Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2023, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 10.03.2023, Qupperneq 22
Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Frammistaða íslenska lands- liðsins í handbolta í tapi gegn Tékkum í undankeppni EM er einhver sú allra lélegasta í manna minnum og mögu- leiki á að umræðan í kringum liðið á ólgutímum sé að ná til leikmannanna. HANDBOLTI Einar Örn Jónsson, fyrr- verandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþrótta- fréttamaður hjá RÚV, hefur lengi vel fylgst með íslenska landsliðinu. Einar lýsti leik Tékklands og Íslands á dögunum, leik sem lauk með fimm marka sigri Tékka, 22–17. Leik þar sem frammistaða íslenska lands- liðsins vakti reiði og furðu margra. „Fyrsta viðbragð hjá mér var eiginlega bara það að ég snöggreidd- ist, á meðan ég var að lýsa leiknum. Reiddist yfir því hversu ráðalaust og slakt íslenska landsliðið var í raun og veru. Eftir því sem þetta ráðaleysi hélt áfram hjá liðinu því lengra sem leið á leikinn, var maður í raun bara sleginn yfir því hvað liðið virtist ekkert geta rifið sig upp úr dalnum sem það var í. Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálf leik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði.“ Þessi frammistaða hjá liðinu, er hægt að líkja henni við einhverja frammistöðu á árum áður hjá íslenska landsliðinu? Hefurðu séð svona frammistöðu hjá íslensku landsliði áður? „Nei, ekki í f ljótu bragði. Mögu- lega man einhver betur en ég og ég myndi kvitta upp á það síðar meir. En með tilliti til andstæðingsins sem við vorum að mæta, þess sem var í húfi með því að mæta almenni- lega í leikinn og gæðanna sem búa í þessu liði, þá verð ég að segja að þetta var það lélegasta sem ég hef nokkurn tímann séð.“ Í djúpum dal rúnir sjálfstrausti og grimmd Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is Rúnir sjálfstrausti Það er nefnilega töluvert mikið í húfi. Íslenska landsliðið er svo gott sem búið að tryggja sig á EM í Þýskalandi á næsta ári en á hættu á að missa af toppsæti síns riðils. Það sæti veitir sæti í efsta styrkleika- f lokki þegar dregið verður í riðla á lokamótinu. Með því að vera í efsta styrkleikaflokki er komist hjá möguleikanum á því að geta mætt mörgum af bestu handboltaþjóðum Evrópu í riðlakeppninni. Íslenska landsliðið getur, með góðum úrslitum á EM á næsta ári, opnað leið fyrir sig inn á Ólympíu- leikana í París það sama ár. Því skiptir það gríðarlega miklu máli að ná góðum úrslitum á EM. Það var í raun frammistaða strákanna okkar gegn Tékkum á dögunum sem stingur Einar Örn hvað mest. „Hvað leikmenn liðsins voru ráðalausir, hvað sjálfstraustið var ekkert og náði samt að minnka meðan á leiknum stóð og hvernig þetta fór illa þó að við höfum á endanum bara tapað með fimm mörkum. Þetta liggur allt saman alfarið hjá íslenska liðinu, því and- stæðingurinn var ekki góður. Miðað við hversu mikið var í húfi er bara mjög erfitt að finna útskýringu á því af hverju liðið er svona rúið sjálfs- trausti, rúið einhverjum anda af því að maður sá akkúrat mjög lítið af leikmönnum bregðast við, reyna að verja sig. Það fauk ekki í einn einasta leikmann liðsins, maður sá ekki grimmd í augum þeirra í seinni hálfleik þegar allt var að fara á versta veg. Það svíður eiginlega mest. Það var ekki fyrr en menn voru endanlega komnir á botninn sem þeir svöruðu aðeins fyrir sig, það var bara af því að Tékkarnir eru ekki betri en þeir eru.“ Þetta er ekki lið Liðið, sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það eru til alls konar klisjur um veikasta hlekk keðjunnar og svo framvegis en það hefur margsýnt sig í íþróttaheiminum að framúr- skarandi einstaklingar verða ekki að framúrskarandi liði bara af sjálfu sér. Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum. Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og stein- liggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli.“ Lengi í kastljósinu Íslenska landsliðið hefur nú í lengri tíma, eftir vonbrigðin á HM í janúar, verið í kastljósinu. Meðal annars vegna starfsloka Guðmundar Guð- mundssonar landsliðsþjálfara og sögusagna um leka úr landsliðs- hópnum. Eru leikmenn landsliðsins að bugast undan þessari umræðu? „Mögulega er þetta að ná til þeirra að einhverju leyti en ég efast um að þeir séu að bugast undan þessu. Þetta eru sjóaðir atvinnumenn, menn sem eru búnir að vinna stóra titla með sínum félagsliðum. Líf atvinnumannsins er enginn dans á rósum, það er enginn að klappa þér á bakið og segja þér hvað þú ert æðislegur, þannig að ég hugsa að menn séu ágætlega vel brynjaðir fyrir neikvæðri umfjöllun. En svo er spurning um orsök og afleiðingu. Sér fólk eitthvað í liðinu sem fyllir það neikvæðni eða er nei- kvæðnin að fylla liðið óöryggi? Það er vonlaust að setja fingur á hvað það er af því jákvæðnin í kringum liðið eftir EM í fyrra var alveg svakaleg. Það er rosalega mikið af jákvæðum straumum í kringum þetta lið, en eins og Arsené Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arse- nal, sagði einu sinni um sjálfstraust: „Þú öðlast það með því að labba upp stiga, en það kemur niður með lyftunni.“ Mögulega hefur öll þessi umræða áhrif á liðið en gott lið brynjar sig fyrir svoleiðis. Gott lið kemst í gegnum svoleiðis. Ef öll jákvæð eða neikvæð umræða, áhugi og athygli hefði alltaf neikvæðar afleiðingar, þá hefðum við aldrei afrekað neitt. Því við höfum öll sjúklega mikinn áhuga á þessu liði, alltaf allir til í að stökkva á vagninn, en ef það hefði alltaf neikvæð áhrif á liðið með pressu og bugun, þá hefðum við aldrei farið í þessa undanúrslita- og verðlaunaleiki sem liðið hefur farið í. Góð lið standa bara svoleiðis af sér og fá eitthvað jákvætt úr því en það virðist verða neikvætt fyrir þennan tiltekna hóp landsliðsmanna.“ n Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði. Einar Örn Jóns- son, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta 14 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.