Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 2
Það er rétt að í ákveðn- um hverfum er staðan ekki eins og við hefð- um viljað hafa hana. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Háskóli Íslands er með sitt eigið fasteignafélag. Karl Pétur Jónsson, upp- lýsingafulltrúi Framkvæmda- sýslunnar Jóhannes Nordal kvaddur Útför Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra til þrjátíu og tveggja ára, fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Kistuberar voru Ingimundur Friðriksson, Jónas Þór Guðmundsson, séra Anna Sigríður Pálsdóttir, Már Guðmundsson, Friðrik Sophusson, Ásgeir Jónsson, Guðrún Pétursdóttir og Davíð Oddsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Teg. 230. Langborð 200 x 98 og 240 x 98 stækkun 2x 50cm reykt eik og nature eik. kristinnhaukur@frettabladid.is MENNTAMÁL Fasteignir Háskóla Íslands heyra ekki undir Fram- kvæmdasýsluna - Ríkiseignir, að sögn Karls Péturs Jónssonar, upp- lýsingafulltrúa stofnunarinnar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá stendur styr um einkaskrifstofur háskólakennara eftir ákvörðun um að nýtt húsnæði verði með sam- eiginleg vinnurými. Í undirskrifta- söfnun er spjótum beint að Fram- kvæmdasýslunni. „Háskóli Íslands er með sitt eigið fasteignafélag,“ segir Karl Pétur og vísar til að Háskólinn fylgi viðmið- um fjármálaráðuneytisins. „Í þeim tilvikum þegar við búum til aðstöðu fyrir skrifstofur á vegum ríkisins fylgjum við þessum viðmiðum,“ segir hann. Sérfræðingur á vegum Framkvæmdasýslunnar hafi hins vegar fundað með háskólafólki um verkefnamiðað vinnuumhverfi. n Stýra ekki stefnu Háskóla Íslands Borgarstjóri útilokar ekki að borgin taki upp greiðslur til foreldra ef börn fá ekki inni á leikskóla. Aldrei orðið til fleiri ný pláss en nú að hans sögn. bth@frettabladid.is katrinasta@frettabladid.is REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að aldrei hafi verið opnaðir eins margir leikskólar í borginni og síðasta árið. Síðast í gær var Dagur viðstaddur opnun nýs leikskóla, Strákaborgar. „Við höfum aldrei opnað eins marga leikskóla, um 500 pláss. Vandinn er endurgerð og viðhalds- verkefni margra skóla,“ segir Dagur. Hörð mótmæli eru í gangi vegna skorts á leikskólaplássum. Móðir í Vesturbænum sem rætt var við á Hringbraut í gær segir ástandið valda atgervisflótta ungs barnafólks út fyrir landsteinana. „Það er rétt að í ákveðnum hverf- um er staðan ekki eins og við hefð- um viljað hafa hana,“ segir Dagur. „Þess vegna brúum við nú bilið og bætum við plássum.“ „Framsókn vill eyða biðlistum eftir leikskólaplássum“, var eitt af markmiðum Framsóknarflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Slagorðið „Er ekki kominn tími á breytingar í borginni?“ er talið hafa átt þátt í að Framsóknarmenn unnu sigur og fengu fjóra borgarfulltrúa. Breytingar á leikskólavanda borgar- innar hafa þó ekki færst í rétta átt. Á vef Framsóknarflokksins segir að f lokkurinn vilji „styðja við for- eldra með því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla“. „Einn- ig vill Framsókn tryggja styrki til foreldra sem ekki eru með börn hjá dagforeldri eða í leikskóla.“ Hafn- arfjörður og Garðabær hófu slíkar heimgreiðslur nýverið. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur enn ekki staðfest slík áform. Spurður hvað skýri drátt á lausn á vanda leikskólabarna með Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar- flokksins, í meirihlutasamstarfinu, segir Dagur að heimgreiðslur hafi verið ræddar í borgarstjórn. „Við höfum ekki tekið ákvörð- un,“ segir Dagur og útilokar ekki að borgin taki greiðslurnar upp síðar meir. „Mér fannst stóru tíðindin í síð- ustu kosningum að allir f lokkar voru sammála um það í fyrsta skipti að stefna að því að öll börn fengju leikskólapláss við 12 mánaða aldur.“ Björg Sigurvinsdóttir, skólastjóri Lundarsels – Pálmholts á Akureyri, segir mikilvægt að foreldrum verði gefinn kostur á að vera lengur en 12 mánuði heima í fæðingarorlofi. Það mætti lengja orlofið í skref- um, fyrst í 18 mánuði, svo upp í 24 mánuði,“ segir Björg. Hvorki náðist í Einar Þorsteins- son, oddvita Framsóknarmanna og formann borgarráðs, né Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur borgar- fulltrúa. n Í skoðun hvort Reykjavík taki upp heimgreiðslur Sem stendur fellur nánast undir forréttindi ef barn í Reykjavík fær inngöngu á leikskóla um 12 mánaða aldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR gar@frettabladid.is BESSASTAÐIR Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, voru í gær færðir mislitir sokkar til að minna á alþjóðlega Downsdaginn sem er á þriðjudaginn. Það var hann Jón Árni sem gaf for- setanum sokkana við skemmtilega athöfn á Bessastöðum og þær Arna Dís og Katla Sif færðu Guðna glæsi- lega boli með áprentuðum myndum af þeim sjálfum. Forsetinn klæddist sokkunum vitaskuld strax. Þeir eru mislitir til að minna á að mann- fólkið er ekki allt eins. n Jón Árni færði forsetanum sokka Afar vel fór á með forseta Íslands og þeim Örnu Dís, Kötlu Sif og Jóni Árna á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.