Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Side 41

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Side 41
athafnalaust, og skeöi þar ekkert sögulegt, nema ef vera skyldi það, að eitt allmikið deilumál var á þing- inu til lykta leitt, og enn á ný með sameiginlegum at- kvæðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins gegn atkvæðum jafnaðarmanna. Vorið 1938 kom þingið saman á ný. Þetta þing var enn sem fyrr athafnalítið. 39 fyrstu dagana sat það að mestu auðum höndum, en á 40. degi þingsins tók það rögg á sig og afgreiddi í skyndi á einum einasta degi merkilega löggjöf, er leiddi til lykta stóra og hættulega kaupdeilu. Og enn skeðu þau undur, að þetta einasta stórmál þingsins var afgreitt með sam- eiginlegum atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, en gegn atkvæðum Alþýðuflokksins. Nú var svo komið, að Alþýðuflokknum þótti bikarinn fullur, svo að eigi væri viðunandi að eiga mann í rík- isstjórninni, og nú loksins, nær ári eftir tilkynningu Haraldar Guðmundssonar á vorþinginu 1937, vék hann úr ríkisstjóminni. Framsóknarflokkurinn tók nú einn við stjóm. Fékk hann að vísu loforð Alþýðuflokksins um skilyrðisbund- inn stuðning, en samt sem áður var það öllum ljóst, °g þá einnig Framsóknarflokknum sjálfum, að þessi stjórn var mjög veik, og engar líkur vom til að hún niyndi reynast fær um að leysa þann vanda, sem fram- nndan lá á sviði þjóðmálanna, og töldu því allir víst, að tjaldað væri til einnar nætur. Það mun hafa verið skömmu eftir að Alþýðuflokk- nrinn tók sinn mann úr ríkisstjóminni, að báðir ráð- herrar Framsóknarflokksins komu að tali við mig, og orðaði forsætisráðherra þá hugmynd, að Sjálfstæðis- menn og Framsóknarmenn mynduðu sameiginlega stjórn. Ég kvaðst fús til að bera þetta undir Sjálf- 89

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.