Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2022, Síða 46

Læknablaðið - 01.12.2022, Síða 46
574 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Gunnar er fóstursonur Sigrúnar sem er gift Erni á peysunni, en þau eiga saman þrjú börn, þá Sigurð, Jóhann og Valdimar ber að ofan.“ Þetta var það fyrsta sem ég heyrði þegar ég gekk inn á minn fyrsta morgunfund á Hvest. Mér leið eins og ég væri stödd í Gísla sögu Súrssonar þar til ég áttaði mig á því að um var að ræða fimmtugan karlmann með brjóstverk sem greinilega þótti ekki fullnægjandi lýsing á skjólstæðingnum. Það virtist jafnmikilvægt að vita hverra manna skjól­ stæðingurinn var eins og að brjóstverkurinn var þrýstingsverkur sem leiddi út í vinstri hendi. Svo hélt annar læknir áfram: „Ertu að tala um Sig­ rúnu sem varð vitni að því þegar Ingimundur bens keyrði á Bigga geit?“ Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og átti erfitt með að skilja mikilvægi slíkra tengsla eins og um væri að ræða kafla úr Íslendingasögunum sem ég hélt að hefðu dáið út á síðustu áratugum eins og súrir hrútspungar. Ég áttaði mig einnig fljótlega á því að maður þótti ekki heima­ maður nema hægt væri að rekja helst fjóra L I P R I R P E N N A R Öll vötn falla til Dýrafjarðar Súsanna Björg Ástvaldsdóttir heilsugæslulæknir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði susanna.astvaldsdottir@hvest.is ættliði aftur hjá viðmælendum en þetta einkenndi ekki bara starfsmenn á Hvest heldur varð ég vör við þetta almennt í samfélaginu fyrir vestan. Fyrir mér hefur sagan í frásögnum ávallt verið aðalatriðið en í matarborðum þegar brydda átti upp á sögustund mátti hrein­ lega ekki bera upp nafn nema allir gætu áttað sig á ættliðum viðkomandi og einungis þá var hægt að halda áfram með söguna. Nú get ég þó sagt að eftir tæplega 9 ára búsetu á Vestfjörðum tel ég mig vera orðna hinn ágætasta „ættrekjari“ ef svo má að orði komast. Ég held fast í þessa hefð því ég hef áttað mig á mikilvægi þessa einkennis Vestfjarða sem hefur hjálpað mér að verða betri læknir. Heimilislækn­ ingar snúast meðal annars um að hafa yfirsýn yfir fjölskyldumynstur sem getur leitt í ljós læknisfræðilega mikilvægar lykilupplýsingar. Að geta staðsett ættmynstur veitir betri innsýn í manneskjuna sem getur hjálpað við greiningu og ákvörðun um réttan far­ veg fyrir skjólstæðinginn. Það hjálpar einnig læknum að ná betri tengslum við skjólstæðinginn þegar hann upp­ lifir að læknirinn þekkir til fjölskyldu og ættar hans. Það mætti segja að fyrir skjólstæðingnum sé læknirinn þá orðinn eins og Vestfirðingur, þó aðfluttur sé, en ekki bara einhver sérfræðingur að sunnan. Þetta hefur einnig haft í för með sér að ég upplifi mig stundum til mikils ama fyrir sérnámsgrunnslækna og almenna lækna þegar mér berst símtal með beiðni um ráðgjöf. Ég spyr þá gjarnan: hvað heitir einstaklingurinn fullu nafni? hvað heita foreldrar hans? vitnin að atburðin­ um? hverra manna eru þau? og svo fram­ vegis. Ég legg ekki á viðmælendur mína að útskýra fyrir þeim mikilvægi þessara upplýsinga, enda hafði ég lítinn skilning á því sjálf þegar ég flutti vestur. Ég veit hins vegar af fenginni reynslu að þetta hreinlega lærist hjá þeim með tímanum. Þó ég muni halda í heiðri þetta einkenni Vestfirðinga í anda Íslendingasagna get ég fullyrt að ég mun halda mig frá súrum hrútspungum og rek ættir þess í stað. Þuríður Vilmundardóttir skurðhjúkrunarfræðingur í Bolungarvík tók myndina af Súsönnu í fjallapríli á heimaslóð. Kápuna á Gísla sögu hannaði Erlingur Páll Ingvarsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.