Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 42

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 42
stæðisflokkinn, en lét jafnframt í ljós þá persónulegu skoðun mína, að fylling tímans væri ekki komin, og myndi slík samvinna þurfa að eiga lengri aðdraganda milli svo gamalla og gróinna andstæðinga, og féllu þá niður umræður um þetta í bili. Var þessi skoðun mín í samræmi við skoðun formanns 'Framsóknarflokks- ins, en milli okkar hafði þetta áður borizt í tal. 1 októbermánuði 1938 flutti ég ræðu í Varðarfélag- inu. Leiddi ég þar ýms rök að því, að eins og komið væri um hag þjóðarinnar ut á við og inn á við, þá yrði varla hjá því komizt, að hefja nánari samvinnu milli fyrri andstæðinga á sviði stjámmálanna, en taldi hinsvegar, að í þeim efnum væri það eðlilegt, að sá flokkur, sem með stjómina færi, hefði forystuna, þar eð slíkt væri þingræðisleg skylda hans. Skömmu eftir óskaði forsætisráðherrann eftir við- tali við mig, til þess að ræða þessi mál, en úr fram- kvæmdinni varð þó ekki fyrr en þingið kom saman í febrúar 1939. En þá í þingbyrjun nefncfu lýðræðis- flokkamir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn 4 menn hver, til þess að ræða um möguleikana fyrir samvinnu og þjóð- stjórn. Stóðu þær viðræður, sem kunnugt er, all-lengi yfir, en lauk með myndun þjóðstjórnarinnar 17. apríl síðastliðinn. Þetta eru í höfuðdráttum tildrögin til samvinn- unnar. Ég ætla nú að varpa fram þeirri spumingu, sem um þessar mundir var ofarlega í hugum margra Sjálf- stæðismanna: Gerði Sjálfstæðisflokkurinn rétt í því að ganga til samvinnu ? Til þess að svara réttilega þeirri spumingu, er nauð- 40

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.