Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Síða 9

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Síða 9
AÐFARARO R Ð Þegar lagt var upp meö tema þessa tölublaðs af Arkitektúr og skipulagi, kirkjur, var okkur ekki mikill vandi á höndum. Reyndar datt okkur ritnefndarmönnum fyrst í hug aö fjalla um bœöi kirkjur og bensínstöðvar. Ætlunin var aö taka fyrir þau mannvirki þar sem arkitektar hafa aö því er virðist fengiö að leika lausum hala. Reyndar komumst viö aö því aö yfirleitt fá arkitektar ekki aö leika lausum hala þegar kirkjubyggingar eru annars vegar. Þetta kemur vel í Ijós í viðtalinu viö sr. Valgeir Ástráðsson um kirkjumiöstööina í Seljasókn. Viðtalið viö sr. Valgeir er fyrsta viðtalið í blaöinu og er það aö sumu leyti til aö auka fjölbreytnina í efnistökum. Þá er sagt frá nokkrum kirkjum og eins safnaðarheimilium í myndum og máli og þó aðallega myndum. Sérstaklega _er athyglisverö grein um „kirkju sem ekki varö", þ.e. ísafjaröarkirkju en þá grein rita sr. Jakob Hjálmarsson, fyrrverandi sóknarprestur á ísafirði og Gylfi Guöjónsson, arkitekt kirkjunnar. Tvœr greinar fjalla um kirkjulist: Altarismynd í Háteigskirkju eftir Benedikt Gunnarsson, listmálara, höfund myndarinnar og um glerlist Leifs Breiöfjörö. Um form og tákn kirkna fjalla tvcer greinar, önnur eftir Gunnar Kristjánsson og hin eftir Kjartan Jónsson og Trausta Valsson. Einnig er kynning á bókinni Gengið í guöshús, sem kom út síðastliðinn vetur. Aö lokum bálksins um kirkjur er vikiö aö skipulagi kirkjugaröa í grein sem Einar E. Sœmundsson skrifar. Aö venju er nýlegt mannvirki tekið til skoöunar og í þetta sinn er þaö Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi. Skólinn er aö vísu ekki fullbúinn en teikningar arkitektsins, Magga Jónssonar, eru skýrar og koma vel fram meginhugmynd- imar. Af samkeppnisvettvangi ber nafn Guðmundar Jónssonar arkitekts í Noregi hœst í þessu blaöi. Guðmundur fékk verölaun í norrœnu ráðhúsasamkeppninni og einnig hlaut hann viðurkenningu fyrir hugmynd sína um tengingu austurs og vesturs með eins konar „klukkubrú," sem komið yröi upp mitt milli tveggja eyja í Bieringssundi milli Síbiríu og Alaska. Þá er greintfrá skipulagssamkeppni um Geldinganes í Reykjavík. Tvœr greinar fjalla um skipulagsmál: ítarleg grein eftir Bjarna Reynarsson um helstu stefnur og strauma í skipu- lagsmálum hér á landi og á Noröurlöndunum. Valdimar Kristinsson lítur á Alþingi og staðsetningu þess frá nýjum sjónarhól og varpar fram athyglisveröum hugmyndum. Frá innréttingum segir Tryggvi Tryggvason, arkitekt, og tekur fyrir verslun Egils Árnasonar hf. Æskilegt heföi verið aö hafa meira um innréttingar enTryggvi þjargarokkurfrá því aö vanrœkja þann þátt í efni blaðsins. Tœknilegi þátturinn er um útveggjaklœðningu og er grein Björns Marteinssonar bœöi fróðleg og ítarleg. Björn er arkitekt og verkfrœðingur aö mennt og einhver mesti sérfrœöinguríhúsagerð hérá landi. Hann hefuráðurritaö grein í Arkitektúr og skipulag um viöhald bygginga og er þaö í eina sinniö sem blaöiö hefur náö aö vekja upp almenna umrœðu um byggingarmál. Viö vonum aö geta leikið þaö eftir. Umfjöllun um lisfamenn er á sínum stað og nú kynnir Aðalsteinn Ingólfsson Steinunni Þórarinsdóttur, listakonu. Aðrar greinar, þó styttri séu, eru ekki ómerkari: Ný lög um húsafriðun og frá Arkitektafélagi íslands. Allt frá upphafi hefur ritnefndin lœrt meira og meira um útgáfu blaðs eins og Arkifektúr og skipulag og við reynum í hverju nýju blaði að bœta okkur frá því nœsta á undan. Viö vonum aö hér hafi vel til tekist, a.m.k. er viðfangsefnið kirkjur afar skemmtilegt og hver veit nema umfjöllunin hér veki upp umrœður? ■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.