Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 37

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 37
skipulagsmál 37 BJarni Reynarsson, delldarstjóri aóalsklpuiags, Borgarskipulag Reykjavíkur: GRAFARVOGSHVERFIN Inngangur. Mikið hefur verið umleikis í skipulagsmálum Reykjavíkiu- undanfarin 3-4 ár samfara mikilli þenslu í byggingariðnaðinum og á öðram sviðum atvinnulífsins. Á Borgarskipulagi hefur verið unnið að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík, "Aðalskipulag Reykjavíkur 1984 - 2004". Var það í formlegri kynningu fyrir almenning í Byggingaþjónust- unni Hallveigarstíg 1 í sumar. Einnig hefur verið unnið að tillögum að nýju skipulagsstigi, svokölluðu "Hverfaskipulagi", sem er hugsað sem millistig milli aðalskipulags og deiliskipulags. Hverfaskipulag á að auðvelda almenningi að kynna sér áætlanir borgaryfirvalda um breytíngar á byggð og umhverfi hvers og eins. Fyrir utan þessar langtímaáætl- anir hefur aðal áherslan verið á skipulagsvinnu í eldri hverfum Reykjavíkur. Sem dæmi má nefna deiliskipulag Kvosarinnar og deiliskipulag Skúlagötu- svæðisins og skipulag nýrra hverfa í Grafarvogi. Grafarvogshverfin. í júní 1982 ákváðu borgar- yfirvöld að fallið skyldi ffá fyrri hugmyndum um skipulag s.k. "Austursvæða" Reykjavíkur. I stað byggðar við Rauðavatn skyldu næstu íbúðahverfi borgar- innar rísa norðan Grafarvogs. í janúar 1983 gerðu Reykja- víkurborg og ríkissjóður með sér samkomulag (Keldnasamkomu- lagið) um makaskipti á landi norðan Grafarvogs. Með þessu tvennu var í raun tekið af skarið um það að byggðin í Reykjavík muni á næstu áratugum þróast til norðurs, bæði íbúðabyggð og athafnahverfi. í Grafarvogi verða þrjú íbúðahverfi, Hamra-, Folda-, og Brekkuhverfi. Foldahverfið byggðist fyrst; deiliskipulag að hverfinu var samþykkt í áföngum árið 1983 ogl984. Deiliskipulag Hamrahverfis var samþykkt árið 1985 og 1986 hófst skipulagning Brekkuhverfis. Áætlað er að lóðaúthlutun úr Brekkuhverfi hefjist fyrir áramót, en öllum lóðum hefur nú verið úthlutað í hinum Grafarvogshverfunum. Forsögn fyrir deiliskipulag íbúða- hverfanna í Grafarvogi frá 1982 miðaði að því að auka framboð á lóðum fyrir einbýlishús. Stefnt var að því að þar risi hverfi þar sem 55% íbúðanna yrðu einbýlishús, 30% í raðhúsum og 15% í fjölbýlishúsum en það er mun dreifðari byggð en annars staðar í borginni. Þetta hlutfall breyttist nokkuð, bæði í skipulagsvinnunni sjálfri og vegna óska sem komu fram eftir að forsögnin var samþykkt. Eins og ffam kemur í meðfylgj- andi töflu hefur hlutfall sérbýlis- húsa lækkað en hlutfall fjöl- býlishúsa aukist miðað við upp- haflega forsögn. Áætlað er að Grafarvogshverfin þijú verði fullbyggð fyrir miðjan næsta áratug. Foldahverfi. Hverfið er elstí hluti nýju byggðarinnar norðan Grafarvogs og er ennþá í uppbyggingu. Heildarstærð er um 90 ha., að meðtöldum lóðum, götum, þjónustu og grænum svæðum. Skipting íbúða eftir húsagerðum er þessi: 451 einbýlishús, 135 raðhús, 328 íbúðir í fjölbýli þar með taldir verkamannabústaðir samtals 914 íbúðir. Áætlaður íbúafjöldi er um 3.000 manns. í Foldahverfi er fyrirhuguð hverfamiðstöð sem þjóna mun öllum hverfunum. Helstu

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.