Fréttablaðið - 10.03.2023, Page 11

Fréttablaðið - 10.03.2023, Page 11
Guðmundur Steingrímsson n Í dag Í bernsku minni voru kvöld- fréttir Ríkisútvarpsins heilög stund. Fréttastef Atla Heimis ómaði um eldhúsið. Rokið var til og hækkað í tækinu. Kvöldmatur á borði. Sussað. Fréttaþulur hóf upp raust sína. „Afli línubáta hefur verið með versta móti það sem af er vetri. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjóliða á tíunda tímanum í morgun. Íslenska handboltalands- liðið stóð ekki undir væntingum. Von er á djúpri lægð og ört vaxandi suðvestanátt.“ Að þessu loknu var kveikt á kvöldfréttatímum sjónvarpsstöðv- anna. Á einum og hálfum tíma var nokkurn veginn sama fréttaþula dagsins endurtekin, þar til nokkuð örugglega mátti fullyrða að það sem gerðist hefði ábyggilega ekki farið fram hjá neinum í heimilis- haldinu. Og dag hvern duttu fjögur til fimm blöð inn um bréfalúguna, með mismunandi sjónarhólum á þær hinar sömu fréttir. Stundum þó með æsandi skúbbum. Nú er öldin önnur. Á einhverjum tímapunkti í lífi mínu, þegar ég var kominn til vits og ára og farinn að hafa sjálfstæð og afgerandi áhrif á stillingu viðtækja í mínu nærumhverfi – sem er mikil- vægur áfangi í lífi hverrar mann- eskju – gerði ég uppgötvun. Áhrif hinna afmörkuðu línulegu frétta- tíma á sálarlífið voru of ískyggileg. Í hvert skipti sem ég hlustaði á frétta- tíma, þyrmdi yfir mig. Pirringur óx og kippir urðu í andliti. Orka þvarr. Lund dofnaði. Ég gat ekki lengur fengið það svona beint framan í mig í einum pakka hvað hefði farið úrskeiðis þann daginn í heiminum og hverjir hefðu gert upp á bak. En það er jú meginuppistaða frétta. Eftir sem áður – hafandi jú hafið störf sem blaðamaður á dagblaði undir styrkri stjórn Indriða G. Þorsteinssonar á unglingsárum – gat ég ekki annað en skilgreint mig sem fréttafíkil. Þörf mín fyrir fréttir fór hins vegar smám saman að leita í aðra farvegi, líkt og þörf veraldarinnar allrar. Vefsíður hófu göngu sína. Hægt er að vera betur upplýstur um dagleg tíðindi en nokkurn tímann áður, með mun minni fyrirhöfn og án þess að öllum skakkaföllum mannkynsins sé sturtað yfir mann í einu. Maður guðar á stafræna fréttagluggann eftir þörf og hlaðvörp óma í eyrum mínum í sívaxandi mæli. Alls konar fréttaskýringar og hressandi viðtöl eru nú hluti af daglegri fréttaneyslu minni, með mun betri áhrifum á hugarþelið. Ég stjórna flæðinu. Löngunin til að lesa fréttir á prenti hefur að sama skapi minnkað. Mér hefur smám saman opin berast – í þessari veröld þar sem aðgengi að fréttum er í raun allt um lykj andi – hversu fárán- legt það er að höggva tré einhvers staðar, búa til pappír, prenta á það myndir og stafi og láta svo nætur- hrafna keyra hið áprentaða blað heim til mín svo ég geti lesið það – eða ekki – og fyllt bláu tunnuna með því. Úti í heimi eru fjölmiðlar gjörbreyttir. Bandaríski frétta- miðillinn New York Times hefur augljóslega uppgötvað að engu máli skiptir lengur að bera fréttir í hús. Bera þarf fréttir í síma. Símarnir eru nýju lúgurnar. Í símum sínum opnar fólk, þar á meðal ég, á hverjum degi glæsilegt smáforrit New York Times, þar sem urmull af vönduðum fréttum, fréttaskýringum og hugvekjandi skoðanapistlum bíður, til að lesa yfir kaffibollanum. Fjölmiðlar sem ætla sér að keppa í úrvalsdeild eru ekki lengur blöð, útvarpsstöð eða sjónvarpsstöð. Þeir eru forrit. Útvarpsþættir eru hlaðvörp í eyra. Sjónvarpsstöðvar eru app í boxi. Markmið New York Times er að vera ómissandi fréttamiðill fyrir allan hinn enskumælandi heim. Ísland er þar á meðal. Yfir 120 milljón manns um víða veröld njóta miðilsins mánaðarlega staf- rænt. Prentuðu eintökin af blaðinu eru að fjara út. Þau eru innan við 4 prósent af stafrænu áskriftunum. Breytingar rata alltaf seint til Íslands. Pönkið var um það bil þrjú ár að berast. Hér var fólk með hanakamb þegar restin af veröldinni var komin með herða- púða. Annað er eftir því. Íslenskir fjölmiðlar eru furðulega hikandi. Árið virðist enn 2005. Vefsíður eru nokkurn veginn eins og þá. Veðjað er á fréttabréf í tölvupósti. PDF- skjöl eru látin nægja sem stafrænar birtingarmyndir prentmiðla. Á þessu stafræna, netvædda landi virðast fjölmiðlar fastir í gömlum hjólförum. Vakning er í hlað- vörpum, en að öðru leyti er lítið að ske. Ég spái hinu augljósa: Sá miðill sem fyrstur kemst almennilega í símana, með vönduðu smáforriti sem býður upp á fréttir andar- taksins, skoðanir, skýringar og umfjallanir með tilheyrandi upp- lýsinga- og skemmtanagildi, hann vinnur. Megi kapphlaupið úr húsunum í símana hefjast sem