Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Page 72

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Page 72
mm UM SKIPULAG A GELDINGANESI Hinn 19. júlí s.l. auglýsti Reykjavíkurborg samkeppni um skipulag á Geldinganesi. Um er að ræða hugfnyndasamkeppni og binda borgaryfirvöld miklar vonir við að þær tillögur og hugmyndir, sem fram koma, geti orðið traustur grundvöllur að menneskjulegu umhverfi og blómlegu mannlífi á þessum fallega stað í borgarlandinu. Takmarkið er að reyna að sjá fyrir sér á hvem hátt við getum búið best saman í þéttbýli miðað við íslenskar aðstæður. Viðfangsefni keppninnar er að kanna byggingarmöguleika á Geldinganesi sem frá náttúrunnar hendi er að mörgu leyti sérstætt sem byggingarsvæði. Þar sem um hreina hugmyndasamkeppni er að ræða, eru keppendum gefnar frjálsar hendur um byggingarmagn og byggingarform. ítrekað er að aðallega er gert ráð fyrir íbúðabyggð, auk svæðis undir atvinnu- og þjónustustarfsemi.Ahersla er lögð á umferðaröryggi og að gegnumakstur um íbúðahverfi verði sem minnstur. Gera skal grein fyrir flokkun gatna. Æskilegt er að Geldinganesið verði tengt á tveimur stöðum við þegar ákveðna stofnbraut. Engin íbúðarhús hafi beina aðkomu frá safngötum. Huga skal sérstaklega að gönguleiðum skóla- bama svo og göngutengslum við þjónustu stofnanir. Sýna skal leiðiralmenningsvagna. Stefnaskal aðþví aðekki verði meira en 500 metra göngufjarlægð að biðstöðvum. Gera skal ráð fyrir 6-7 ha. íþróttasvæði, auk aðstöðu fyrir siglingaíþróttir og almenningsíþróttir að sumri sem vetri. / Ahersla er lögð á að góðir göngu- og reiðhjólastígar séu milli útivistar-, íbúða- og þjónustusvæða. Þess skal gætt að byggð falli vel að landi og tillit sé tekið til veðurfars og annarra umhverfisþátta. Gögn varðandi keppnina verða afhent af trúnaðarmanni dómnefndar í Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust, en fyrir.önnur keppnisgögn skal greiða skilatryggingu að fjárhæð kr. 5.000,00. Tillögur skal afhenda trúnaðarmanni eigi síðar en 13. desember 1989, kl. 18.00 að íslenskum tíma. ■ \

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.