Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Síða 42

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Síða 42
Leitin að staðfestu í innri gerð kirkjunnar Höfundar: Kjartan Jónsson, innanhússarkitekt Trausti Valsson, arkitekt og skipulagsfræðingur Mynd af Skálholtskirkju Brynjólfs sveinssonar, biskups. Birt með leyfi Seðlabanka íslands og AVK hf. Auglýsingastofu Kristínar. Á OKKAR rótlausu öld efnishyggju og hraða hafa hin kyrrlátari gildi átt í vök að verjast. Þessa sér stað bæði í lífi einstakling-anna og því hvemig umhverfi okkar er mótað og byggt. Þróun þessi er svo langt komin að nýjar kirkjur bera margar með sér slfkt staðfestu- og tilfinningaleysi að þær minna á glaseygðar tískudrósir. Hér er mikil breyting á orðin frá gömlu torf- og timburkirkjunum þar sem dýpt og staðfestu lýsir frá einfaldleika í efni og hlutföllum. Líklega er okkur nútímahönnuðum nokkur vorkunn því það er svo margt í nútímanum sem vinnur á móti okkur; náttúruleg byggingar- efni em dýr, alúð við hönnun og díteil er líka dýrkeypt og svo standa söfnuðimir og hrópa á stæl eins og jafnan er háttur nýríks fólks þó ekkert sé eins léttvægt og forgengilegt og einmitt mesti stællinn. Hér komum við að því að hugleiða hver er munurinn á hönnun sem byrjar á einhverri útlitslegri dillu og svo þeirri aðferð að reyna að gera hina innri byggingu og staðfestu sem styrkasta. Smásaga af kirkjubyggingu í Mosfellssveit bregður nokkm ljósi á þetta mál: Þegar til stóð að byggja Mosfellskirkju hina nýju, fór sóknamefndin í ferð um sveitina með teikningu af kirkjunni, sem stóðst þá víst ágætlega kröfur um að geta talist módeme. Þegar nefndin kom til skáldsins á Gljúfrasteini mun hún víst hafa verið komin í góða æfingu með að lýsa því andlega stórvirki sem hér var í uppsiglingu í sveitinni. Og að sjálfsögðu þurfti nokkuð mörg orð til að lýsa þessu en þegar þar kom að lýsingunni var lokið, var nefndin spennt að heyra hvort ekki hefði tekist að lyfta skáldinu upp í nokkurt andlegt flug og beið nú nefndin eftirvæntingarfull eftir viðbrögðunum. Eftir nokkra umhugsun kemur „u,u...“ og síðan eftir nokkra þögn ekki álit heldur mjög óvænt spuming: „u,u ... .u .... verður ’ún hol að innan?“ Komum nú aftur að hinni „innri byggingu“, sem við nefndum hér áðan. Hér emm við að sjálfsögðu ekki að tala um sperrur og veggstoðir heldur eigindir, sem lúta að hinni andlegu gerð byggingarinnar. Orðin „innri bygging“ em að því leyti hentug að hér erum við að fjalla um strúktúr, kerfi, sem byggist upp frá einhverjum grunni eða innri kjama. I upphafi var orðið, segir í Biblíunni, og upp frá því reis hægum skrefum hin kristna kenning og síðan alheimskirkjan. Þessi strúktúr, sem teygir sig aftur í aldimar, er ein af sterkustu rótum menningar okkar Vesturlandabúa og aðeins með tryggum tengslum við þessa rót náum við að vera í tengslum við hið mikla litróf sem þessi grein menningarsögunnar býr yfir. Vegna þessa er ræktarsemi við þessa rót mikilvæg. Tengslin geta náðst t.d. með lestri bóka, með því að hlusta á kirkjutónlist eða skoða trúarleg listaverk og kirkjur. Beinustu tengslin nást að sjálfsögðu með því að stunda hefðbundið trúarlíf og er auðvelt að sjá að ef ritmáli þess og formi hefur verið breytt vemlega í nútímalegt horf, minnkar tengingin við þessa ævagömlu andlegu byggingu. Og út af þessu hefur kirkjan löngum fylgt hinu hefðbundna formi í starfi sínu. Þetta hefur hún einnig gert að þvíervarðarformogtilhögunkirkjubyggingarinnarsjálfrar enda form kirkjunnar og form litúrgíunnar samofin og hin hefðbundna kirkja endurspeglar djúpa menningarsögulega og kirkjulega rót. Hið hefðbundna hefur nokkuð haldið velli í kirkjustarfinu á okkarrótlausu tímum en það verðurekki sagt um kirkjubygging- amar. Einhvem veginn hefur það farið svo að þessi tegund 40 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.