Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2022, Side 31

Læknablaðið - 01.12.2022, Side 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 559 F R É T T I R aðgerð. „Þetta er fólk sem við hefðum talið að þyrfti undirbúning.“ Spítalinn geri fáar valaðgerðir nú um stundir og bregðist við því með því að senda sjúklinga til íslensks skurðlæknis í Malmö í Svíþjóð, sem reki viðurkennda klíník þar. „Eftir að þeir eru komnir á biðlista á Landspítala er nú tveggja ára bið eftir aðgerð,“ segir Hildur. „Biðlistinn á líklega eftir að lengjast.“ Erfitt sé að vinna áfram með venjur og nýja rútínu þegar algjör óvissa sé um tímasetningu aðgerða. „Oft gefst einstaklingurinn upp og fer í gamla farið.“ Hjá henni einni séu 80 á bið. En hvað þarf fólk sem fer sjálft í aðgerð, án læknisráðs, að gera? „Fólk þarf strax að byrja að vinna að breyttum venjum.“ Nýtt mataræði, hreyfing, borða fimm sinnum á dag litla næringarríka skammta. „Fólk­ ið getur ekki lengur nærst eingöngu á næringarsnauðum, einhæfum mat, því þá verður það veikt,“ leggur hún áherslu á. Hún segir alla háskólaspítala með kröf­ ur um undirbúning fyrir svona aðgerðir. „Það er ekki svo á einkastofum og við vit­ um ekki hver útkoman er. Við þyrftum að sjá rannsókn á 5­10 ára eftirfylgd hjá þeim sem fara þessa leið.“ Góður árangur efnaskiptaaðgerða Árangur efnaskiptaaðgerða er þekktur, segir Hildur Thors, læknir offituteymis Reykjalundar, og vísar í fræðigrein í Læknablaðinu 2016; 102: 426­32. „Árangur magahjáveituaðgerða á Íslandi 2001­2015.“ Hún tók til 772 sjúklinga, eða meginþorra þeirra sem fóru í aðgerð. „Það gengur vel fyrstu 18­24 mánuði eftir aðgerð, en svo kemur að þeim tíma að þyngdartap hættir og nýr þyngdarstöðugleiki finnst. Þá þyngjast flestir aðeins aftur,“ segir Hildur og eftirfylgnin því afar mikilvæg til að stöðva þá þróun. Hún bendir á að eftir að magaermisaðgerðir hafi verið kynntar til leiks hér á landi finnist mörgum sem inngripið sé minna en í magahjáveitu. „En það er jafnmikið inn­ grip og það þarf nákvæmlega sama eftirlitið á eftir.“ Hættulegt sé að gera lítið úr því. „Vinna þarf með allar venjur fólks svo það haldi árangrinum,“ segir hún. „Svona aðgerðir eru ekki töfralausnin, eins og margir vilja trúa, ef eftirfylgnin er engin.“ Hildur Thors hefur áhyggjur af fólki sem sjálft fer í efnaskiptaaðgerð án aðkomu heilbrigðisstarfsfólks að ákvörðuninni og eftirlits í kjölfarið. Fólk sé eitt með ábyrgðina á að halda árangrinum eftir þyngdartap í kjölfar aðgerðanna og óljóst hvernig því reiðir af. Mynd/gag hafa útskrifast frá háskólanum frá 2012. „Þessi skóli er því orðinn mikilvægur hluti af menntun íslenskra lækna,“ segir heilbrigðisráðherra. Spurður hvort hann teldi þörf á sérstökum aðgerðum til að fá þessa læknanema heim þegar náminu lýkur, bendir hann á að sem betur fer hafi þessir efnilegu læknar sótt heim að námi loknu. „Því má helst þakka eflingu sérnáms á Íslandi undanfarin ár sem er áfram í mikilli sókn.“ Læknanemar sem út­ skrifist úr grunnnámi frá erlendum háskólum, eins og í Slóvakíu, eigi nú auðveldara með en fyrr að hefja sér­ nám á Íslandi. Ástæðan séu breytingar sem veiti ótakmarkað lækningaleyfi að loknu 6 ára læknanámi við Háskóla Íslands. „Það er viðvarandi verkefni að stuðla að bættu starfsumhverfi lækna og heil­ brigðisstarfsfólks. Við viljum að þeir læknar sem halda utan til grunnnáms eða sérnáms komi aftur til Íslands og að læknar sjái almennt hag í því að starfa á Íslandi,“ segir Willum Þór. Sama lyfið geti læknað og skaðað „Það sama getur læknað mig og skaðað,“ sagði Jennifer Stevenson, klínískur lyfja­ fræðingur við King’s College London og Guy’s and St Thomas’ NHS Foundation Trust í London, á málþinginu Lyf án skaða um mikilvægi þverfaglegs samstarfs til að draga úr lyfjatengdum skaða. Málþingið var haldið í lok októbermánaðar í húsa­ kynnum Læknafélags Íslands. Það var vel sótt. „Hvað sjúklingur gerir við lyfin skiptir öllu máli um útkomuna, því það sem við ákveðum á spítölum gerist í samfélaginu,“ sagði hin skoska Stevenson á málþinginu. Hún sagði við Læknablaðið að hún teldi mörg tækifæri til umbóta hér á landi. Það hve margir mættu og sýndu málinu áhuga væri merki um að hægt væri að taka höndum saman og setja stefnu í mála­ flokkum til að takmarka skaðsemi lyfja. „Hér er greinilega þverfaglegt starf í gangi og mikilvægt að byggja á því,“ sagði hún. En vill hún gefa ráð? „Já, ekki vera hrædd við að prófa ykkur áfram. Prófa lítið framtak. Það þarf ekki að vera stórt. Gæti til að mynda verið að fókusa á ákveðinn sjúklingahóp, jafnvel þann sem tekur segavarnarlyf (anticoagulant). Þar geta afleiðingarnar verið miklar sé notk­ unin röng,“ sagði hún. Skoski lyfjafræðingurinn Jennifer Stevenson var aðal- gestur á málþinginu Lyf án skaða sem haldið var í lok októbermánaðar. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.