Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 34
trúnaðarmenn þess kjördæmis standa í sambandi
við það félag eða stjórn þess.
Þingmenn og frambjóðendur skipa trúnaðarmenn
í samráði við miðstjórn, hver í sínu kjördæmi, þar
sem til þess er ætlazt.
VIII. Um þmgframboð.
Flokksfélög og trúnaðarmenn, í samráði við sem
flesta kjósendur í kjördæmi, skulu tilnefna fram-
bjóðendur fyrir hönd flokksins við kosningar til
Alþingis, enda komi samþykki miðstjórnar til.
Auk þeirra ályktana, sem að framan hefir verið
getið, samþykkti fundurinn nokkrar áskoranir og til-
lögur, sem vísað var til miðstjórnar flokksins sérstak-
lega. — Þar á meðal var samþykkt svohljóðandi
tillaga frá skipulagsnefndinni um blaðaútgáfu á
vegum flokksins:
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktar að
skora á miðstjórnina að hefjast handa nú þegar
um útgáfu sérstaks flokksblaðs, þem algjörlega
sé rekið og gefið út á ábyrgð flokksins og höfuð-
áherzla sé lögð á það, að fylgja fram stefnumálum
flokksins.
V. Miðstjórnarkosning.
Samkvæmt flokksreglunum kaus landsfundur-
inn 4 menn í miðstjórn flokksins. Þessir hlutu kosn-
ingu:
ólafur Thors, atvinnumálaráðherra 123 atkv.
Bjarni Benediktsson, prófessor, 120 —
32