Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Side 83

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Side 83
 STUDIO HUS hf. Það vekur athygli þegar gengið er inn ð skrifstofurnar hjó STUDÍÓ HÚS hf. að Grensásvegi 16, að eiffhvað er öðruvísi en á venjulegum teiknistofum. Hvergi er að sjá hin hefðbundnu fyrirferðarmiklu teikniborð en hins vegar sitja menn einbeittir við tölvuskjái og á þeim má sjá teikningar af húsum í lit og þrívídd sem velt er og snúið á alla kanta. Hönnuðurinn er að athuga hvernig nýtt hús sem verið er að teikna muni fara innan um gömul hús í grónu hverfi. Ljósmynd var tekin af lóðinni sem húsið á að standa á. Ljósmyndin var síðan fœrð á tölvutœkt form með skanna og teikningin af nýja húsinu sett inn á myndina með tölvunni. Á skjánum má nú sjá nýja húsið í hlutfallslega réttri stœrð innan um gömlu byggingarnar sem fyrir eru. Arkitektinn getur skoðað hverfið frá öllum sjónarhornum og gert sér grein fyrir útliti hverfisins eftir að nýja húsið verður komið á sinn stað. En það er fleira sem er öðruvísi hér en annars staðar. I miðju skrifstofurýminu stendur lítið hús sem byggt er í gamla stílnum og klœtt hinu sérlslenska byggingarefni. 80 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG V ÍÍMK>l<k: bárujárni. Það sem inni í þessu húsi er að finna er hins vegar ekki á nokkurn hátt gamaldags enda er hér um að rceða tölvubúnað af ýmsu tagi, prentara, skanna, tölvuteiknara og önnur tœki. Aödragandi og stofnun. Þeir Björn Einarsson inn- anhússarkitekt og Gísli Grétar Gunnarsson byggingafrœðingur verða fyrir svörum þegar spurt er um fyrirtœkið. Það var snemma á þessu ári að fimm aðilar tóku sig saman um að stofna fyrirtcekið Studio hús hf. Markmiðið var að ná fram hagrœðingu með því að samnýta húsnœði, tölvubúnað og annan tœkjakost. Gífurlega ör þróun hefur átt sér stað á tölvusviðinu ekki síst hvað varðar notkun tölva við hönnun og teiknivinnu. Tölvubúnaður sem fullnœgir kröfum atvinnumanna er hins vegar nokkuð dýr og því þótti tilvalið að gera tilraun til þess að samnýta ýmsan búnað svo sem geislaprentara, tölvuteiknara,skanna,skráarmiðlara,ljósritunarvélaro.s.frv. Þeir sem að fyrirtœkinu standa eru teiknistofan Kvarði, teiknistofa Björns Einarssonar, teiknistofan Tœknivangur hf., byggingaverktakinn Faghús hf. og lögfrceðistofan Lögmenn Grensásvegi 16. Með því að samnýta tölvubúnað á þann hátt sem hér er gert sparast ekki bara stofnkostnaðurvegnatcekjakaupa.Mikilvinnuhagrœðing hefur einnig átt sér stað og húsnœðiskostnaður minnkar verulega með samnýtingu af þessu tagi. Með tilkomu tölvanna hefur sparast mikið pláss miðað við það sem áður var. Ekki er lengur þörf á teikniborðum og fyrirferðarmiklir skápar sem áður voru nauðsynlegir til þess að geyma teikningar eru nú úr sögunni vegna þess að teikningarnar eru allar geymdar á seguldiskum. Tölvubúnaður, í eigu fyrirtœkisins eru fimm Macintosh llcx tölvur og ein Macintosh llx. Við tölvurnar eru notaðir skjáir af ýmsu tagi allt eftir því hvað hentar best verkefnunum sem unnin eru á viðkomandi tölvu: Tveir 19" litaskjáir, einn 21" svart/hvítur skjár og einn 19" svart/hvítur skjár. Á lögmannastofunni eru notaðir svart/hvítir skjáir í stœrðinni A4, en þeir eru mjög hentugir við alla skjalavinnslu. Ein Macintosh SE-vél er samnýtt sem skráarmiðlari eða "server". Auk þess eru einn LaserWriter NT geislaprentari, ImageWriter LQ nálaprentari, tölvuskanni og 8-lita tölvuteiknari tengdir við tölvunetið. Þegar rœtt var við þá Gísla Grétar og Björn kom í Ijós að ýmsar tölvur og hugbúnaður hefðu komið til álita áður en endanleg ákvörðun var tekin um að kaupa Macintosh- tölvur. Björn hefur lengsta reynslu þeirra félaga í notkun tölvu við teiknivinnu en hann fór snemma að nota Macin- tosh tölvur, keypti sér Macintosh Plus um leið og hún kom 81 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.