Fréttablaðið - 16.03.2023, Síða 1

Fréttablaðið - 16.03.2023, Síða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | FRÍTT 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT FIMMTUDAGUR 16. mars 2023 Khaled lýsir stíl sínum sem blöndu af klassískum og nútímalegum. Honum finnst skipta miklu máli að koma vel fyrir. MYNDIR/AÐSEN DAR Trúir því að tískan sé hvetjandi og valdeflandi fyrir fólk Khaled Djouihel er ungur alsírskur maður sem varð ástfangin af einstöku landslagi Íslands, menningunni og fólkinu og ákvað að gera landið að heimili sínu. Khaled elskar tísku, hann leggur mikla áherslu á að koma vel fyrir og sést það á fatavali hans sem er alltaf úthugsað. Khaled hefur búið á Íslandi í sjö ár og segist hafa notið hverrar mínútu sem hann hefur dvalið hér á landi. „Þessi hrífandi náttúrufegurð, lifandi menning og samfélag sem býður mig velkominn hafa gert Ísland að stað sem er ótrúlegt að geta kallað heimili mitt. Mér finnst gaman að skoða landsbyggðina um helgar, smakka nýjan íslenskan mat og taka þátt í sjálfboða- og félagsstarfi. Lífsgæðin hér eru sannarlega einstök og ég er þakk- látur fyrir að vera hluti af svo kraft- miklu og hvetjandi samfélagi,“ segir hann. Khaled segist njóta þess að verja frítíma sínum með hundinum Freyju, ferðast og kynnast ólíkri menningu. „Ég hef líka mikinn áhuga á ljósmyndun og nýt þess að taka myndir af landslagi og dýrum. Mér finnst líka gaman að gera til- raunir í matargerð og prófa nýjar uppskriftir í frítíma mínum. Þessi áhugamál gefa mér færi á að slaka á, læra nýja hluti og fá útrás fyrir sköpunargáfuna.“ Mikilvægt að koma vel fyrir Khaled vinnur í þjónustugeiranum og sérhæfir sig í þjónustu við við- skiptavini. „Ég nýt þess að eiga samskipti við viðskiptavini og legg mig alltaf fram um að koma vel fyrir. Hvort sem ég er að vinna á hóteli eða að aðstoða viðskiptavini í verslunum. Ég tel að það að koma vel fyrir og vera aðgengilegur sé lykillinn að því að því að veita framúrskarandi þjónustu,“ segir hann. Þessi viðhorf Khaleds sýna sig meðal annars í því að hann er allt- af f lottur í tauinu og hugsar út Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Justin Bieber kátur í bútasaums­ teppinu góða. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY thordisg@frettabladid.is Kanadíski söngvarinn Justin Bie- ber mætti til leiks sveipaður litríku bútateppi yfir svört jakkaföt sín í eftirpartí tímaritsins Vanity Fair eftir afhendingu Óskarsverðlaun- anna á mánudaginn. Hann sýndi teppið þó ekki á rauða dreglinum þar sem hann gekk ekki heldur með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Hailey Bieber. Hjónin hafa verið í fréttum undanfarið eftir að út spurðist að Hailey og vinkona hennar, fyrir- sætan Kylie Jenner, hefðu gert gys að augabrúnum söngkonunnar Selenu Gomez á samfélagsmiðl- inum Tik Tok í enda febrúar. Sel- ena er fyrrverandi kærasta Justins Bieber sem kann því illa þegar fólk er lagt í einelti og hefur verið sagður ósáttur við konu sína vegna þessara meintu illdeilna. Hann var sagður líta út fyrir að vera hrelldur þetta kvöld á Óskarnum. Í kjölfarið hefur Hailey misst yfir milljón fylgjendur enda þóttu ummæli hennar hatursfull. Justin hefur líka fengið að kenna á þessu ljóta baktali og meðal annars kyrj- uðu áhorfendur „Til fjandans með Hailey Bieber“ þegar hann steig á svið með Don Toliver. Í millitíðinni hefur söngvarinn þó birt myndir af þeim hjónum til að sýna að hann stendur með konu sinni og skrifað við eina þeirra: „Luv u baby.“ n Tepptur í partíi  KYNN INGARBLAÐ Kynningar: OsteoStrong, Breiðu bökin, Saga Natura, Mulier. FIMMTUDAGUR 16. mars 2023 Heilsurækt Pálína Pálsdóttir hefur heiðarleikann að l ðarljósi og þykir skemmtilegast að miðla þekkingu sinni um heilbrigði til almennings. Hér er hún með son sinn Hendrik í fanginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ástfangin af spegilmynd sinni og líkama Lífsstílsleiðbeinandinn Pálína Pálsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins þegar kemur að heilsurækt. Hún er sögð koma með sólina inn í lífið og stefnir að því að gera Ísland að hamingjusamasta landi í heimi. thordisg@frettabladid.is„Ég er afar ástfangin af spegilmynd minni fyrir utan að mér finnst ég vera aðeins of grönn. Eftir að ég breytti mataræði mínu og lífsstíl er ég varla með neinar bólgur. Ég dýrka að horfa á líkama minn og vita að hann er hamingjusamur og flæðið gott. Bólguástand skiptir svo miklu máli fyrir líkamlega heilsu, og ég hef ekki orðið veik síðan ég fékk Covid fyrir hálfu öðru ári, fyrir utan svæsna gubbu- pest um daginn.