Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Side 63
að án góðs vilja og einlægni er samstarfið gagns-
laust.
Ég treysti því, að þeir sem bezt studdu samstarf-
ið, áður en ófriðurinn brauzt út, verði eigi þeir ó-
gæfumenn að missa fjöreggið úr höndum sér, nú
þegar heimurinn logar í ófriðarbáli, og stöðugt
nýir örðugleikar og jafnvel hættur steðja að okkar
litlu þjóð.
Við Sjálfstæðismenn munum a. m .k. aldrei láta
slíkt henda okkur.
Sjálfstæðismenn!
Við höfum nú samið vopnahlé og berum því
sverðin í slíðrum.
Við munum aldrei ganga á gefin grið eða rjúfa
eiða.
En til þess hefir eigi verið mælzt, og myndi raun-
ar engum tjá að gera, að við felldum niður baráttu
fyrir áhuga- og stefnumálum okkar.
Við teljum vel farið, að til samvinnu var gengið,
en okkur er vel ljóst, að fyrr ná höfuðmál okkar
ekki fram að ganga, en við ráðum einir í þessu
landi.
Strax og rofar til, sækjum við fast að því marki.
— Þess vegná látum við merkið aldrei niður falla,
heldur munum við berjast látlausri, drengilegri
baráttu fyrir stefnu og hugsjónamálum okkar, heill
og velferð fósturjarðarinnar.
Háttvirtu fulltrúar!
Að lokum bið ég ykkur að sameinast mér í ein-
hegri, hjartanlegri ósk um það, að forsjónin frelsi
61