Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 34

Læknablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 34
562 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Það vantar ekki skurðlækna á Landspít­ ala. Það er ekki vandamálið. Okkur skurðlæknana vantar meiri tíma á skurð­ stofunum,“ segir Katrín Kristjánsdóttir, fæðinga­ og kvensjúkdómalæknir með undirsérgrein í krabbameinum í kven­ líffærum á Landspítala. Undir það taka Þorsteinn Ástráðsson, háls,­ nef­ og eyrna­ læknir með krabbameinsskurðlækningar sem undirsérgrein, og Bjarni Geir Viðars­ son, kviðarholsskurðlæknir á Landspítala. Þau hafi tíma en enga tiltæka skurðstofu. „Eins og biðlistarnir eru í dag væri langskynsamlegast að hafa okkur skurð­ lækna að störfum á skurðstofu. Það skera engir aðrir niður þessa biðlista en þau sem gera aðgerðirnar,“ segir Þorsteinn. Áratugur er síðan Katrín kom heim úr sérnámi í Denver í Colorado og námi í undirsérgrein í Providence á Rhode Is­ land í Bandaríkjunum en aðeins eru rétt um eitt og hálft ár síðan þeir Bjarni og Þorsteinn sneru til baka frá Svíþjóð. Bjarni var í sérnámi í Helsingborg og Þorsteinn í Falun. Báðir störfuðu að því loknu við Akademíska sjúkrahúsið í Uppsölum og fluttu til Íslands eftir rúman áratug ytra. Læknablaðið fékk þau til að líta yfir sviðið og á stöðu sína nú þegar spítalinn er kominn að mestu yfir COVID en þó Reyndir skurðlæknar á Landspítala lýsa því hvernig þeir finna kvíðahnút í maga vegna langrar biðar sjúklinga sinna. Þeir segja nóg af skurðlæknum á spítalanum og þeir sitji jafnvel aðgerðalausir hluta úr degi á meðan biðlistar lengist. Um þriðjungur skurðstofanna stendur ónotaður. Læknablaðið ræddi við skurðlæknana Katrínu Kristjánsdóttur, Þorstein Ástráðsson og Bjarna Geir Viðarsson ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Tilbúin að skera en vantar skurðstofupláss ekki á full afköst eftir heimsfaraldurinn. Eins og sjá má á síðu 531 eru aðeins 11 skurðstofur af 18 formlega starfræktar en stundum tvær til viðbótar þegar tekst að manna. Keppast um skurðstofurnar „Staðan er þannig að ef ég vil meira skurðstofupláss þarf ég að taka það af Katrínu eða Þorsteini. Eins taka þau af mér ef þau vilja skera meira,“ segir Bjarni og lýsir þannig stöðu skurðlækna á Landspítala. „Innbyrðis erum við alltaf að taka hvert frá öðru. Við sjáum ekki heildar­ fjölgun aðgerða heldur aðeins innan­ hússslag milli deilda. Það er tilgangslaus barátta því hún styttir ekki biðlista,“ segir Bjarni og Katrín tekur undir. „Já, ef Bjarni fær marga skurðdaga klárast kannski list­ inn hans en listi annarra lengist.“ Læknablaðið spurðist fyrir um ástæð­ ur þess að skurðstofur stæðu auðar. Mannekla, segir spítalinn. Skurðhjúkr­ unarfræðinga vanti og það þurfi lágmark tvo í hverja aðgerð. Spurt hvort ekki megi styðjast við einn eins og í Svíþjóð svarar spítalinn: „Á Íslandi, sökum smæðar, krefst mönnun skurðstofa mikillar hæfni og hjúkrunarfræðingar verða að vera hæfir til aðgerða í nær öllum sérgreinum. Því nýtist betur að hafa vel þjálfaða hjúkr­ unarfræðinga sem allir hafa sömu hæfni og geta brugðist við þeim aðgerðum sem upp koma hverju sinni. Þannig er öryggi sjúklinga best tryggt.“ Læknablaðið spyr skurðlæknana þrjá um þetta. Þorsteinn horfir til starfa sinna í Svíþjóð. „Ég get sagt að þar sem ég starfaði var gjarnan hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði á skurðstofu. Það gekk vel.“ Katrín tekur undir þetta og segist vön svipuðu kerfi í Bandaríkjunum. „Við þurf­ um að læra af öðrum heilbrigðiskerfum til þess að geta aukið afköstin.“ Þorsteinn segir að hann þekki ekki hvernig hlutirnir voru á Landspítala fyrir heimsfaraldurinn enda kom hann heim í honum miðjum. „En þetta hefur hökt mikið,“ segir hann og Bjarni bætir við að staðan hafi enn versnað í sumar. „Og við höfum ekki komist á skrið aftur.“ Með hnút í maga Þorsteinn segir bagalegt að ekki sé hægt að keyra fleiri skurðstofur á spítalanum. „Ég fæ alltaf smá hnút í magann þegar ég veit að ég þarf að koma sjúklingi að V I Ð T A L

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.