Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Page 43

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Page 43
bygginga, sem virðist helst þurfa að lúta hefðbundnu formi, er það svið þar sem módemistar hafa komist upp með hvað mestar hundakúnstir og jafnan nær alveg úr lausu lofti gripnar. Nútímakirkjur þurfa að sjálfsögðu að vera nútímalegar, en tengsl við bæði hina alþjóðlegu og íslensku byggingasögulegu hefð verður að vera sá gmnnur sem byggt er á. En hér komum við íslendingar að stærra vandamáli en flestar aðrar þjóðir vegna þess að við erum ein af líklega mjög fáum þjóðum sem á ekki skráða byggingarlistasögu nema þá brot í örfáum tímaritsgreinum. Þegar við, höfundamir, ákváðum að taka þátt í samkeppninni um endurbætur á Fossvogskirkju í þeim anda sem hér er lýst (módemisminn varð reyndar ofan á í dómnefndarúrslitunum), þá urðum við að fara út í nokkra könnun á stflsögu íslenskra kirkna. Fyrst byrjuðum við reyndar á að ná saman gögnum um hugmyndabakgmnn Fossvogskirkju, en engin slík gögn fylgdu. Af eldri teikningum arkitektanna varð okkur fljótt ljóst að rómanska basilíkan er algerlega grunnurinn að uppbyggingu kirkjunnar. T.d. gerðu þeir ráð fyrir lokuðum útbrotum út frá kirkjuskipinu, en regnþökin em skrýtnar leifar af þeirri hugmynd. Okkar tillaga lagði m.a. til að útbrotunum yrði lokað og kirkjuskipið opnað með bogagöngum út í þau eins og hefðin býður - en þetta er nú önnur saga. Þegar við fórum að kynna okkur rómanska stflinn nánar til að geta unnið tillögu okkar á sem réttastan hátt þá komumst við að því okkur til nokkurrar furðu að rómönsk stíleinkenni eru mjög áberandi í íslenskri kirkjubyggingasögu og nánast sem rauður þráður. Gotnesk einkenni (oddboginn o.fl.) koma t.d. ekki fram fyrr en á þessari öld með Fríkirkjunni, Kristkirkju og Hallgrímskirkju. Okkur finnst ekki úr vegi að enda grein okkar hér á stuttri lýsingu á því hvemig og hvers vegna rómanski stfllinn er svo áberandi í sögu kirkjubygginga hér á landi. Það sem ræður hér mestu er eflaust upphafið, þ.e. að rómanski stfllinn var ríkjandi stefna í Evrópu á fyrstu tveimur öldum kristni á Islandi. Þegar svo gótíkin tekur að rísa í Evrópu á 12. öld virðast þeir straumar nokkuð fara hjá garði á íslandi. í grein í ritinu „Kirkjulist á Kjarvalsstöðum" um kirkjubyggingu á íslenskum mið- og síðmiðöldum segir Hörður Ágústsson: „í það sýnist mega ráða, að timburkirkjurnar hafa yfirleitt verið útbrotakirkjur....“(bls.37) ogumútbrotakirkjumarsegirhann nokkm síðar: „Islenska útbrotakirkjan er í rauninni hreinræktuð rómönskbasilíkaúrtré“ (bls. 40). Stórutimburdómkirkjumar á Hólum og Skálholti vom þannig að gmnni til í rómönskum stfl og hinar minni kirkjur taka formstefnu sína jafnan nokkuð eftir höfuðkirkjunum. Þegar embætti Skálholtsbiskups var síðan flutt til Reykjavíkur og embættinu reist þar ný dómkirkja (vígð 1796) varð til ný fyrirmynd annarrar kirkjubyggingar á landinu. Dómkirkjan í Reykjavík hefur mjög rómönsk stfleinkenni, bæði neðri hæðin, sem reist var fyrst, og efri hæðin, kórinn og forkirkjan, sem bætt var við um hálfri öld síðar. Á myndröðum 1 og 2 eru sýnd dæmi um hvemig Dómkirkjan varð að fyrirmynd í íslenskum kirkjuarkitektúr. Fyrri röðin sýnir rómanska bogagluggann og skiptingu hans með sprotum og seinni röðin sýnir rómönsku bogaþrenninguna, sem oftast birtist sem gluggaþrenning en er reyndar dyraþrenning aðalinngangs í Dómkirkjunni. ■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 41

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.