fyrst, því málið er jú smá áríðandi: Íslenskir fjölmiðlar verða að hysja upp um sig brækurnar. Annars verða ekki sagðar neinar fréttar í framtíðinni af afla línubáta, þyrlu Landhelgis- gæslunnar, vonbrigðum hand- boltalandsliðsins eða lægðardrög- um með vaxandi suðvestanátt, og þaðan af síður á íslensku. n Breyttar fréttir Fjölmiðlar sem ætla sér að keppa í úrvals- deild eru ekki lengur blöð, útvarpsstöð eða sjónvarpsstöð. Þeir eru forrit. gardabaer.is SKIPULAGSMÁL Í GARÐABÆ Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags 4. áfanga norðurhluta Urriða- holts og tillögu að deiliskipulagi fyrir félagssvæði Hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Urriðaholt norðurhluti 4. áfangi - Deiliskipulagsbreyting Tillagan gerir ráð fyrir breyttri legu Flóttamannvegar og undirgöngum undir veginn við göngustíg sem liggur milli Vífilsstaðahrauns og norðurhlíðar Urriðaholts. Einnig er gert ráð fyrir að reiðstígur sem liggur meðfram Flótta- mannavegi verði felldur út. Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri.  Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athuga- semdir til og með 11. maí 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. Hestamannfélagið Sóti á Álftanesi – Deiliskipulag Tillagan er auglýst að nýju þar sem formleg staðfesting á samþykkt bæjarstjórnar á skipulagi svæðisins var ekki birt innan lögákveðins frests samkvæmt 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri.  Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 24. apríl 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti hér á landi til að bregðast við sömu verðbólgu og í öðrum Evr- ópuríkjum? Ísland er auðvitað ekki eina landið sem finnur fyrir verð- bólgu núna en stóra spurningin er hins vegar þessi – hvers vegna þarf að hækka vextina margfalt hér? Eitt er nefnilega glíman við verðbólgu. Annað er hinn séríslenski veruleiki himinhárra vaxta. Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkj- unum vegna þess hvað vextir á hús- næðislánum eru háir. Matarkarfan er dýrari, húsnæðislán eru dýrari og tryggingar eru dýrari. Alvöru samkeppni milli banka er ekki til. Ástæðan er ekki síst sú að sveiflur á gengi krónunnar gera íslenskan markað lítið heillandi fyrir erlend fyrirtæki. Þau eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Sveiflurnar verja þannig fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni og fyrir það greiðir fólkið í landinu hátt gjald, í formi skertrar sam- keppni og hærra verðlags. Snjóhengjan brestur Ég kallaði eftir svörum frá Seðla- bankanum um hlutfall húsnæðis- lána sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Þegar svör bárust rétt fyrir síðustu jól var þetta hlutfall 27%. Það þýðir að 27% lán- takenda hafa tekið á sig vaxtahækk- anir af fullum þunga, 11 sinnum í röð. Á þessu ári munu síðan 4.451 heimili losna undan föstum vöxtum óverðtryggðra lána. Vaxta- skellurinn verður þessum heimilum þungur. Auðvitað hafa vaxtahækk- anir þýðingu fyrir þá sem eru með verðtryggð lán, þar sem við blasir hinn íslenski veruleiki þess að höf- uðstóll láns getur hækkað þrátt fyrir mánaðarlegar afborganir. Það er ekki jafnt gefið Um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna heldur gera upp í öðrum gjaldmiðli, oftast evru og dollara. Þær tölur liggja fyrir í svörum viðskiptaráðherra við skrif legri fyrirspurn sem ég lagði fram á Alþingi. Stóreignafólk notar íslensku krónuna ekki heldur, það getur geymt fjármuni í erlendum gjaldmiðlum. Eftir stendur þess vegna að þegar vextir hækka þá er það almenningur og minni fyrir- tæki sem taka á sig kostnaðinn. Stærsti hluti hagkerfisins sleppur. Og auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu. Það er einfaldlega ekki jafnt gefið. Land jafnra tækifæra Pólitísku spurningarnar sem þarf að svara er hvaða réttlæti er í því að fólk á Íslandi þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum út af háum vöxtum? Að ungar barna- fjölskyldur taki á sig miklar vaxta- hækkanir á meðan aðrir hópar á Íslandi eru í skjóli evru og dollara. Stóra myndin snýst um jöfn tæki- færi. Að Ísland verði land jafnra tækifæra hvað varðar möguleika á því að geta gert áætlanir og fá að upplifa stöðugleika. Pólitíkin verður að sameinast um það stóra verkefni að tryggja jöfn tækifæri á Íslandi með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni – og síðast en ekki síst stöðugum gjaldmiðli. n Íslendingar borga margfalt meira Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 1110. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.