Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Side 33

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Side 33
ALTARISMYND f HÁTEIGSKIRKJU HÖFUNDURINN Benedikt Gunnarsson stundaði myndlistamá við Myndlista- og handíðaskóla Islands, Listaháskólann í Kaupmann-ahöfn og Teikni- skóla R.P. Böyesens í ríkis- listasafninu í Kaupman- nahöfn. Hann hefur ennfre- mur stundað myndlist-amám í París og Madrid. Undirbúningur. Árið 1985 tilkynnti Kvenfélag Háteigssóknar sóknamefnd kirkjunnar þann vilja sinn að kosta undirbúning, gerð og uppsetningu altarismyndar í kirkjuna. Framkvæmdanefnd var skipuð til að vinna að framgangi málsins og leitaði hún í því sambandi til Kirkjulist-amefndar, sem er ráðgefandi um byggingu og búnað kirkna á íslandi. Samkvæmt erindisbréfi Kirkjulistamefndar á hún að vera „sóknamefndum, sóknarprestum og öðmm til ráðuneytis og aðstoðar um listræn verkefni”. Kirkjulistamefnd var skipuð af biskupi Íslandsl981. í Kirkjulistamefnd em: Séra Gunnar Kristjánsson, formaður, Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur og Jóhannes S. Kjarval arkitekt. Nefndin samþykkti að útnefna Bjöm Th. Bjömsson listfræðing til að vinna með framkvæmdanefndinni. Þessir aðilar tóku síðan ákvörðun um að efna til lokaðrar hugmyndasamkeppni myndlistarmanna um kórmynd í kirkjuna og voru valdir til keppninnar þrír lista- menn, - þau Þorbjörg Höskuldsdóttir listmálari, Björg Þor- steinsdóttir listmálari og grafíker og undirritaður. Löglegur, formlegur verksamningur var síðan gerður við listamennina þrjá um tillögur að mósaíkverki íkórkirkjunnar. Samningur þessi er án efa stefnumarkandi í málum sem þessum, a.m.k. hér á landi, og væri full ástæða til að skilgreina hann nánar, en hér í tímaritinu er vart rými til þess. Eitt mikilvægasta ákvæði samningsins skal þó nefnt, en það er að fyrir tillögugerðina voru listamönnunum tryggð þrenn mánaðarláun skv. efsta launaflokki framhaldsskóla-kennara. Annað mikilvægt atriði samningsins fjallar um nýjan samning við höfund þeirrar tillögu sem dómnefnd velur og felur hann í sér þátt listamannsins í fullnaðargerð verksins. Dómnefnd var síðan skipuð. í henni sátu Halldór H. Jónsson arkitekt sem jafnframt teiknaði Háteigskirkju, séra Tómas Sveinsson, annar af tveimur þjónandi prestum Háteigskirkju og Leifur Breiðfjörð glerlistarmaður. Níu tillögur bámst. Dómnefnd ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 31

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.