Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2022, Page 36

Læknablaðið - 01.12.2022, Page 36
564 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L unarfræðingum sem hér starfa. Þetta er neyðarástand og þá þarf að bregðast við. Það má ekki telja ástandið eðlilegt,“ segir hann. „Það má ekki segja að þetta reddist einhvern veginn á íslenskan hátt án inn­ gripa.“ Bjarni segir átak í gangi þar sem býðst auka skurðstofupláss á fimmtudögum. „En ég held að það sé ekki hægt að leysa vandann með átaki. Það þarf að marka stefnu, breyta áherslum og flytja aðgerðir út fyrir spítalann.“ Þau eru öll sammála um það. Katrín segir annan vanda einnig blasa við, mjög ólíkan þeim sem hún bjó við ytra. „Ég er að störfum á skurðstofu og klukkan orðin tvö. Kannski lítið eftir, til dæmis skipulögð aðgerð sem tekur kannski korter. Þá fæ ég ekki að halda áfram þótt aðgerðin væri væntanlega búin fyrir þrjú,“ segir hún, því fólk þurfi að hafa lokið störfum sínum þegar skurðstof­ unum sé lokað klukkan fjögur. „Hér þyrfti að vera að vera meiri sveigjanleiki í skurðstofutíma, til dæmis væri hægt að vinna til klukkan 6 og skipta þá vinnudeginum upp í fyrri og seinni vakt. Þorsteinn segir meiri sveigjanleika hjá sér í Fossvogi. En finnst þeim þau þá ekki hafa stjórn á aðstæðum sem þau bera einhverja ábyrgð á? „Við berum endanlega ábyrgð á sjúklingunum. Það er enginn vafi á því,“ segir Þorsteinn. „En ég upplifi að við skurðlæknar séum stundum eins og gestir á skurðstofunum.“ Þau eru sammála um að staða krabba­ meinssjúkra sé viðunandi. Katrín er með 30 á biðlista sínum. Þorsteinn um 70. „En allt góðkynja bíður og bíður,“ segir Bjarni sem er eins og fyrr sagði með 115 sjúk­ linga á sínum lista. Átthagarnir toga Þau horfa yfir fundarborðið, á hvert ann­ að. „Verður ekki að segja eitthvað jákvætt hér?“ Hlæja. Blaðamaður kastar þá fram úr fyrra viðtali við Helgu Tryggvadóttur krabbameinslækni, Katrínu Þórarins­ dóttur gigtarlækni og Hildi Jónsdóttur almennan lyflækni og spítalista að ákvörðunin um að koma heim eftir sér­ nám sé stærri en Landspítali. „Já, það er þannig,“ samsinna þau þrjú. Katrín segir margt gott við að koma heim. „Það er auðvelt að hringja í vini til að fá álit. Ef þú þekkir ekki viðkomandi muntu kynnast þeim. Nándin er mikil og margt jákvætt við íslensku leiðina, þar sem allir þekkja alla,“ segir hún. „Það kemur enginn heim fyrir framann. Það er almennt ekki þannig.“ Þorsteinn grípur orðið. „Átthagafjötrar halda þessum spítala gangandi,“ segir Þorsteinn og hlær. Bjarni segir alls ekki hægt að segja að þau hafi verið plötuð heim. „Við höfum öll unnið hérna í fleiri ár og vissum nákvæmlega að hverju við gengjum. Við þekkjum þetta starfsumhverfi og komum aftur til baka í það. Það er því eitthvað gott í því.“ Þorsteinn segir að gott hafi verið að hitta gamla kollega að nýju. Vinnumórall­ inn sé góður. Bjarni segir að honum hafi liðið eins og hann hefði aldrei farið út, þótt hann hafi verið þar í lengri tíma. „Maður dettur inn í umhverfið vand­ kvæðalaust.“ Katrín slær loka tóninn. „Ég myndi ekki vilja vera annars staðar í heiminum. Það er algerlega mitt val að vera hér. Þetta er óskastarfið mitt.“ Hvers virði er þinn frítími? Reglubundin 16.641 kr. á mánuðiSkoðaðu málið á heimilisthrif.is þrif frá Traust þjónusta í 9 ár

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.