Fréttablaðið - 16.03.2023, Síða 35

Fréttablaðið - 16.03.2023, Síða 35
TÓNLIST Borgar Magnason Come Closer Jónas Sen Borgar Magnason er kontrabassa­ leikari og hljóðfærið hans er í aðalhlutverki á nýjum geisladiski sem kom á streymisveitur fyrir skemmstu. Útgáfan inniheldur sex verk. Þrátt fyrir að Borgar hafi hlotið klassíska menntun er tónlist hans ekki „akademísk“ – ef svo má að orði komast. Framvindan, sem er einkennis­ merki klassískrar fagurtónlistar, er víðs fjarri. Með framvindu er átt við stef eða annað tónefni sem fer í gegnum umbreytingar, þróast í til­ tekna átt, rétt eins og atburðarás í skáldsögu eða kvikmynd. Hér er hins vegar kyrrstaða, stemning, jafn­ vel hugleiðsla. Grípandi bassahljómur Fyrsta verkið, Time to Move On, er mjög grípandi. Þykkur bassa­ hljómur liggur til grundvallar allan tímann, og yfir honum ómar einfalt þriggja nótna stef sem er endurtekið í sífellu, með eilitlum breytingum og tilbrigðum. Bassahljómurinn er þó kvikur og skapar hrífandi lita sin­ fóníu. Borgar er frábær bassaleikari og leikur hans er markviss og áleit­ inn. Ég veit ekki hve margar hljóð­ rásir eru í laginu, en þær eru fleiri en ein og fleiri en tvær. Heildarhljóm­ urinn er þéttur og lætur vel í eyru. I Must Tell You, næsta lag, er allt öðru vísi. Einfaldur taktur er þar undirstaðan, og við hann fer Borgar með ljóð sem byggir að miklu leyti á endurtekningum. Hrynjandin er skemmtileg og ljóðaupplesturinn, eins konar söngles, er forvitnilegur. Einnig hér er sterk heildarmynd. Dulúðin ræður ríkjum Í þriðja laginu, Going Gone, ræður dulúðin ríkjum. Aðeins einmana­ legt stef ræður ríkjum, við brot­ hættan undirleik. Tóntegundin er bara ein, h­moll. Og samt leiðist manni ekki. Breiður kontrabassa­ leikurinn er svo innilegur og tilfinn­ ingaþrunginn að maður getur ekki annað en hrifist með, farið með tón­ listinni í ferðalag sem liggur djúpt inn á við. In Your Eyes, fjórða lagið, er til­ raunakenndara. Titrandi sínustónn fléttast saman við plokkaða kontra­ bassastrengi, og við þessa hljóð­ mynd syngur Borgar. Kannski er það hið sísta á geisladiskinum, því söngurinn er ekki sérlega hnitmið­ aður og kemur ekki vel út. Röddin er miklu betri í næsta lagi, Object of Desire, en þar er aðeins talað tiltölulega stutt. Fáeinar setn­ ingar gefa tóninn fyrir langa hug­ leiðslu djúpra bassatóna, en fyrir ofan þá svífa viðkvæmir f lautu­ tónar. Það er afar fallegt. Ekki hægt að þegja yfir Í lokalaginu, Come Closer, myndar hljóðfæraleikurinn eins konar vindhljóð, sem liggur til grund­ vallar leitandi tónahendingum. Þetta væri frábær kvikmyndatón­ list. Stemningin er mjög myndræn og tónavefurinn litríkur, þrátt fyrir hljómalega kyrrstöðu. Merking er í hverjum tóni, tónarnir segja hver sína sögu. En hver er hún? Victor Hugo sagði eitt sinn að tón­ list væri um eitthvað sem ekki er hægt að koma orðum að, en er heldur ekki hægt að þegja yfir. Maður heyrir að Borgari liggur margt á hjarta, og skáldskapurinn hans kemst fyllilega til skila í mögnuðum flutningi. n NIÐURSTAÐA: Mjög falleg tónlist. Spurt um merkingu tónlistarinnar Hekla Dögg segist hafa fundist það spennandi að komast að því hvernig litakerfin tvö, CMYK og RGB, virka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hekla þakti veggi gallerísins BERG Contemp­ orary með stórum pappírs­ renningum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Listamaðurinn Hekla Dögg Jónsdóttir byggði listasýningu í BERG Contemporary á ólíkum litakerfum. tsh@frettabladid.is Hekla Dögg Jónsdóttir sýnir verk sem byggjast á litakerfum á sýning­ unni Kerfi í BERG Contemporary. Kerfin sem um ræðir eru hin svo­ kölluðu CMYK­ og RGB­litakerfi, sem notuð eru annars vegar í prent­ tækni og hins vegar í raftækjum eða ljóstækni. „Það sem mér fannst svo spenn­ andi, sem er kannski út af því að ég sjálf er ekki málari, er hvernig þessi tvö litakerfi virka, hvernig þau eru bæði ólík og eins,“ segir Hekla. Svart og hvítt CMYK (borið fram sem smikk) er svokallað frádrægt litakerfi en skammstöfunin stendur fyrir cyan (blágrænn), magenta (vínrauður), yellow (gulur) og key black (lykil­ svartur). Þegar