Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 2

Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 2
Það er rétt að í ákveðn- um hverfum er staðan ekki eins og við hefð- um viljað hafa hana. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Háskóli Íslands er með sitt eigið fasteignafélag. Karl Pétur Jónsson, upp- lýsingafulltrúi Framkvæmda- sýslunnar Jóhannes Nordal kvaddur Útför Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra til þrjátíu og tveggja ára, fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Kistuberar voru Ingimundur Friðriksson, Jónas Þór Guðmundsson, séra Anna Sigríður Pálsdóttir, Már Guðmundsson, Friðrik Sophusson, Ásgeir Jónsson, Guðrún Pétursdóttir og Davíð Oddsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Teg. 230. Langborð 200 x 98 og 240 x 98 stækkun 2x 50cm reykt eik og nature eik. kristinnhaukur@frettabladid.is MENNTAMÁL Fasteignir Háskóla Íslands heyra ekki undir Fram- kvæmdasýsluna - Ríkiseignir, að sögn Karls Péturs Jónssonar, upp- lýsingafulltrúa stofnunarinnar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá stendur styr um einkaskrifstofur háskólakennara eftir ákvörðun um að nýtt húsnæði verði með sam- eiginleg vinnurými. Í undirskrifta- söfnun er spjótum beint að Fram- kvæmdasýslunni. „Háskóli Íslands er með sitt eigið fasteignafélag,“ segir Karl Pétur og vísar til að Háskólinn fylgi viðmið- um fjármálaráðuneytisins. „Í þeim tilvikum þegar við búum til aðstöðu fyrir skrifstofur á vegum ríkisins fylgjum við þessum viðmiðum,“ segir hann. Sérfræðingur á vegum Framkvæmdasýslunnar hafi hins vegar fundað með háskólafólki um verkefnamiðað vinnuumhverfi. n Stýra ekki stefnu Háskóla Íslands Borgarstjóri útilokar ekki að borgin taki upp greiðslur til foreldra ef börn fá ekki inni á leikskóla. Aldrei orðið til fleiri ný pláss en nú að hans sögn. bth@frettabladid.is katrinasta@frettabladid.is REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að aldrei hafi verið opnaðir eins margir leikskólar í borginni og síðasta árið. Síðast í gær var Dagur viðstaddur opnun nýs leikskóla, Strákaborgar. „Við höfum aldrei opnað eins marga leikskóla, um 500 pláss. Vandinn er endurgerð og viðhalds- verkefni margra skóla,“ segir Dagur. Hörð mótmæli eru í gangi vegna skorts á leikskólaplássum. Móðir í Vesturbænum sem rætt var við á Hringbraut í gær segir ástandið valda atgervisflótta ungs barnafólks út fyrir landsteinana. „Það er rétt að í ákveðnum hverf- um er staðan ekki eins og við hefð- um viljað hafa hana,“ segir Dagur. „Þess vegna brúum við nú bilið og bætum við plássum.“ „Framsókn vill eyða biðlistum eftir leikskólaplássum“, var eitt af markmiðum Framsóknarflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Slagorðið „Er ekki kominn tími á breytingar í borginni?“ er talið hafa átt þátt í að Framsóknarmenn unnu sigur og fengu fjóra borgarfulltrúa. Breytingar á leikskólavanda borgar- innar hafa þó ekki færst í rétta átt. Á vef Framsóknarflokksins segir að f lokkurinn vilji „styðja við for- eldra með því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla“. „Einn- ig vill Framsókn tryggja styrki til foreldra sem ekki eru með börn hjá dagforeldri eða í leikskóla.“ Hafn- arfjörður og Garðabær hófu slíkar heimgreiðslur nýverið. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur enn ekki staðfest slík áform. Spurður hvað skýri drátt á lausn á vanda leikskólabarna með Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar- flokksins, í meirihlutasamstarfinu, segir Dagur að heimgreiðslur hafi verið ræddar í borgarstjórn. „Við höfum ekki tekið ákvörð- un,“ segir Dagur og útilokar ekki að borgin taki greiðslurnar upp síðar meir. „Mér fannst stóru tíðindin í síð- ustu kosningum að allir f lokkar voru sammála um það í fyrsta skipti að stefna að því að öll börn fengju leikskólapláss við 12 mánaða aldur.“ Björg Sigurvinsdóttir, skólastjóri Lundarsels – Pálmholts á Akureyri, segir mikilvægt að foreldrum verði gefinn kostur á að vera lengur en 12 mánuði heima í fæðingarorlofi. Það mætti lengja orlofið í skref- um, fyrst í 18 mánuði, svo upp í 24 mánuði,“ segir Björg. Hvorki náðist í Einar Þorsteins- son, oddvita Framsóknarmanna og formann borgarráðs, né Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur borgar- fulltrúa. n Í skoðun hvort Reykjavík taki upp heimgreiðslur Sem stendur fellur nánast undir forréttindi ef barn í Reykjavík fær inngöngu á leikskóla um 12 mánaða aldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR gar@frettabladid.is BESSASTAÐIR Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, voru í gær færðir mislitir sokkar til að minna á alþjóðlega Downsdaginn sem er á þriðjudaginn. Það var hann Jón Árni sem gaf for- setanum sokkana við skemmtilega athöfn á Bessastöðum og þær Arna Dís og Katla Sif færðu Guðna glæsi- lega boli með áprentuðum myndum af þeim sjálfum. Forsetinn klæddist sokkunum vitaskuld strax. Þeir eru mislitir til að minna á að mann- fólkið er ekki allt eins. n Jón Árni færði forsetanum sokka Afar vel fór á með forseta Íslands og þeim Örnu Dís, Kötlu Sif og Jóni Árna á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.