Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 5
Slcipulagsmál 5 AÐFARARORÐ í þessu tölublaði Skipulagsmála verður fjallað sérstaklega um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu og birtur úrdráttur úr erindum, sem flutt voru á Ferðamála- ráðstefnu höfuðborgarsvæðisins 5. júní s.l. Ferðamál á höfuðborgarsvæðinu eru nú orðin mikil og vaxandi atvinnugrein. Þó eru fjölmörg atriði sem tengjast ferðamálum, sem nauðsynlegt er að taka á í samvinnu sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og hagsmunaaðila eins og greinilega komy fram á ofangreindri ráðstefnu. I þessari atvinnugrein eru að eiga sér stað umtalsverðar breytingar, sem nauðsynlegt er að fylgjast vel með. Ef við ætlum að mæta þessari þróun er ekki nægilegt að gera átak á einu eða tveimur sviðum, heldur næst mestur árangur með samhæfðu átaki sem flestra hlutaðeigandi aðila. Ef litið er á þróun þessara mála undanfarna áratugi og reynt að meta þær blikur sem hæst ber, þá eru nokkur atriði, sem vert er að drepa sérstaklega á. Frá lokum síðari heimstyrjaldar hafa fólksflutningar milli landa aukist stöðugt og þá sérstaklega síðustu 20 áx. Nú er áætlað að fjöldi flugfarþega tvöfaldist á næstu 15 árum. Ekki verður annað séð en hér verði um áframhald í uppbyggingu ferða- mála að ræða. Þótt aðgerðir öfgamanna hafi haft mikil áhrif á ferðamál víða um heim undanfarin ár, höfum við hingað til getað boðið upp á tiltölulega öruggt umhverfi hér á landi. Ferðakostnaður er að lækka og er það þakkað meiri flutningum og aukinni samkeppni. Nú er einnig gert ráð fyrir að 1000 manna flugvélar verði í notkun um næstu aldamót og að þá komi einnig til sögunnar flugvélar, sem fljúga með allt að fimmföldum hljóð- hraða. Á næstu árum og áratugum má einnig gera ráð fyrir að hluti fullorðinna og aldraðra ferða- manna aukist verulega. Sama máli gegnir um kvenfólk, sem ferðast nú mun meira en það gerði áður, og hina svonefndu "uppa" eða ungt fólk með góðar tekjur, sem vill líka fá góða þjónustu og skemmtilegt um- hverfi. Ferðir, þar sem boðið er upp á sérstaka lífsreynslu (adventure trips), hafa einnig aukist mikið að undanfömu. Af öðrum atriðum sem fyrir- sjáanlegt er að hafi veruleg áhrif á ferðamál á komandi árum er aukin áhersla á heilbrigði og heilsu. Fólk vill nú í vaxandi mæli geta notið heilsusamlegs umhverfis í fríum og borðað hollan mat, þannig að það þurfi ekki að taka sér frí til að ná sér eftir "fríið". Góðir fjarskiptamöguleikar við umheiminn eru einnig mjög mikilvægir til þess að geta veitt þá þjónustu sem ferðamenn og viðskiptaaðilar óska eftir. Nú er talið að videofundum og ráð- stefnum muni fara talsvert fjölgandi, þótt alltaf verði þörf fyrir fundi og ráðstefnur með hefðbundnu sniði. Ferðalög og ferðamennska er nú þegar orðin fjórða stærsta grein viðskipta í heiminum. í öllum sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu eru miklir möguleikar til þess að stunda þessa atvinnu- grein í mun ríkari mæli en nú er gert, en þessa möguleika getum við ekki nytt til fullnustu nema við fylgjumst mjög vel með þeirri þróun, sem er að eiga sér stað og tökum upp víðtækt samstarf um að færa okkur hana í nyt. Flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu utan Reykjavíkur hafa samt farið varhluta af þessari þróun á undanförnum áratugum. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur nú ákveðið að láta þetta mál sér- staklega til sín taka og vinna að því að stofna ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins með aðild sveitarfélaga og hagsmunaaðila á þessu svæði til þess að vinna þessum málum brautargengi. Hér er um mjög mikið hags- munamál allra þessara aðila að ræða sem nauðsynlegt er að hafa gott samstarf um, ef vel á að vera. Gestur Ólafsson.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.