“ Þetta segir lífsstílsleiðbein- andinn Pálína Pálsdóttir, spurð hvernig henni lítist á spegilmynd sína og líkamsform.Pálína er með góðan boðskap til þjóðarinnar.„Þó svo að margir væru til í að gleyma því að Covid hafi nokk- urn tímann átt sér stað er það því miður ekki raunin. Í Covid staðnaði þjóðfélagið í heild sinni og einnig líkamar okkar. Mörg okkar fengu ekki að vinna, nánast enginn fékk að fara í líkamsrækt né sund, og öll skipulögð hreyfing var lögð niður. Flæðið stopp- aði því ekki bara í samfélaginu heldur einnig í líkömum þjóðar- innar. Ef við erum ekki með f læði í líkamanum nær blóðið ekki að f lytja súrefni til margra líffæra og vefja sem gerir að verkum að við verðum þreyttari og nennum minna. Sogæðavökvinn leikur ekki heldur lausum hala um líkamann og getur ekki hreinsað út rusl sem byggist upp í líkama okkar við niðurbrot og efni sem við innbyrðum í gegnum mat og f leira. Gott blóðflæði og gott sogæðaflæði er undirstaða lífs og til að geta komið í veg fyrir alls kyns lífsstílssjúkdóma er mikil- vægt að sinna þessum þáttum vel. Ofan á þessa stöðnun herjaði svo vírusinn á ónæmiskerfið sem vann hörðum höndum við að endurheimta heilsuna,“ greinir Pálína frá.Hún segir þjóðina enn vera að hlúa að sárum Covid.„Heilbrigðiskerfið nær ekki að halda jafnvel utan um okkur og við þurfum á að halda og jafn- vel þótt gert væri grín að því í Áramóta skaupinu er það því miður staðreynd. Við þurfum því að vera duglegri að axla ábyrgð á eigin heilsu og mikilvægt að fræðast um hvað sé gott að borða og hvað ekki til að lifa sem heilsu- samlegast. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að unnar matvörur, og ekki síst unnar matarolíur, geta verið afar skaðlegar fyrir heilsuna, valdið bólgum í líkamanum sem svo minnka f læði og þar með getu ónæmiskerfisins til að ráðast á veikindi sem koma inn fyrir varnir líkamans.“  HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 18 Mottumars á flug ytra eftir tíst frá Haraldi 5 3 . T Ö L U B L A Ð | 2 3 . Á R G A N G U R | MENNING| | 19 ÍÞRÓTTIR | | 14 MARKAÐURINN | | 9 LÍFIÐ | | 22 Mun ekki sleppa óskaddaður Litagleði Heklu Daggar F I M M T U D A G U R 1 6 . M A R S| Að reka flesta lands- menn aftur í verðtrygg- ingu vinnur gegn markmiði Seðlabank- ans. Breki Karlsson, formaður Neytenda­ samtakanna Heiðrar minningu móður sinnar Sparaðu tíma og gerðu einfaldari innkaup á netto.is ER Á REYKJAVÍKURVEGIÍ HAFNARFIRÐI LÆGSTA VERÐIÐ Í F FIRÐI E E I I Hvalaskoðunarvertíðin á Húsavík er hafin og hafa ferðamenn ekki látið kuldatíðina síðustu daga stoppa sig. Það sem af er mars hefur meðal annars sést til háhyrninga og steypireyða. Á sunnudag voru aðstæður í flóanum einstakar og mikið sjónarspil þegar Náttfari sigldi úr höfn út á ísilagðan flóann. „Gestir okkar voru mjög vel klæddir og við pössuðum upp á að hafa nóg af kakói og hafa það nógu heitt,“ segir Arngrímur Arnarson, markaðsstjóri Norðursiglingar. MYND/ARNGRÍMUR ARNARSON Af borgun fasteignaláns hjá skjólstæðingi Neytendasam- takanna hækkaði úr 370.000 krónum í 540.000. Lausnin er að færa sig í verðtryggt lán. bth@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um 170 þúsund krónur á tíu mánuðum. Að sögn formanns Neytendasam- takanna, Breka Karlssonar, leitaði maður til samtakanna sem tók 70 milljóna króna húsnæðislán á breyti- legum vöxtum. Hann byrjaði að borga af láninu í maí í fyrra, greiddi þá 370.000 krónur á mánuði. Eftir hrinu stýrivaxtahækkana Seðla- bankans hefur mánaðarleg afborgun mannsins hækkað í 540.000 krónur eða um 170.000 krónur. Á ársgrunni nemur hækkunin rúmum tveimur milljónum króna. Maðurinn þarf vegna skatta að auka tekjur sínar um rúmar 3,7 milljónir króna til að standa í skilum. Staða mannsins versnar enn í næstu viku þegar spáð er verulegri vaxta- hækkun. Að sögn Breka er eina úrræði fólks í svipuðum sporum að endursemja við lánastofnanir og breyta í verð- tryggð lán. „En þá bíta seðlabankavextirnir minna en ella. Að reka flesta lands- menn aftur í verðtryggingu vinnur gegn markmiði Seðlabankans um að ná niður vöxtum.“ SJÁ SÍÐU 4 Afborgun húsnæðisláns upp um nærri 170 þúsund krónurSKÓLAMÁL „Við eigum að sitja saman í eins konar lobbíi sem lítur út eins og f lugstöð eða mathöll með tölvurnar okkar fyrir framan alla,“ segir Arngrímur Vídalín Stefáns- son, forsvarsmaður undirskrifta- söfnunar gegn því að kennarar við Háskóla Íslands missi einkaskrif- stofur sínar. Yfir þrjú hundrað hafa undir- ritað áskorunina. „Þetta er stærsta kjaramál háskólakennara frá upp- hafi,“ segir Arngrímur. SJÁ SÍÐU 2 Ósátt við að missa einkaskrifstofur Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor við HÍ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.