Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 64

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 64
Gallar skipulags : það er tímafrekt " skrifræðislegt " úreldist fljótt fastbundið Kostir skipulags: það er langtímaáætlun " samþættandi " skapandi " umræðu og samningsgrundvöllur " opið fyrir tilraunum Mikilvægt er því að láta kostina njóta sín sem best og reyna að draga úr þeim ókostum sem em á skipulagskerfmu. LOKAORÐ Það er von greinarhöfundar að þessi skrif geti orðið hvati að því að hafist verði handa við gagngera endurskoðun skipu- lagslaganna frá 1964. I nýjum skipulagslögum verður að færa fmmkvæði, ábyrgð og vald í skipulagsmálum til sveitarfélag- anna sjálfra. Það getur ekki talist eðlilegt að sveitarfélögum, sem er trúað fyrir velferð þegna sinna frá vöggu til grafar, sé ekki treystandi til að bera sjálf ábyrgð á skipulagsmálum. Ráðherra, ráðuneyti og skipulagsstjóm ríkisins eiga ekki að fjalla um einstök smáatriði í skipulagi eins og kvista og skjólveggi. Þeirra hlutverk er að leggja línumar um almenna stefnu í skip- ulagsmálum og skera úr ágreiningsatriðum milli sveitarfélaga. HlutverkSkip- ulags ríkisins er að vera ráðgefandi fyrir sveitarfélög og landshlutasamtök í skip- ulagsmálum, t.d. að halda úti upplýsingabanka og semja leiðbeiningar (norm) varðandi gerð skipulags svo og að stunda rannsóknir tengdar byggðaskipulagi. Reyndar er Skipulag ríkisins nú að láta vinna að leiðbeiningaritum fyrir gerð aðal- og deiliskipulags og er að vinna að gagnagmnni fyrir sveitarfélög. Mikilvægt er við samningu nýrra skipulagslaga að tekið verði tillit til þess að rúmur helmingur þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu og um 40% í Reykjavík. í fmmvarpi að skipulagslögum frá 1986 er fyrst og fremst miðað við lítil sveitarfélög, þar sem víðast hvar er engin sérfræðiþekking á skipulagsmálum til staðar. Stærri sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu, sérstaklega Reykjavík, hafa á að skipa fjölmennu liði sérfræðinga sem em færir um að leysa skipulagsverkefnin hjálparlaust. Ekki má skilja túlkun mína á þróun skipulagsmála á Norðurlöndum á þann hátt að allt vald í skipulagsmálum sé nú fært til almennings og atvinnufyrirtækja. Því fer fjarri, en mikilvægt er að skipulagstillögur séu kynntar hagsmunaaðilum á fyrri stigum skipulagsvinnunnar. Skipulagsyfirvöld hér á landi mættu gera meira að því að halda kynningarfundi fyrir borgara þegar viðkvæm skipulagsmál koma upp og losna með því við múgsefjun sem oft fylgir undirskriftalistum. 62 Ekki er heldur lagt til, að allir þættir skipulags verði opnir og sveigjanlegir, heldur að meta þurfi nákvæmlega hvaða atriði verði fastbundin til lengri tíma og hvaða atriðum verði haldið opnum þar til komið er að ákvörðunartöku. Eittmikilvægasta atriðið varðandi aðalskipulag erendurskoðun í upphafi hvers kjörtímabils, þ.e. um leið og mótuð er fjárhags- og framkvæmdaáætlun kjörtímabilsins. Þetta ætti að tryggja sívinnslu skipulagsins.Við gerð deili- skipulags í eldri hverfum er mikilvægt að hafa náið samráð við hagsmunaaðila, sérstaklega þegar um er að ræða verulegar breytingar á byggð. Deiliskipulagsvinnan verður þá raunhæfur undanfari þeirra byggingaframkvæmda sem fyrirhugaðar eru. „Skúffu-deiliskipulag“, sem ekki er unnið í samráði við hagsmunaaðila og legið hefur lengi hjá skipulagsyfirvöldum, er lítils virði nema sem talnagrunnur. Einnig verður að draga úr því að einstök hús séu fullteiknuð í deiliskipulagi. Það þarf að móta einfaldan ramma við gerð deiliskipulags, þar sem aðeins er fjallað um lóðastærðir, byggingareiti, hámarkshæð húsa, leiksvæði og aðkomu að lóð og bflastæðum. Við tryggjum ekki gæði með ofstýringu, fjölbreytileiki fæst aðeins ef hönnuðir fá nægjanlegt svigrúm til að teikna innan ramma deiliskipulagsins. HEIMILDIR BjamiReynarsson, 1988 PlanlægningOsló.NordpIan, November 1988. Christiansen, Ole, 1988: Planlægningslover - forenkling og modernisering. Plansty- relsen. Enmark, Stig o.fl., 1989: Slá en firer: Spillet om kommune- planlægningens funktion. Byplan, 2. Gardman, Ame, 1987: Norsk forhandlingsplaniægning. Byplan, 6 Guðrún Jónsdóttir, 1987: Stutt samantekt um meðferð skipu- Iagsmála í Danmörku. Skipulag ríkisins. Kjærsdam, Finn, 1989: Fremtidens planlægning: Om plan- Iæggernes metoder. Byplan, 1. Nordberg, Lauri, 1988: Översikt och jámförande analys av plan och byggnadslagstiftninger í de nordiska lánderna. Norræna ráðherranefndin. (Ingibjörg Guðlaugsdóttir og Ólafur B. Halldórsson á Borgarskipulagi hafa þýtt valda þætti úr þessari bók. Hægt er að fá Ijósrit af þýðingunni á Borgarskipulagi.) Rolf Jensen, 1986: „Bifokal forhandlingsplanlegging". Fysisk planlegging. Fagbokforlaget. Samband íslenskra sveitarfélaga, 1987. Frumvarp til skipu- lagslaga. (Lagt fyrir Alþingi á 109. löggjafarþingi, 1986). Sörensen, Peter, 1988: Barnet, badevandet og byplanlægn- ing-en. Byplan, 5-6. Östergard, Niels, 1988:DenstörstePlanlægningsudfordring i 90’erne. Panelindlæg, Nordplan, Nóvember, 1988. • ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.