Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 23

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 23
slcipulagsmál 23 í því sambandi ber að hafa í huga, að hér vantar upplysingar um ferðir okkar innanlands og viðskiptin í tengslum við þær. Nú veit ég satt að segja ekki með vissu, hvort það stenst gagnrýni að nota tölumar á þann hátt, sem hér hefur verið gert, en gefi þær nothæfar vísbendingar og séu ályktanirnar, sem af þeim eru dregnar, ekki beinlínis út í hött, má e.t.v. leyfa sér að varpa fram nokkrum hugmyndum um fram- tíðarmöguleikana í Reykjavík og nágrenni eftir þeim línum, sem hér hafa verið dregnar. Þó skal enn minnt á, að hér hefur ymsum mikilvægum atriðum verið sleppt, - til dæmis er engin tilraun gerð til að flokka innlenda og erlenda ferðamenn eftir erindum, þ.e.a.s. eftir því, hvort það er starf, ferðalöngun, heilsufar, námfýsi o.s.frv., sem ræður ferðum þeirra. Breytt afstaða stjómvalda til fjárfestinga landsmanna erlend- is og útlendinga hérlendis gæti einnig skipt miklu máli í þessu tilviki. Það verður óhjákvæmilega fyrst fyrir hjá þeim, sem ætla að búa sig undir framtíðina á hvaða sviði sem er að reyna að átta sig á því, hvað þeir vilja í þeim efnum og bera það við mörk hins mögulega. Eins og nú horfir er til dæmis ólíklegt, að landsmenn dragi úr ferðum sínum til útlanda, en við gætum hvatt þá til að gæta meira hófs í eyðslu sinni þar og gert ýmislegt til að sannfæra þá um, að Reykjavík sé notalegasti staður á jarðríki til hóglífis, enda sé þar eina stórborgarmenn- ingarumhverfið, sem þeir geta kynnst til nokkurrar hlítar. * Eg er með öðrum orðum þeirrar skoðunar, að öflugur heima- markaður sé ekki síður nauðsynleg undirstaða umsvifa á sviði ferðamála en á öðrum sviðum íslensks atvinnulífs. Ennfremur er hér gengið að því vísu, að við hér á höfuð- borgarsvæðinu, ætlum okkur aukinn hlut í tekjum af innlendum og erlendum ferðamönnum og teljum, að með því styrkjum við einnig grundvöll ferðamanna- þjónustu í öðrum landshlutum. Markmiðið er þá með öðrum orðum, að útlendingar eyði meiru hér en íslendingar minna erlendis, án þess að í því felist nokkur skerðing á ferðafrelsi. Jafnframt felst í þessu markmiði viðleitni til þess að draga úr sveiflum, hvort heldur er á milli ára, eða milli árstíða. Landsmenn eru þess utan löngu orðnir kröfuharðir neytendur á flestum sviðum, svo takist okkur að uppfylla þarfir þeirra á viðunandi hátt, munum við ekki eiga í vandræðum með útlendingana. Hvað sem segja má um fjölda útlendinga, sem leggja leið sína hingað til lands á komandi árum, verðum við ætíð að hafa í huga, að ekki þarf nema lítið út af að bera til þess, að allar spár um fjölgun þeirra bregðist, þrátt fyrir fund Gorbachevs og Reagans hér í fyrra og góðan árangur Kvennalistans í síðustu Alþingiskosningum. Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd, að allur þorri hinna erlendu ferðalanga kemur um flughöfnina í Keflavík og mestur hluti þeirra leggur síðan leið sína hingað til Reykjavíkur og fer héðan aftur um flughöfnina á leiðinni heim. Hið sama á við um stóran hluta þeirra landsmanna, sem búsettir eru utan Suðvesturhomsins að breyttu breytanda. Og hvað þarf þá að gera til að ná settum markmiðum? Svar mitt er í sem stystu máli meira af því sama og við höfum verið að gera með sem minnstum opinberum afskiptum. Mér finnst flest benda til þess, að við séum á réttri leið í öllum meginatriðum. Þjónusta við inn- lenda og erlenda ferðamenn fer að því er best verður séð batnandi með ári hverju, fjölbreytnin eykst, öll kynning á því, sem á boðstólum er, verður æ mark- vissari, og við höfum meira að segja eignast boðlega flugstöð. Svarið við spurningunni um frekari aðgerðir, eða úrbætur á næstu árum veltur að mínu áliti öðru fremur á því, hvemig við högum verðlagningu þeirrar þjónustu, sem við veitum í heimi harðnandi samkeppni á öllum sviðum. Þar er hreint ekki víst að saman fari vilji og geta. Það lætur hinsvegar að líkum, að öll þessi ferðalög beina hingað erlendum áhrifum og smátt og smátt dregur úr sérkennum Reykjavíkur og nágrennis, - hið íslenska borgarumhverfi fær smám saman á sig alþjóðlegan svip - og þá kemur í auknum mæli til kasta annarra byggða á Islandi, sem eðli málsins samkvæmt mun haldast betur á sérkennum sínum. - Og síðast en ekki síst, okkur, sem hér búum, ber ekki minni skylda en öðrum landsmönnum að sjá til þess, að íslensk náttúra gjaldi ekki búsetu og ferðalaga frekar en svo, að hún verði okkur ætíð sá aflgjafi, sem hún er og hefur verið allt frá landnámstíð.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.