prentað er á hvítan flöt er hvíti liturinn skilgreindur sem litleysa en allir þrír litirnir saman­ lagðir mynda svartan. „Í litakerfi prentunar sem fer annað hvort á hvítt blað eða hvítan striga, þá er hvíti liturinn núllpunkt­ ur. Fræðilega ef maður myndi blanda gulum, vínrauðum og blágrænum, þá ætti að verða úr því einhvers konar svartur litur,“ segir Hekla. Hitt kerfið sem hún vinnur með á sýningunni, RGB, er svokallað við­ lægt litakerfi sem er meðal annars notað í sjónvörpum, stafrænum myndavélum og skönnum. „Það er rautt, grænt og blátt. Þá byrjarðu á svörtum sem núllpunkti, sem er myrkrið, og endar á hvítum eftir að þú blandar öllum litunum saman. Mér sjálfri fannst þetta voða heillandi, að þetta sé allt í raun bara svart og hvítt,“ segir Hekla. Prent í arkitektúrstærð Verkin sem Hekla sýnir eru meðal annars stór pappírsverk sem hún hefur þakið veggi BERG Contemp­ orary með. Um er að ræða bómull­ arpappír með gouache­litum sem eru handprentaðir með svokallaðri marmoringu (e. marbling) sem er aðferð sem var gjarnan notuð á bókarkápur. „Þá setur maður liti ofan á vatn sem er búið að þykkja aðeins og þá f ljóta litirnir ofan á vatninu. Í stað þess að blandast í vatninu eins og gerist í prenturunum okkar, þá mætast litirnir. Þá er ég kannski líka svolítið að leika mér með lita­ fræðina sjálfa að í prenti myndist allir litir, því hér myndast þeir ekki heldur mætast þeir bara,“ segir Hekla. Marmorering er þekkt aðferð úr prenttækni en sést vanalega ekki á svo stórum skala enda er Hekla að vinna með arkitektúrstærð til að þekja veggi gallerísins. Þá þurfti hún að leita sérstakra leiða til að geta prentað á svo stóran pappír. „Ég byggði stóra sundlaug og svo eftir að maður er búinn að setja litina í þá notar maður sérstaka greiðu sem maður greiðir í svona munstur til þess að litirnir dragist saman. Þá sér maður hvernig þeir blandast ekki. Svo tek ég pappírinn sem ég er búin að þekja álsalti og set hann beint ofan á. Svo er það bara þetta augnablik þegar hann mætir yfirborðinu sem hann tekur það Heilluð af litum Auðvitað er þetta mjög sjónrænt allt saman en ég vissi ekki að þetta yrðu svona rosalega gleðilegir litir. sem er þar og svo er ekkert aftur snúið. Ég veit aldrei alveg hvað er að fara að gerast. Ég var oft að reyna að stjórna litunum en þeir taka alltaf yfir,“ segir hún. Þegar litirnir prentast á pappír­ inn myndast fjölbreytt og einstök mynstur í ólíkum litum. „Auðvitað er þetta mjög sjónrænt allt saman en ég vissi ekki að þetta yrðu svona rosalega gleðilegir litir. Ég hefði kannski átt að átta mig á því en ég var ekkert alveg viss. Svo er líka svo skemmtilegt að litirnir eru misákveðnir. Guli hann bara dreifir úr sér eins og sólin á meðan að svarti er eins og svarthol,“ segir Hekla. Litir og ritmál Í innsta sýningarsal BERG Con­ temporary er Hekla með þriggja rása vídeóverk þar sem hún varpar myndbandi af ölduróti í þremur mismunandi litum RGB­kerfisins. „Þar er ég með þrjár varpanir þar sem ég er með sömu vídeómynd í rauðu, grænu og bláu og varpa þeim hverri yfir aðra. Ég er sem sagt að setja þessa þrjá liti saman til þess að reyna að mynda litleysu og í raun og veru ætti þetta að verða alveg hvítt,“ segir hún. Þá vann Hekla tvö verk á sýning­ unni í samstarfi við rithöfundinn og listamanninn Ragnar Helga Ólafsson. Verkin heita Sex sjónar­ horn á svart og Sex sjónarhorn á hvítt og samanstanda af ljósum og hreyfanlegum renningum þar sem ljóðtexti eftir Ragnar Helga ferðast hring eftir hring. „Ragnar Helgi skrifaði textann sérstaklega fyrir verkin og lita­ kerfin tvö. Annað verkið er svart og hitt er hvítt og þau vísa þá annars vegar í frádræga CMYK­litakerfið og hins vegar í viðlæga RGB­litakerfið. Textaverkin eru mjög svipuð en með smá greinarmun og lýsa hvoru kerfinu fyrir sig, en eru höfundar­ verk Ragnars. Þá er ég kannski að lokum að vísa til þess að í sýning­ unni eru nokkur kerfi í gangi og eitt þeirra er ritmálið. Þess vegna fannst mér mjög mikilvægt að fá rithöfund til að skrifa þetta,“ segir Hekla. n FRÉTTABLAÐIÐ MENNING 1916. MARS 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.