Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Side 39

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Side 39
sem sagt ekki verið tiltakanlega frábrugðnar öðrum húsum nema þar sem þær voru reistar af óvenjulega miklum efnum (enda kallaði séra Valdimar Briem þær pakkhúskirkjur). Kirkjur voru reistar vegna ákveðinnar starfsemi sem fór fram í þeim. Sú starfsemi var guðsþjónusta á helgum dögum. Lítið annað kom til greina. Fjölmennustu athafnir í kirkjum til sveita nú, jarðarfarir, fóru yfirleitt ekki fram í kirkjum á nítjándu öld heldur í kirkjugarði, við gröfina. En hvað gerð kirkjunnar varðar þá voru helgisiðimir ákvarðandi í því efni. Helgisiðimir vom einfaldir. Presturinn upp við altarið sá um Steinkirkjan í Odda á Rangárvöllum er dœmigerð fjrrir kirkjubyggingar frá fyrri hluta aldarinnar. Uppdrátturinn er með eigin hendi höfundar, Guðjóns Samúelssonar, húsameistara, og er frá árinu 1922. framkvæmd þeirra, honum til aðstoðar vom meðhjálpari, hringjari og forsöngvari. I kór var ekki aðeins presturinn einn heldur áttu þar sæti allir helstu bændur sóknarinnar (aðeins karlar). Heiðurssæti áttu meðhjálpari og hreppstjóri (hvor við sitt hom altarisins) og forsöngvari (við kórstaf). Bændur í kór sungu sálmana með forsöngvara. Orgel var yfirleitt ekki, skímarfontur var aðeins í undantekningartilvikum (t.d. á Hólum) en í hans stað var skímarfat. Hvað sætaskipun í kirkjunni að öðru leyti varðar þá sátu konur norðanmegin og einnig í fremstu bekkjum sunnanmegin en karlar í öðmm sætum. Aftast sátu gestir og umkomulitlir utangarðsmenn. Þannig endurspeglar kirkja liðinnar aldar á sinn hátt þjóðfélagsmynd síns tíma. Það sem gerist þegar líður á tuttugustu öldina er í fyrstu breyting á gmnnformi kirkjunnar. í ljósi undanfarinna áratuga var sú breyting til hins verra. Steinkirkjur sem reistar vom fyrstu áratugi aldarinnar hafa stundum verið nefndar kreppukirkjur; sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup taldi þær „óhæfar til allrar viðhafnar“. Bæði Rögnvaldur Ólafsson og Guðjón Samúelsson teikna kirkjur sínar undir áhrifum frá „Viðmiðuninni frá Eisenach" (Die Eisenacher Regulativ) frá 1861, sem var kirkjubyggingastefna sem hafði mikil áhrif á byggingar kirkna meðal mótmælenda í Evrópu um langt skeið. Þar er gert ráð fyrir því að í kirkj um mótmælenda sé presturinn einn. Söfnuðurinn sitji í kirkjuskipi. I stað bændanna í kór koma sérstakir kirkjukórar og þegar frá líður eru byggðar fyrir þá svalir vestan til í kirkjunni. Söfnuðurinn varð smám saman áhorfandi. Kirkjan varð eins konar leikhús þar sem fólk kom til að hlusta á prestinn og kirkjukórinn (nú á tímum á fræga ópemsöngvara líka). Hvergi er þessi kirkjuskilningur og um leið tilheyrandi arkitektúr greinilegri en í kirkjum Guðjóns Samúelssonar sem em víða um land, að ekki sé minnst á Hallgrímskirkju sjálfa. Vandinn hér á landi er sá að þróun í grundvallarhugsun kirkjubyggingarinnar undanfama áratugi hefur ekki skilað sér ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 37

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.