Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2022, Side 35

Læknablaðið - 01.12.2022, Side 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 563 í aðgerð innan tveggja til þriggja vikna, því þá veit ég að það verð ég að gera með skóhorn að vopni og sennilega á kostnað annars sjúklings,“ lýsir hann. „Ég veit þá einnig að ég þarf oft að setja hann á bráðalistann og jafnvel gera aðgerðina um kvöld, af því að þá er ég á vaktinni, aðgerð sem ætti ekki að gera að kvöldi til,“ segir hann. „Ég hef þurft að gera valkvæða krabbameinsaðgerð klukk­ an 8 eða 9 á kvöldin þegar ég er á vakt – aðgerð sem ætti að gera að degi til. Það er óboðlegt.“ Katrín segir að krabbameinssjúklingar hafi alltaf forgang. „En svo eru konur sem hafa aukna hættu á að fá krabbamein í kvenlíffæri, sem þurfa fyrirbyggjandi að­ gerð vegna BRCA­stökkbreytingar. Þegar þær ákveða að láta taka eggjastokkana fara þær á biðlista. Þær eru kannski fer­ tugar og hafa tekið þessa ákvörðun. Þá lenda þær á þriggja mánaða biðlista, því þetta er valaðgerð og svo bíða þær og bíða,“ segir hún. „Þessir þrír mánuðir þýða ekki neitt. Biðin gæti í raun, í svona árferði eins og núna, orðið eitt eða tvö ár og á endanum þarf ég að breyta forganginum í innan mánaðar, því annars gerist þetta ekki. Ég er alltaf með hnút í maganum að þessar konur, sem eru í aukinni áhættu, séu komnar með krabbamein þegar loksins kemur að aðgerð,“ segir Katrín. En þekkja þau kvíðahnútinn frá vinnu sinni erlendis. „Kannski ekki svona slæman en ég get þó ekki sagt að allt hafi verið í himnalagi í Svíþjóð,“ segir Þor­ steinn. „Þar eru einnig langir biðlistar.“ Katrín bendir á að COVID hafi heldur ekki skapað vandann. „Hann var til stað­ ar áður.“ Bjarni segir þó ólíkt því sem hann hafi kynnst úti beri hann hér ábyrgð á biðlista sínum, ekki deildin sem hann vinnur á. Með ábyrgð án tímastjórnunar „Allt sem kemur inn til mín á göngudeild og á vaktir er á mína ábyrgð. Ég set þá sjúklinga á biðlista. Svo er hér gæðaskjal sem segir að ég beri ábyrgð á honum,“ segir Bjarni. „Ég þarf að sjá til þess að allir þeir ríflega 115 sjúklingar sem eru á biðlistanum mínum komist í aðgerðina sem þeir eiga að fara í innan tímamarka. Samt stýri ég því ekki hvenær hver kemst á skurðarborðið.“ Þau Katrín og Þorsteinn taka undir þetta. En hvernig telja þau að taka beri á þessum vanda? Katrín telur að ýmislegt sé hægt að gera. „Dreifa skurðhjúkr­ unarfræðingunum sem hér starfa á fleiri stofur og ráða sjúkraliða,“ segir hún. Þá þurfi fjármagn til að fá fleira fólk að borðinu, fjölga skurð­ og svæfingahjúkr­ unarfræðingum og svæfingalæknum. Þorsteinn nefnir að ráða fleiri erlenda í fagstéttina. „Ég hef til að mynda mjög góða reynslu af filippseyskum skurðhjúkr­ Skurðlæknarnir Katrín Kristjánsdóttir, Þorsteinn Ást- ráðsson og Bjarni Geir Viðarsson fara yfir stöðuna á Landspítala og hvernig þau sitji oft aðgerðalaus á meðan biðlistarnir lengast. Ekki er pláss á skurðstofum spítal- ans. Mynd/gag „Ég hef þurft að gera valkvæða krabbameinsaðgerð klukkan 8 eða 9 á kvöldin þegar ég er á vakt – aðgerð sem ætti að gera að degi til. Það er óboðlegt.“

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.