Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 14

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 14
14 HHHB SKijniiag s m á i Þannig er það líka með þá erlendu ferðamenn, sem hingað koma með skemmtiferðarskipum og verja einum degi í landi. Það er brunað með þá flesta í stórum hópum beint út úr bænum til að skoða Gullfoss og Geysi og eftir þá dagsferð hafa þeir fæstir fengið tækifæri til að borga nema fyrir svo sem eina pylsu með öllu í einhverjum söluskálanum á leiðinni. Ég gat þess hér að framan, að hraðvaxandi áhuga á ferða- mannaþjónustu hefði orðið vart í Hafnaxlfirði. Það stafar þó ekki einvörðungu af áróðri nystofnaðrar ferðamála- nefndar í bænum - þó ég vildi geta haldið því fram. Þar tel ég að komi miklu frekar til þau áhrif áhrif sem allt tilstandið í kringum leiðtogafundinn síðastliðið haust hafði í þessa átt. Sá skortur á gistirými á höfuðborgarsvæðinu, sem fyrir- sjáanlegur var á tímabili og óskir um gistingu í heimahúsum af þeim sökum, gerðu það að verkum að ólíklegasta fólk var farið að hugleiða á hvem hátt það gæti lagt móttöku þessara útlendinga lið. Þar réði hagn- aðarvonin vitaskuld ferðinni hjá flestum. Peningalyktin, sem eftir lifði að leiðtogafundinum afstöðnum, gerði það að verkum að íbúar höfuðborgarsvæðisins voru meira en áður famir að gefa gaum að þeirri tekjulind, sem ferðamanna- þjónusta getur verið. Þetta em náttúmlega ekki nýjar fréttir og því orðlengi ég þetta ekki frekar en sný mér þess í stað að því að segja frá Ferða- málanefndinni okkar í Hafnar- firði. Nefndin setti fram lista yfir tíu atriði, sem hún taldi vera æskileg forgangsverkefni, sem unnið yrði l að á þessu ári. Langtímaáætlun er svo í smíðum og verður kynnt bæjaryfirvöldum í haust Okkur hefur gengið vonum framar að fá þessum forgangsverkefnum hrundið í framkvæmd. Kort af Hafnarfirði með nauðsynlegum upplýsingum fyrir ferðamenn er að koma úr prentun þessa dagana. Tjald- stæði verður tekið í notkun í byrjun júlí á Víðistaðatúni, þar sem verið er að byggja upp útivistarsvæði. Upplýsingamið- stöð fyrir ferðamenn verður starfrækt í blómaverslun í mið- bænum í sumar. En blóma- verslun er heppilegur staður fyrir slíka starfsemi vegna þess að þar fást minjagripir og opið er fram á kvöld og um helgar. Bæjarverkfræðingi hefur verið falið að kanna kostnaðinn við að gera borholu virka í Krísuvík til að geta sýnt þar ferðamönnum vænan strók standa upp í loftið. Einnig hefur bæjarverkfræðingi verið falið að kanna hvar helst sé skortur á vegvísum. Samþykkt var í bæjarstjóm sú tillaga frá Ferðamálanefnd að bensínstöðvum í bænum verði gert skylt að halda opnum almenningssalemum og hirða þau. Á ferðamannastöðum víðast erlendis er litið á slíkt sem sjálfsagða þjónustu. Þá hefur Ferðamálanefnd unnið að því að skemmtiferðaskipum verði beint í auknum mæli til Hafnarfjarðar- hafnar. Og loks má geta þess, að nú stendur yfir hugmyndasamkeppni á vegum nefndarinnar og viku- blaðs í Hafnarfirði, þar sem veitt verða þrenn verðlaun fyrir hugmyndir að einhverju því, sem orðið gæti til að laða fleiri ferðamenn til Hafnaríjarðar. Ekki gerðumst við nú svo djörf í nefndinni að setja opnun gisti- húsa í bænum á meðal forgangs- verkefnanna sem hmndið yrði í framkvæmd á árinu. Svo skemmtilega vildi þó til, að fáeinum mánuðum eftir að nefndin tók til starfa var opnað gistihús í nýbyggingu í Kapla- krika við Reykjanesbraut og sótt var um leyfi fyrir byggingu mótels sunnar við Reykjanes- brautina í tengslum við veitinga- hús, sem þar er farið að byggja. Þá má lika geta þess, að á árinu var opnaður bráðfallegur veit- ingastaður, Fjaran, í næstelsta húsi Hafnarfjarðar, en það stendur við Strandgötu sunnan við íþróttahúsið og Þjóðkirkjuna. Ekki er heldur langt síðan annar vandaður veitingastaður opnaði í aldargömlu húsi í bænum. Það er veitingahúsið A. Hansen, sem stendur við hlið húss Bjarna riddara. Auk þess eru svo tveir eða þrír ágætir skyndibitastaðir í Hafnarfirði, þannig að ferðamenn sem um bæinn fara þurfa ekki að skoða "bæinn í hrauninu" á fastandi maga. Ég sagði hér að framan, að í Hafnarfirði væru hvorki eldfjöll eða fossar. En það sem ferðá- menn geta haft gaman af að skoða þar í bæ er m.a. Sjóminjasafn, freska Baltasars í Víðistaðakirkju, hið nýja póstminjasafn, Hellis- gerði, fiskvinnsla og annað líf við höfnina (en margur útlending- urinn hefur jafnvel aldrei séð sjó og aðeins séð djúpsteiktan fisk) og ef snemma verður farið á fætur gefst meira að segja tækifæri í framtíðinni til að fylgjast með viðskiptunum í fiskmarkaðinum, sem var að taka til starfa í Hafnarfirði. Og ekki má gleyma því að göngubrautir liggja um bæinn þveran og endilangan og það eitt út af fyrir sig, að ganga um bæinn og virða fyrir sér snyrtilegu, marglitu húsin í hrauninu, getur verið til hinnar mestu ánægju. Margt fleira mætti tína hér til, sem glatt getur þá ferðamenn, sem um

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.