Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 50
að þegar ófriðurinn skall á, þá áttum við íslendingar
liggjandi birgðir af margvíslegum nauðsynjum, eins
og kolum, olíu og benzíni og matvöru, annari en sykri,
sem entist þörf þjóðarinnar í 4—6 mánuði. Má til
samanburðar benda á, að t. d. Norðmenn áttu af þess-
um vörum yfirleitt ekki nema þriggja mánaða birgð-
ir, og af benzíni aðeins hálfs mánaðar birgðir, og er
þó ólíkt saman að bera um aðstöðu þeirra til aðdrátt-
ar, þar sem þeir hafa gnægð f jár handa á milli, en við
stóðum með tvær hendur tómar.
Eftir að ófriðurinn hófst, fékk stjómin mörg ný,
óvænt og vandasöm viðfangsefni við að fást.
Fyrsta afleiðing ófriðarins varð hjá nágrannaþjóð-
unum sú, að yfirleitt var bannaður útflutningur á nær
öllum nauðsynjavörum. Stórfelld verðhækkun varð á
þeim, og auk þess var tekið fyrir alla lánsverzlun og
krafist staðgreiðslu á öllum vörum. Allt kallaði þetta
að sjálfsögðu á gagnráðstafanir frá okkar hendi, og
það skal fúslega játað, að því fór mjög f jarri, að rík-
isstjórnin réði yfir nauðsynlegri þekkingu til að glíma
við þessa örðugleika. Nágrannaþjóðimar höfðu svo
ámm skipti, sumar hverjar, búið sig undir það, sem
nú var yfir riðið, og notið til þess aðstoðar sérfræð-
inga sinna á öllum sviðum, og gátu því, þegar í stað,
er ófriðurinn braust út, gefið út lagafyrirmæli og
gripið til þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar töldust.
Við höfðum aftur á móti engan slíkan undirbúning og
tiltölulega litla aðstoð. Reyndum við að styðjast við
fordæmi annarra, eftir því sem við átti, en að öðru
leyti að ráða fram úr ógöngunum, eftir því sem við
höfðum vit á. Margar spumingar risu nú samtímis,
og allar kölluðu þær á svar viðstöðulaust, en mikið
48