Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Side 30
i
hluta fundar þarf til þess að taka á dagskrá önnur
mál en þau, sem miðstjórnin leggur fyrir.
Á landsfundi skal ræða landsmál og flokksmál,
og gera ályktanir um þau, eftir því sem ástæða þyk-
ir til.
2. Um skipun landsfundar skal fara þannig í
aðalatriðum, að tala fulltrúa frá hinum einstöku
kjördæmum fari eftir tölu sjálfstæðiskjósenda í
kjördæminu og komi 1 fulltrúi fyrir hverja 100
kjósendur flokksins og helmings brot þeirrar tölu
eða meira. Aldrei skulu þó vera færri en 2 fulltrúar
fyrir kjördæmi.
Auk þessa eiga sæti á landsfundi, flokksráðs-
menn, miðstjórnarmenn, þingmenn og fjármála-
ráð.
Miðstjórn skal að öðru leyti setja nánari reglur
um fulltrúaval í hinum einstöku kjördæmum.
II. Um Flokksráð.
1. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins skal skipað
einum manni fyrir hvert einmenningskjördæmi lands-
ins, tveim fyrir tvímenningskjördæmi og sex fyrir
Reykjavík, tilnefndum af kjósendum hlutaðeig-
andi kjördæma til fjögra ára í senn og fari ný til-
nefning fram eftir hverjar alþingiskosningar.
Hafi flokksráðsmaður ekki verið tilnefndur tveim
mánuðum ,eftir alþingiskosningar, skoðast fram-
bjóðandi eða frambjóðendur flokksins í kjördæmi
flokksráðsmenn.
Deyi ráðsmaður eða forfallist skal tilnefna ann-
an í hans stað. Ef þingmaður er ekki kjörinn flokks-
ráðsmaður, á hann þó sæti í flokksráði. Meðlimir
miðstjórnar og fjármálaráðs skulu ávallt eiga sæti
28