fór að styttast. Í mænuvökva sjúklinga með arfgenga heilablæðingu er magn cystatin C lægra en í heilbrigðum einstaklingum13 og var það notað til sjúkdómsgreiningar áður en DNA­greiningarpróf fyrir sjúkdóminum kom til.3 Þar sem cystatin C temprar virkni TGFb vaxtarþáttar með því að bindast viðtaka þess (TGFbRII)14 gæti lækkun á cystatin C­magni valdið þeirri auknu bandvefsuppsöfn­ un sem sést í heilaæðum og húð arfbera.4,6 Önnur afleiðing af of­ virkum TGFb­vaxtarþætti er lækkun glútathíons.15,16 Á hinn bóg­ inn minnkar glútathíon bandvefsuppsöfnun af völdum TGFb og Smad315,17 (mynd 7). Smad 2/3 ónæmislitun er áberandi í húðsýn­ um arfbera6 sem bendir til að virkjun á TGFb­ferlum sé að verki í heilaæðum og húð hjá sjúklingum með arfgenga heilablæðingu. Glútathíon­magn í arfberum hefur ekki verið mælt en mögu­ lega var það hærra á fyrri hluta 19. aldar áður en mataræði á Ís­ landi varð „evrópskara“. Tvennt gæti hafa stuðlað að því. Í fyrsta lagi var þessi lágkolvetnafæða ketógenísk (ketogenic) vegna skorts á sykri og lítilli neyslu kolvetna. Slíkt mataræði eykur glúta thíon­ framleiðslu.18 Jafnframt lækkar sykur glútathíon framleiðslu í frumum.19 Annað líklega mjög mikilvægt atriði var hin almenna notkun á súrri mysu við varðveislu matar áður en salt varð út­ breiddara. Mysa er mjög rík af amínósýrunni cystein, sem er ein þriggja amínósýra í glútathíon og mysuprótein auka magn glút­ athíons.20 Mysa var drukkin, þynnt með vatni. Nýmjólk var ekki drukkin. Til þess var hún of dýrmæt fyrir smjör­ og skyrframleiðslu og til að framleiða súra mysu. Það er mögulegt að nútímamatar­ æði, sem varð algengt á 19. öld, hafi aukið sýnd stökkbreytingar­ innar á tvennan hátt. Í fyrsta lagi dró mikið úr notkun mysu til þess að geyma mat og notkun mysu til drykkjar. Í öðru lagi jókst sykur og mjölinnflutningur hratt og við það lækkaði glútathíon í frumum þegar mataræðið var ekki lengur ketógenískt.15 Þegar magn glútathíons hafði lækkað hamlaði það ekki lengur bandvefs­ uppsöfnun.20 Slíkt fæði gæti hafa haft í för með sér áhrif á glútathíon­gildi í blóði þar sem neysla sykurs veldur lækkun á glútathíon­fram­ leiðslu í frumum.19 Þar sem cystatin C er þekkt að því að tempra virkni TGFb­vaxtarþáttarins, sem veldur aukinni bandvefsupp­ söfnun,14 má áætla að slík bandvefs­ og millifrumuefni (mynd 7) geti sest í heilaæðar og aðra líkamsvefi arfbera. Samantekt Það er áhugavert að sjá að breyting frá ketógenísku mataræði Ís­ lendinga yfir í kolvetnaríkt fæði gæti hafa haft þessi miklu áhrif á sýnd L68Q­arfgerðarinnar, sem leiddi til þess að lífslíkur arfbera urðu nær helmingi minni yfir nær tveggja alda tímabil frá miðri 19. öld til dagsins í dag. Þessar upplýsingar styðja þá kenningu að aukning á glútathíoni, sem er ketógenískur miðill, geti snúið þessu ferli við, að minnsta kosti að hluta til. Fyrstu niðurstöður þess efn­ is voru nýlega birtar af March,10 og sýna að N­acetylcystein, for­ veri glútathíons, dregur úr útfellingum á mýlildi í húð og má telja líklegt að sú niðurstaða endurspegli líka minnkun á útfellingum í heilaæðum og heilavef og geti komið í veg fyrir heilablæðingar og tengd áföll og aukið lífslíkur þessara einstaklinga. Þakkir Starfsfólki Þjóðskjalasafns er þökkuð hjálp við að lesa kirkjubækur og Birki Þór Bragasyni og Bjarnheiði Guðmundsdóttur þakkaður yfirlestur. Mynd 7. Mögulegt samband glútathíons, fæðu og lækkunar í cystatin C-magni. Greinin barst til blaðsins 1. apríl 2022, samþykkt til birtingar 7. nóvember 2022.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.