Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 20

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 20
2. Að bætt verði sem fyrst úr ágöllum þeim, sem komið hafa í ljós á afurðasölulögunum og fram- kvæmd þeirra, og stjórn þeirra mála fengin í hend- um félagsskap framleiðenda sjálfra. 3. Að greitt verði fyrir því, að enginn fiskiúr- gangur verði látinn fara forgörðum í landinu, held- ur hagnýttur til áburðar, svo sem bezt má verða. 4. Að gerðar verði ráðstafanir til þess að reisa rönd við því öfugstreymi og þeirri þjóðfélagshættu, sem af því stafar, að hópur manna gengur atvinnu- laus í kaupstöðum, samtímis því, sem ekla er á vinnuafli í sveitunum. 5. Að rannsakaðar séu gaumgæfilega leiðir til þess að greiða fyrir raforkumálum sveitanna og stuðla að framkvæmd þeirra, þegar möguleikar til þess verða fyrir hendi. 7. Að haldið verði í horfinu, eftir því, sem unnt er, um vegagerðir og aðrar samgöngubætur í sveit- um landsins, og yfirleitt kostað kapps um að greiða götu manna að hagnýtingu á náttúrugæðum sveit- anna til eflingar sjálfsbjargarviðleitni, öryggis og afkomu landsmanna. Ennfremur var samþykkt áskorun til þingflokks Sjálfstæðismanna um að taka til athugunar hver úrræði væru tiltækilegust varðandi .erlendan áburð og nýrækt landsmanna. 4. Verkcdýðsmálanefnd. Kosin í nefndina: Bjarni Benediktsson, prófessor, frú Jónheiður Eggerz, Akureyri, frú Soffía Ólafs- dóttir, Rvík, Sigurður Halldórsson, Rvík, Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði, Sveinn Jónsson, Rvík, 18 A

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.