Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 11

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 11
Jóna Gróa Sigurðardóttlr, formaöur atvinnumólanefndar höfuðborgarsvœóisins: FERÐAÞJÓNUSTA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Þjónusta við ferðamenn hefur með ári hvexju sett vaxandi svip á atvinnulífið og er sá atvinnuvegur á Islandi sem hvað mestur vöxtur er í. í nýútkominni skýrslu samgönguráðuneytisins um úttekt á íslenskum ferðamálum kemur m.a. fram að á árinu 1985 reyndust gjaldeyristekjur þjóðar- innar af ferðamönnum vera rúmlega 3 milljarðar króna, eða 6,1% af útflutningstekjunum, og var aukningin frá árinu á undan 19,3%. Þjónusta við innlenda ferðamenn er talin skila af sér álíka miklu til þjóðarbúsins og þjónusta við útlendinga. Þá má geta þess að um 3.500 ársverk eru talin vera í ferðaþjónustunni, svo hér er eftir miklu að slægjast fyrir okkur íslendinga. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu vinna nú að því að stofnuð verði ferðamálasamtök á svæðinu, eins og í öðrum landshlutum, en slík samtök eiga aðild að Ferðamálaráði íslands. Reykjavíkurborg er eitt af fáum sveitarfélögum á svæðinu sem hefur starfandi ferðamálanefnd og á aðild að ráðinu. Hlutverk ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins yrði að vinna að hagsmunum ferða- þjónustu, stuðla að aukningu á þjónustustarfsemi við ferðamenn og skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna, m.a. með fræðslu- og útgáfustarfsemi. Þau gætu ýtt á stjómvöld um aðgerðir sem gætu komið þessari atvinnu- grein til góða og aðstoðað við uppbyggingu ferðamála. Á s.l. 4 árum hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um tæpan helming og var árið 1986 mesta ferðamannaárið hingað til. Mikil gróska er í þjónustunni við þá eins og t.d. má sjá af stórhuga hótelframkvæmdum víða um land. Miklar vonir eru bundnar við að ferðamannastraumurinn liggi áfram til íslands ekki síst vegna jákvæðrar kynningar þeirra þúsunda fréttamanna af landi og þjóð sem sóttu leiðtogafundinn í október s.l. Aldrei hefur áður verið um svo mikla landkynningu að ræða sem náð hefur augum og eyrum hundruð milljóna manna um gjörvallan heim. Með tilkomu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkiuflugvelli gefst nýtt tækifæri til að bjóða þeim þjónustu sem eiga leið yfir Norður-Atlantshafið. Vestur- þýska flugfélagið Lufthansa er nú að hefja vikulegt áætlunarflug milli Keflavíkur og Miinchen, og ef vel tekst til við kynningu og "sölu" á Keflavíkurflugvelli, ef svo má að orði komast, er ekki að SkiimiagsmáHHBH 11 efa að fleiri erlend flugfélög muni fá áhuga á að nýta sér aðstöðuna þar. Með aukinni umferð um flugstöðina hljótum við að gera okkur vonir um að hluti þessara farþega fái áhuga á að hafa viðdvöl hér á landi á leið sinni yfir hafið. Ferðir erlendra ferðamanna hingað til lands hafa verið grund- völlur þeirrar þróunar í sam- göngumálum sem átt hafa sér stað á síðustu árum og stuðlað að ódýrum ferðum okkar íslendinga til annarra landa. Ég held að á engan sé hallað þó því sé slegið hér föstu að þama vegi starfsemi íslensku flugfélaganna þyngst. Því var ánægjulegt að heyra að nú á 50 ára afmæli atvinnuflugs á íslandi, hafi Flugleiðir á hátíðar- stjómarfundi sínum á Akureyri ákveðið að festa kaup á tveimur Boeing 737-400 þotum og lagt gmndvöll að þvx að kaupa aðrar tvær seinna. Mér finnst viðeigandi við þessi tímamót í atvinnuflugi að rifja það upp þegar Loftleiðir fór út í "Stop-Over" aætlun sína árið 1963 og bauð farþegum sínum eins til tveggja sólarhringa dvöl á Islandi á leiðinni yfir hafið. Þessi áætlun tókst með svo miklum ágætum að eftirspumir

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.