Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 8

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 8
8 sk'ípulagsmál Frá feráamálaráóstefnu höfuóborgarsvœólsins 1987 - Ólafur Stelnar Valdlmarsson ráóuneytisstjóri í rceóustóli. stefnan mætti vera öðruvísi en hún er. Þar stangast hins vegar verulega á sjónarmið þeirra sem vilja sem mesta aukningu ferðamanna til landsins og hinna, sem vegna náttúruverndar- sjónarmiða fyrst og fremst, vilja sem minnsta aukningu á erlendum ferðamönnum. Hlut- verk stjórnvalda er auðvitað að sætta þessi ólíku sjónarmið og leita að leið sem flestir geta fellt sig við. Ferðamál sem atvinnugrein eru nú í örari þróun en flestar aðrar atvinnugreinar hér á landi og horfur eru á að svo verði um langa ffamtíð. Erlendis er talið að aukning í ferðaþjónustu muni nema um 5% árlega fram til næstu aldamóta og að ferða- þjónusta muni þá verða ein umfangsmesta atvinnugreinin. Þróunin hér á landi er nú miklu örari en þessi tala gefur til kynna. En okkur hættir oft til að gleyma því að jafnframt mikilli fjölgun ferðamanna hefur mikið verið gert á undanförnum árum til að mæta aukinni þjónustu við þá. Eftir nokkuð langa stöðnun hefur fjöldi erlendra ferðamanna til Islands aukist gífurlega undan- farin ár. Þannig komu 72.600 ferðamenn til landsins árið 1982, en á síðasta ári urðu þeir 113.500. Þetta er aukning um tæplega 41.000 ferðamenn eða 56%. Aðstaða til að taka á móti þessum ferðamönnum, svo og jafnframt íslenskum ferðamönnum, hefur batnað verulega á sama tímabili. Þannig hefur fjöldi herbergja á heilsárshótelum aukist yfir 40% frá árinu 1983 og fjöldi herbergja á sumarhótelum yfir 30%. Er þá aukning allrar annarrar gistingar ótalin, en hún hefur aukist á öllum sviðum, svo sem gisti- aðstaða á sveitabæjum og á lidum gistiheimilum í Reykjavík, svo að dæmi séu nefnd. A undanfömum árum hafa verið teknir í notkun myndarlegir gisti- og veitinga- staðir víða um land og hér í Reykjavík verða tekin í notkun glæsileg ny hótel á þessu og næstu árum. Ferðamálasjóði hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á undanfömum árum við að sinna lánsfjárþörf þessara nyju staða, en þar sem hann hefur skort bolmagn hafa aðrir íjárfestingalánasjóðir komið til aðstoðar. Samþykkt lán úr sjóðnum urðu hærri á síðasta ári en nokkru sinni fyrr eða 93 milljónir króna. Margir samverkandi þættir hafa stuðlað að þeirri miklu aukningu erlendra ferðamanna sem hefur orðið undanfarin ár. Hér er sér- staklega vert að geta þeirrar

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.