Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 19
Þannig burtu frá þeim verkefnum, sem fyrir liggja.
4. Landsfundurinn telur brýna nauðsyn á því, að
sem fyrst verði bætt úr tekjuþörfum bæja- og
sveitafélaga, enda sé það lagt til grundvallar, að
eigi sé skertir tekjuöflunarmöguleikar þeirra af
beinum sköttum svo að til vandræða horfi fyrir þau.
5. Landsfundurinn telur nauðsynlegt að setja á-
kvæði, sem tryggi vissari og einfaldari innheimtu
ú beinum sköttum, til ríkis og bæja- og sveitafélaga,
°g telur eðlilegast, að þeir væru innheimtir af ein-
Uffi aðila, og þá helzt innheimtumönnum bæja- og
sveitafélaga, enda greiði ríkissjóður þóknun fyrir
innheimtu þeirra tekna, sem honum bera.
3. LandbúnaðarmáUinefnd:
Kosin í nefndina: Jón Pálmason, alþm., frú Guð-
rún Pétursdóttir, frú Ingibjörg Ögmundsdóttir, Da-
víð Þorsteinsson, Arnbjargarlæk, Mýrasýslu, Magn-
ús Þorláksson, Blikastöðum, Kjós, Gunnar Runólfs-
son, Rauðalæk, Rang., Guðm. Erlendsson, Núpi.,
Kang., Þorsteinn Bjarnason, Hurðarbaki, Borgar-
fjarðarsýslu, Sæmundur Jónsson, Fossi, Síðu.
Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun:
Landsfundur Sjálfstæðismanna skorar á þing-
menn flokksins og fulltrúa hans í ríkisstjórninni,
að beita sér fyrir því:
1. Að 17. gr. jarðræktarlaganna, um að jarð-
r®ktarstyrkurinn verði lagður sem kvöð á jarðir,
verði þegar afnumin, og ennfremur þær breyting-
ar gerðar á þeim lögum, að veittur verði styrkur
«1 þess að koma upp kartöflugeymslum og aukinn
styrkur til framræslu og þurkunar lands.
17