Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Page 29

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Page 29
arflokkurinn hafa þótzt tryggja örugglega, að engin þingræðisstjórn yrði mynduð, þar eð flokkurinn taldi alveg víst, að Alþýðuflokkurinn myndi enn síður fall- ast á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Sósíalista- flokkinn en Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokk- inn. Hefir og síðan sannazt, að þetta var einmitt það, sem fyrir Framsóknarflokknum vakti. Hann studdi öðrum fremur stjórn Björns Þórðarsonar og hélt í hana dauðahaldi til lengstra laga. Þegar hann missti takið, er stjórnin, og þá væntanlega í heimildarleysi, baðst lausnar, reyndu Framsóknarmenn í lengstu lög að endurreisa hana. Þeir vildu hafa sem allra veik- asta stjórn og fátæklegastan málefnasamning. Síðan átti að kjósa á þessu vori, benda á glundroðann og skella sökinni á Sjálfstæðisflokkinn, sem eftir kjör- dæmabreytinguna var orðinn langstærsti flokkur þingsins. Okkur átti að saka um, að allt hefði gengið úr reipunum, þegar Framsóknarflokkurinn lét af for- ystunni, en leyna því, að frá því að Framsóknarflokk- urinn missti sérréttindi hinnar ranglátu kjördæma- skipunar og þar með forystuaðstöðu stærsta þing- flokks, hefir hann alla jafna hegðað sér sem óábyrg- ur ribbaldaflokkur og aldrei hirt um annað en reyna að efla fylgi sitt eða svala ólund sinni, hversu sem fór um almennings heill. Herbragðið mistókst: Herbragð Framsóknarflokksins mistókst. Sem kunnugt er, tókst þrátt fyrir allt að mjmda ríkis- stjórn nægilega sterka til þess að geta ráðið lögum og lofum á Alþingi og með þjóðinni, meðan stuðn- ingsmenn hennar bera gæfu til að standa saman að 27

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.