Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 17
III. Nefndaskipanir og ályktanir.
1. Sjálfstæðis- og utanríJdsmálanefnd.
Kosin í nefndina: Gísli Sv.einsson, sýslumaður,
Thor Thors, alþm., frk. Maria Maack, Sigurður
Eggerz, bæjarfógeti, Guðmundur Björnsson, fyrrv.
sýslumaður, Benedikt Sveinsson, bókavörður, Jón
Björnsson, Þórshöfn, Hinrik Jónsson, Vestmanna>*
eyjum.
Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun:
„Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir eft-
irf arandi:
1. Flokkurinn hefir ávallt haft og hefir enn efst
á stefnuskrá sinni fullkomið sjálfstæði lands og
þjóðar.
2. Flokkurinn er algerlega samþykkur ályktun-
um Alþingis 1928 og 1937 í sjálfstæðismálinu, sem
sé, að íslenzka þjóðin eigi óhikað að neyta uppsagn-
arákvæðis sambandslaganna undir eins og lögin
heimila, og taka alla meðferð málefna sinna í eig-
in hendur.
3. Flokkurinn er einráðinn í því, að vinna að
lausn þessa máls á nefndum grundvelli, bæði inn á
við og út á við.
a) með því að efla meðvitund þjóðarinnar sjálfr-
ar um hið mikla hlutverk, er hennar bíður, og getu
hennar og dug til þess 1 hvívetna að standa sem
mest og bezt á eigin fótum, efnalega og menningar-
lega, og
b) með því að undirbúa utanríkismál og aðrar
fullveldisframkvæmdir Islendinga, heima og er-
15