Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 51

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Síða 51
gat oltið á því, að örðugleikamir væru teknir réttum tökum. Hvemig átti t. d. að skifta þeirri björg, sem til var í búinu? Hvemig átti að afla nauðsynja til landsins, þegar við vorum peningalausir og lántraustslitlir, en allir kröfðust staðgreiðslu ? Átti að taka upp landsverzlun, eins og 1917? Hvernig var hægt að halda uppi siglingum? Hvernig var hægt að halda uppi framleiðslu- starfsemi þjóðarinnar? Hvernig var hægt að draga úr innlendri verð- hækkun o. s. frv.? Já, allt kallaði þetta á viðstöðulaus svör, en þekkingin og reynzlan var, eins og ég gat um, tak- mörkuð. Ég get þess svona til fróðleiks, að í Noregi, þar sem ráðuneytin eru skipuð 12 mönnum, og hvert þeirra hefir á að skipa 2 forstjórum og mörgum skrifstofustjómm og tugum hæfra starfsmanna, þótti nauðsynlegt að skipa, vegna stríðsráðstafan- anna, nýtt ráðuneyti, sem hefir heila legio af starfs- mönnum á að skipa, og ætlað er að kosta muni um eina og hálfa miljón króna á ári, og voru þó Norð- menn á meðal þeirra* er í mörg ár höfðu búið sig und- ir að taka á móti ófriði. Við reyndum eftir atvikum að ráða fram úr vandkvæðunum. Fyrst var ákveðið að taka upp vöruskömmtunina, og sóttum við í þeim efnum for- dæmið til nágrannaþjóðanna, og höfðum þegar á síðastliðnu sumri aflað okkur allra gagna frá þeim varðandi skömmtunarskipulagið, og var því á til- tölulega skömmum tíma komið á hér. Má að vísu 49

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.