Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 25
Bjarni Sigtryggsson, aðstoðarhótelstjórl, Hótel Sögu: AFLAKÓNGAR EÐA GÆÐAKÓNGAR? Hægt er að skilgreina starfssvið ferðaþjónustunnar þannig að þar sé framleidd eftirvænting, seldir draumar og afhentar endurminn- ingar. Það einkennir nefnilega ferðalög okkar, einkum orlofsferðir, að neysla þeirra varir mun lengur en ferðalagið sjálft. Hún hefst með bollaleggingum um val ákvörð- unarstaðar, síðan öflun upp- lysinga um landið eða staðinn, þá ferðalagið sjálft og loks dvölina sjálfa. En þar með er ekki ferðalaginu lokið. Oftast verður heimferðin ánægjuleg tilbreyting á ny - og loks eru það svo endur- minningarnar, sem geta varað mjög lengi. Ferðamennska er því vægast sagt mjög persónuleg reynsla sem snertir neytandann afar sterklega. Þar af leiðandi er mat neytandans á gæðum ferðarinnar yfirleitt afgerandi á hvom veginn sem er. Fáir eru hlutlausir þegar að þvx kemur að segja grannanum eða starfsfélaganum frá því hvort Reykjavík sé spennandi borg eða þjónustan þar góð. Jafn einstaklingsbundin reynsla og ferðalög eru, verður hún að hafa súi sérkenni eigi hún að geta orðið ny reynsla - og sérkenni verða að þróast eins og allar neysluvörur eða þjónusta gerir. Það gerir kröfur til okkar sem í ferðaþjónustu starfa um hag- kvæmni og áræðni, en fallvalt- leiki þessarar viðkvæmu atvinnu- greinar krefst þess í senn að stigið sé fram lfkt og á þunnum ís. Um þróun ferðaþjónustunnar gildir mjög hið fornkveðna, að sígandi lukka er best. Og þá kemur sér vel að hafa áttavita. Sá heitir stefna í ferðamálum. Það orð sem flestir taka sér í munn, en fæstir skilgreina. Með stefnu í ferðamálum er átt við það hvaða markmið við setjum okkur. Til hvers sam- félagið ætlar sér af ferðaþjón- ustunni og til hvers ferða- þjónustan getur ætlað sér af samfélaginu. Það er mín sann- færing að þróun ferðaþjón- ustunnar í landinu eigi að verða hluti af velferðarpólitík íslendinga en ekki af velferðarstefnu einhverra annara þjóða. Innrás Svía og Þjóðverja í nokkur smærri samfélög, svo sem á Kanaríeyjum, í Afríku og víðar hefur kannski margfaldað komu erlendra ferðamanna á tiltekin svæði, en hún hefur líka lagt samfélagið, sem fyrir var, í rúst. sk'ípulagsmálBBHBI 25 Sú tíð er varla liðin að menn kappdeildu um skaðsemdaráhrif þrjú þúsund bandarískra her- manna á íslenska menningu og íslenskt samfélag. Nú er árlegur fjöldi erlendra ferðamanna hingað orðinn á annað hundrað þúsund - og við erum bara stolt. En kannski erum við bara jafn stolt og við vorum af hinum gífurlega sildarafla, árin áður en stofninn eyddist. Eða jafn stolt og við vorum af öllum þeim tugum nýrra skuttogara, sem streymdu til heimahafna um allt land, árin áður en skömmtun var hafin á þorski. Svo þessari samlíkingu sé haldið áfram, þá má segja að við séum nú í hlutverki aflakóngsins, sem fyllir allar lestir, meðan gæða- kóngurinn á næsta bát fer aðeins hálf hlaðinn í land, en fær margfalt hærra verð. Til hvers vorum við að róa? Það er ekki ætlunin í þessu stutta spjalli að vera með úrtölur og draga aðeins upp dökka mynd af framtíð ferðaþjónustunnar. En eigi munu þeir valda, sem varhuga gjalda. Ég sagði áðan að við ættum að stefna ferða- þjónustu í þann farveg, að hún yrði verkfæri til að ná hér bættum lífskjörum. Aukning erlendra ferðamanna ætti ekki að verða

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.