Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 43
synlegt að gera sér grein fyrir því, hvemig komið var
um hag þjóðarinnar, og ætla ég því að leitast við með
fám dráttum að draga upp mynd af þjóðarhagnum,
eins og hann blasti við í febrúar 1939.
Á undanfömum ámm hafði verið samþykkt löggjöf
um fjárframlög til kreppuhjálpar fyrir bændur, út-
vegsmenn, bæjar- og sveitasjóði, alls um 15 milljónir
kr. 1 þessari löggjöf felst skýr dómur Alþingis um
hinar hörmulegu ástæður í atvinnu og fjármálalífi
þjóðarinnar, enda er sannleikurinn sá, að nær allir
útvegsmenn vom eignalitlir eða eignalausir, og mikill
þorri bænda einnig nauðuglega staddir. Þetta var al-
mennt viðurkennt. Hitt duldist miklu fremur, hversu
ótraustur grundvöllur var undir ýmsum öðmm verð-
mætum í þjóðfélaginu. Nefni ég þar til dæmis þá, sem
töldu sig vel efnum búna, ýmist af því, að þeir áttu
húseignir eða peninga. Þetta fólk taldi sig vera fyrir
utan áhættu framleiðendanna og hélt, að sínum eigum
væri vel borgið. Því láðist að athuga, að húseignir eru
lítils-virði þar sem atvinnureksturinn leggst í auðn.
Þeir sem skilja þetta ekki, fá gleggsta yfirsýn með
því að líta til ýmsra þorpa hér á landi, þar sem veg-
legar húseignir mega heita verðlausar, vegna þess, að
atvinnulíf hlutaðeigandi þorps er í rústum. Um pen-
inga gæta menn þess ekki, að þeir liggja ekki í gull-
klumpum í kjallarahvelfingum bankanna, heldur eru
þeir í atvinnulífinu, tryggðir með víxlum og öðmm
skuldaviðurkenningum atvinnurekendanna, en verð-
gildi þeirra fer að sjálfsögðu alveg eftir afkomu at-
vinnurekstrarins.
Sé nú litið á afkomuna í höfuðstaðnum, og það haft
hugfast, að sjávarútvegurinn hefir lengi verið grund-
völlurinn undir afkomu bæjarbúa, þá er viðhorfið held-
41