Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 31

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 31
SKiEraiagsmá l 31 Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Álafoss: FRAMKVÆMD FERÐAMÁLASTEFNU FYRIR H ÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ í þessari grein ætla ég að leitast við að benda á þær kerfisbundnu aðferðir, sem víða eru notaðar við framkvæmd stefnumörkunar á sviði ferðamála. Hægt er að líkja framkvæmd ferðamálastefnu við framkvæmd framleiðslu- og markaðsstefnu fyrirtækis. Með þessari grein fylgja tvær töflur. Annars vegar er tafla, þar sem er að finna helstu ákvarðanir á líftíma kerfis og hins vegar yfirlit yfir helstu þrep vöruhönnunar og vöruþróunar. Ég tek mið af þeim hugsunarhætti, sem þama kemur fram, en reyni auðvitað að heimfæra þetta upp á framkvæmd ferðamálastefnu fyrir höfuð- borgarsvæðið. Fyrsta spumingin, sem nauðsyn- legt er að fá svör við, er, hver em markmiðin? Af þeirri umræðu, sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um markmið ferða- iðnaðarins á Islandi undanfama mánuði, hef ég dregið þá ályktun, að aðalmarkmiðið sé, að fjölga erlendum ferðamönnum á Islandi. Var þetta kannski ennþá greinilegra eftir leiðtogafundinn á s.l. ári. Með honum töldu Islendingar sig hafa fengið svo mikla auglysingu erlendis, að aðalvandamálið væri að velja þá úr, sem fengju að koma til landsins. Þessi umræða um fjölgun ferðamanna, á margt skylt við aldagamlan veiðimanna hugs- unarhátt íslendinga. Við viljum veiða sem mest, en kannski án þess að hugsa um það hvað er hagkvæmast hverju sinni. Hugsanlegt aðalmarkmið íslensks ferðaiðnaðar gæti verið, að leitast við að hámarka heildar afrakstur, en þó háð því að tekið sé tillit til íslenskra aðstæðna. Við hrósum okkur af fjölgun ferðamanna, en það er auðvelt að auka söluna með því að gefa vöruna. Útsölur eru þó auðvitað réttlætanlegar utan aðalsölutímabila. Við sem störfum í ullariðnaðinum erum þó ekki mjög óánægð með þá þróun, sem verið hefur. Erlend- um ferðamönnum hefur fjölgað yfir vetrartímann og hafa sumir þeirra komið í svokölluðum verslunarferðum. Hér er oft um að ræða helgaferðir, sem kosta ca. 300 dollara með flugi og gistingu. Ekki er óalgengt, að þátttakendur í þessum ferðum kaupi af íslenskum ullarfram- leiðendum einn til tvo jakka og tvær til þxjár peysur. Miðað við útsöluverð á þessum vörum út úr búð í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu hefur viðkom- andi sparað sér upphæð, sem samsvarar kostnaði við helgarferð til Islands. I gær heyrði ég sögu af tveimur velstæðum banda- rískum konum, sem komu í viku "lúxus"-snjósleðaferð til íslands. Ferðin kostaði 900 dollara með öllu, frá Bandaríkjunum. Á einum laugardagsmorgni eyddu þær hvor um sig 1000 dollurum í allskonar minjagripi, þ.á.m. ullarvörur og spöruðu sér þannig upphæð, sem var nálægt því sem lúxus-ferðin kostaði. Eg hef á tilfinningunni, að í báðum þessum tilvikum hafi verðlagið á öllu því, sem tengdist Islandsferðinni verið lágt. Eins og allir vita eru nú erfiðir tímar í íslenskum ullariðnaði og hef ég stungið upp á því, hvort ekki mætti hækka verðlagið á ullar- vörum, sem seldar eru til útlend- inga, um 50%. Þó svo það yrði gert, yrði varan 30% ódýrari en á erlendum mörkuðum og ég efast um, að salan mundi minnka mikið. Flestir sem ég hef talað við telja þetta skynsamlegt, en mjög vafasamt, að þeir sem hlut eiga að máli gætu sameinast um slflct. Þegar markmiðin eru ljós geta menn farið að velta fyrir sér hvaða vöru eða þjónustu á að bjóða upp á og fyrir hverja. Flestir telja, að það sem ferðamenn sækja helst hingað til lands, sé land sérstæðrar náttúru og ómengaðs umhverfis. Ef svo

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.