Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2023, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 16.03.2023, Qupperneq 26
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Fatahönnuðurinn Bára Atla er sú þrjóskasta undir sól- inni. Hún stofnaði tískuhús í stað þess að kaupa sér íbúð, hannar kjóla sem gera allar konur glæsilegar og hefur selt aðhaldssamfelluna sína í þúsundavís. „Ég hef alltaf haft áhuga á að sauma og vinna með höndunum. Á yngri árum stundaði ég að kaupa notaðar f líkur í Kolaport- inu og breyta þeim eftir henti- semi – bæta við blúndu að neðan, þrengja, stytta og jafnvel sauma tvær til þrjár f líkur saman í eina svo þær myndu klæða mig eins og ég vildi að þær klæddu mig. Í menntaskóla fór mig svo að langa í f líkur sem ég fann ekki í búðum á Íslandi og fór þá að sauma mér klæðnað fyrir hin og þessi tilefni. Eftir nokkur ár af því kviknaði áhugi hjá mér á að prófa að selja saumaskapinn minn og þá varð ekki aftur snúið.“ Þetta segir fatahönnuðurinn Bára Atla sem stendur á þrítugu og er fædd og uppalin í Breiðholtinu. „Ég hef almennt gaman af lífinu og elska vinnuna mína. Ég er sjúklega stolt af sjálfri mér fyrir að hafa á sínum tíma þorað að hoppa út í djúpu laugina og opna mína fyrstu verslun á Laugaveginum. Valið stóð á milli þess að kaupa mér mína fyrstu íbúð eða skella íbúðarsparnaðinum í að kaupa milljón metra af efnum, fara út í eigin rekstur og opna verslun,“ segir Bára sem hélt að það væri nóg að opna búð á Laugaveg- inum og þá kæmu kúnnar inn í hrönnum til að kaupa það sem hún væri að selja. „En það var heldur betur ekki þannig og ófá tárin sem runnu fyrsta árið þegar ég sat ein á Laugaveginum án þess að inn kæmi kúnni heilu dagana. Þá var annaðhvort að duga eða drepast, gjöra svo vel að læra markaðs- setningu eða loka þessari búllu. Sem betur fer er ég það þrjóskasta undir sólinni, lærði að markaðs- setja búðina betur og betur, og gat á endanum flutt úr 60 fermetrum á Laugavegi yfir í 600 fermetra í Mörkinni þar sem við erum með verslunina og saumastofu í dag,“ segir Bára innan um glæst efni, munstur og snið á saumastofu sinni. Fallegt fyrir allan vöxt Bára er mikil kjólakona og sést mun oftar í fallegum og þægi- legum kjól og kápu, frekar en buxum og bol. „Það er dagamunur á því hvernig ég vil klæða mig og þótt ég eigi mér enga eina uppáhalds f lík á ég mér nokkur uppáhalds snið. Fötin sem ég hanna eru mjög svo kvenleg. Ég reyni alltaf að undirstrika að manni eigi að líða vel í f líkunum sem maður klæðist. Svo vöndum við valið á efnunum sem við vinnum með og reynum að nota eingöngu efni sem endast og endast, breytast ekki við þvott og hægt er að nota í ræmur án þess að sjáist á þeim,“ segir Bára sem hannar glæsilega kjóla, kápur og f leira fyrir konur í öllum stærðum. „Það skiptir mig miklu máli að kona í hvaða stærð sem er geti labbað inn til okkar í Brá Verslun og fundið eitthvað fallegt sem klæðir hennar vöxt. Alveg sama í hvaða stærð eða hæð hún er. Stærðir eiga ekki að skipta neinu máli og því reyni ég að einbeita mér að því að hanna góð snið sem henta f lestu vaxtarlagi. Kosturinn við okkar hönnun og framleiðslu felst að miklu leyti í því að sauma- stofan okkar er á sama stað og verslunin í Reykjavík og því getum Setti íbúðarsparnaðinn frekar í tískuhús Glæsilegur fjólublár síðkjóll. við stytt, þrengt eða aðlagað flest snið eftir líkama hvers og eins. Útlit er hugarástand Þegar Bára Atla hannar f líkur hugsar hún fyrst og fremst um þægindi og það að manneskjan sem klæðist þeim öðlist aukið sjálfsöryggi. „Það er klárlega þannig að þegar manni líður vel – þá lítur maður betur út. Það er eitthvað við það að klæða sig örlítið upp – þótt það sé bara varalitur eða uppáhalds háls- menið – því sjálfsöryggi getur gjör- breytt útliti manns þann daginn. Það þekkja líklegast allir hvað ein óþægileg f lík getur skemmt fyrir manni daginn – krullaður sokkur í skónum eða snúin brók – og maður getur orðið geðvondur í heilan dag. Útlit er nefnilega ekkert annað en hugar- ástand og ef manni líður vel þá blómstrar maður,“ segir Bára sem sökum annríkis er hætt að taka að sér sérsaum, en hún sér um alla hönnun og markaðssetningu á merki sínu Brá, ásamt því að panta allt sem þarf til að reka saumastofu og verslanir í Reykja- vík og á Akureyri, á meðan flinkt starfsfólk hennar sér alfarið um framleiðsluna heima og ytra. Spurð um vinsælustu flíkina sem hún hefur hannað, svarar Bára: „Það er algjörlega óvænt og óvart aðhaldssam- fellan góða. Mig vantaði f lott „outfit“ fyrir partí árið 2017 og saumaði mér svartan mesh-kjól með blúndurúllukraga. Mig sárvantaði svo eitthvað undir þennan gegnsæja kjól og skellti saman samfellu úr þéttu spandex-efni sem ég átti afgangs og saumaði blúndu ofan á hana því ég nennti einfaldlega ekki að sauma á hana mjóa hlýra. Þessi blessaða samfella hefur æ síðan gjör- samlega tröllriðið öllu, selst upp trekk í trekk síðastliðin sex ár og tæp 6.000 eintök seld!“ n Aðhalds- samfellan góða sem frá fyrstu tíð hefur selst eins og heitar lummur. Þokkafullur kjóll með fögru mynstri. Það skiptir mig miklu máli að kona í hvaða stærð sem er geti labbað inn til okkar og fundið eitthvað fallegt sem klæðir hennar vöxt. Hér er Bára Atla í glæstum kjól utan yfir buxur. Fallegir litir, mynstur og kvenlegir kjólar. Nýjasta tískan fyrir vor og sumar komanda. Hér má sjá vin- sælustu sniðin. MYNDIR/AÐ- SENDAR Bára Atla grét ófáum tárum fyrsta árið sem hún rak búðina á Laugavegi, en gafst ekki upp og hélt áfram á þrjóskunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 6 kynningarblað A L LT 16. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.