Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 35

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 35
slcipulagsmál 35 góðan söngleik eða jafnvel óperu, er væntanlega erfitt fyrir hann að ná sér í miða með skömmum fyrirvara. Ég hef auðvitað ekki enn svarað því, hvaða vörur eða þjónustu höfuðborgarsvæðið á að bjóða erlendum ferðamönnum. Kannski ætti höfuðborgarsvæðið að leggja höfuðáherslu á að þjóna íslendingum af landsbyggðinni, sem vilja koma til höfuð- borgarsvæðisins til að njóta frítíma í borgarumhverfi. Þegar grundvallarspumingum hefur verið svarað þarf að velta fyrir sér hvemig varan á að Kta út og hvernig á að framleiða hana. A að bjóða upp á gistiheimili, skyndibitastaði og strætisvagna eða lúxushótel, ny-franska veitingastaði og límósína. A að taka á móti hópum, sem fá staðlaða þjónustu, eða á að leggja áherslu á þjónustu við einstakling með sérþarfir. Eitt af því, sem ég tel að þeir, sem vinna að skipulagi ferða á íslandi þurfi að taka tillit til eru breytingar á vinnumarkaði. Um það bil helmingur alls skólafólks á vinnumarkaði í dag er ófaglært, með ca. 8 til 10 ára skólanám. Ásóknin í menntun hefur aukist, nú er svo komið að yfir 90% allra ungmenna fá 13 ára skólagöngu. Með tímanum mun þessi aukna ásókn í menntun leiða til þess, að hlutfall ófaglærðra á vinnumarkaði mun lækka mjög mikið og að nokkrum áratugum liðnum verða komið niður fyrir 10%. Þetta mun skapa ymsum atvinnugreinum mjög mikla erfiðleika. Þar má nefna fiskvinnslu, ymsar greinar iðnaðar og þjónustu. Viðbrögð framleiðslugreina hljóta að verða þau að taka í notkun mun meiri sjálfvirkni eða að flytja vinnuaflsfrekustu þætti fram- leiðslunnar til landa þar sem laun eru lægri. Þjónustugreinar eiga hins vega erfitt með að bregðast við þessari þróun með þessum hætti. Hér er um að ræða þátt, sem ég^tel að frumkvölar ferða- mála á íslandi þurfi að velta mjög vel fyrir sér. Mér var til dæmis sagt um daginn, að á haustin þegar skólafólk hverfur af vinnu- markaði, sé mjög erfitt að fá fólk til starfa við almenna herbergis- þjónustu á hótelum í Reykjavík. Það sama á sjálfsagt við um marga aðra þætti ferðaþjón- ustunnar. Allt bendir til, að mikil áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa næstu árin og finnst mér ekki ólíklegt að laun í fiskvinnslu verði höfð til viðmiðunar. Ef það góðæri, sem nú ríkir í sjávar- útvegi stendur til langframa má gera ráð fyrir miklum raunlauna- hækkunum í þeirri atvinnugrein, sem mun hafa mikil áhrif á fjölmargar aðrar atvinnugreinar í landinu. Framkvæmd ferðamála- stefnu á höfuðborgarsvæðinu og raunar á íslandi mun því mótast mikið af þróuninni á vinnu- markaðinum. Viðbrögð ferðaiðn- aðarins gætu orðið þau, að flytja inn ófaglært starfsfólk þótt aðrir valkostir séu einnig til staðar. Viðbrögðin við þessu vandamáli geta haft mikil áhrif á mótun ferðamálastefnunnar og verður að mínu mati, að taka afstöðu til þessa, áður en langt um líður. Við hönnun kerfisins þarf að taka tillit til fjölmargra þátta þegar skipuleggja á ferðaþjónustu. Þar þarf að fjalla um staðsetningu, gæði, verkaskiptingu og margt fleira. Lykilatriði eru auðvitað að gera sér grein fyrir því hver eftirspumin er og hvar hún er. Hveijir eru hugsanlegir viðskipta- vinir, á hveiju hafa þeir áhuga og hversu mikið eru þeir tilbúnir að borga fyrir vörana. Ég hef ekki komið með mikið af svöram, en hef kannski bent á nokkrar spumingar, sem þyrfti að svara. Það er ljóst að við sumum þessara spurninga eru engin svör. Það er ekki unnt að ákveða hverskonar ferðamenn eiga að koma á höfuðborgar- svæðið, íslenskir eða erlendir, ríkir eða fátækir. Það er ekki unnt með stefnumótun að ákveða hversu lengi þeir eigi að vera á svæðinu og hvað þeir eigi að gera. Það getur enginn einn íslenskur aðili gefið fyrirmæli um það hvers konar slapulag eigi að ríkja og hvers konar þjónustu eigi að bjóða upp á. Ég tel þó nauðsyn- legt fyrir íslenskan ferðaiðnað, að gera sér grein fyrir veikleikum sínum og styrkleikum og móta sér stefnu um það hvert stefna eigi til þess að árangurinn verði sem bestur.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.