Fréttablaðið - 10.03.2023, Side 30

Fréttablaðið - 10.03.2023, Side 30
Ég elska þetta lag og er með það sem hringi­ tón en það er allt annað að heyra þetta úr gömlu, góðu GameBoy­vélinni. Óskar Árnason fann gamla GameBoy-tölvu úr eigu bróður síns inni í geymslu. Tölvan var keypt árið 1991, fyrir 32 árum síðan, og komst í gang eftir örlítið bras þannig að gamlar gersemar á borð við Super Mario vöknuðu til lífsins. odduraevar@frettabladid.is „Ég held alveg örugglega að þetta sé tölva bróður míns, svona ef ég man þetta rétt,“ segir Óskar Árnason, einn fremsti borðspilasérfræðingur landsins, um Nintendo GameBoy- leikjatölvu sem hann fann inni í geymslu hjá sér. „Mín nefnilega virkaði ekkert og var einum eða tveimur árum eldri og var þess vegna hent í kjölfarið en þessi yngri er enn hér. Að þetta skuli enn virka!“ segir Óskar um tölvuna sem hann rámar endilega í að hafi verið keypt árið 1991. Tölvan er fyrsta sinnar teg- undar frá Nintendo en í kjölfarið fylgdi sannkölluð gullöld hinna handhægu GameBoy-véla með til- heyrandi útgáfum. GameBoy Color, GameBoy Color Advanced og að síð- ustu fartölvulega GameBoy Color Advanced SP-vélin fylgdu allar í kjölfarið. Grái jálkurinn var hins vegar sá fyrsti og ber sig merkilega vel miðað við 32 ára aldur. „Hún fer í gang en virðist svo frjósa eftir tvær, þrjár mínútur,“ útskýrir Óskar sem fann að sjálfsögðu veglegt safn GameBoy-leikja í geymsl- unni á sama tíma. Nagaður af hundinum „Ég er búinn að prófa fjóra leiki í vélinni. Það þarf að blása í hylkin og slökkva og kveikja nokkrum sinnum og þá fara þeir allir í gang,“ útskýrir Óskar en alls fann hann átta upprunalega leiki með vélinni. Þar á meðal er hinn goðsagna- kenndi Super Mario Land sem virkar í eitt til tvö borð að sögn Óskars áður en vélin frýs. „Sem er merki- legt þar sem leik- urinn var marg- sinnis skilinn eftir á glámbekk og nag- aður af hundi svo eitthvað sé nef nt ,“ seg ir Óskar hlæjandi og segir þetta ágætis vitnisburð um gæðin í gömlu, góðu vélunum. Hann segir mikla nost- algíu hellast yfir sig við að kveikja á vélinni. Nostalgían í hljóðinu „Það er aðallega hljóð- ið,“ útskýrir Óskar en minn- ugir lesendur muna eflaust vel hversu miklu hlutverki hljóðið gegndi í GameBoy- tölvuleikjunum. „Til dæmis það að heyra Maríó-lagið úr dósinni. Ég elska þetta lag og er með það sem hringitón en það er allt annað að heyra þetta úr gömlu, góðu GameBoy- vélinni, það er þetta tin- hljóð sem fylgir þar með,“ segir Óskar. Upprunalega vélin var ekki það eina sem fannst í geymslunni. „Ég átti nefni- lega líka GameBoy Advan- ced SP og svo á konan mín GameBoy Color,“ segir Óskar og því vantar bara eina vél í safnið hjá þeim hjónum, GameBoy Advanced. „En mér skilst að það sé mögulega hægt að láta gera við svona, þannig að mögu- lega er hægt að finna út úr þessu,“ segir Óskar og ekki stendur á svörum þegar hann er spurður út í sinn uppáhalds leik. „Wario Land: Super Mario Land 3. Hann var svona bestur í minningunni, já og RadarQuest.“ n Lifir enn í þriggja áratuga gömlum glæðum GameBoy Síðasta kynslóð GameBoy, SP. Önnur kynslóð GameBoy með lit. Óskar fann gersemar í geymslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gamli jálkurinn er í merki- lega góðu standi 32 árum síðar. SuperMarioLand er líklega einn þekktasti leikur heims. Í HELGARBLAÐINU | Maður margra hatta Einar Bárðarson fagnar því um þess- ar mundir að 25 ár eru liðin frá því að hans vinsælasta lag, Farinn, kom út. Einar ólst upp á Selfossi og segir skilnað foreldra sinna hafa haft meiri áhrif á sig en hann gerði sér grein fyrir. Hann ræðir lífið og tilveruna, uppsögn eiginkonu sinnar, ferilinn og Votlendissjóð í einlægu viðtali við Helgarblað Fréttablaðsins. Hefur alltaf elskað sviðsljósið Diljá Pétursdóttir sigraði ekki ein- ungis Söngvakeppnina síðustu helgi heldur hug og hjarta þjóðarinnar. Dilja hefur búið í Snælandshverfi í Kópavogi alla sína tíð. Hún hefur alltaf verið vinsæl og vinmörg og snemma hafði hún áhuga á leik- og sönglist. Sjáðu nærmynd af Dilja í Helgarblaðinu. Fjörutíu ára Kvennalisti Á mánudaginn verða liðnir fjórir áratugir frá stofnun Kvennalistans. Fjörutíu ár frá því að konur fullar bar- áttuvilja og þrár eftir breytingum tóku málin í eigin hendur og buðu fram til alþingiskosninga með lista fullskipaðan konum – komu þremur inn og tvöfölduðu árangurinn í næstu kosningum. 22 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.