Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Qupperneq 84

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Qupperneq 84
á markaðinn fyrir nokkrum árum, stcekkaði svo við sig og fékk sér Macintosh SE og nú segist hann vera kominn með það besta sem völ er á, Macintosh llx með litaskjá. Björn segist ekki hafa notað teikniborð frá því að hann hóf að teikna á tölvu. í sama streng tekur Gfsli Grétar, hann segist hafa byrjað að nota tölvur við teiknivinnu um sl. áramót og varla hafa komið nálœgt hefðbundnu teikniborði síðan. Björn og Gísli Grétar eru á einu máli um það að Macintosh tölvurnar séu mun þœgilegri í notkun en önnur tölvukerfi sem þeir hafa kynnst og segja þœr vera miklu auðveldari að lœra á en aðrar tölvur. Það sem Macintosh hefur sérstaklega fram yfir aðrar tölvur að mati þeirra Björns og Gísla Grétars er hið myndrœna vinnuumhverfi. Björn leggur áherslu á það að með Macintosh-tölvunum sé hœgt að hanna beint á tölvuna andstœtt því sem er um önnur tölvukerfi, en með þeim þurfi fyrst að hanna með hefðbundnum aðferðum, fœra svo hnit inn í tölvuna sem svo þurfi að reikna sig fram að teikningunni. Báðir hafa þeir kynnf sér Auto CAD-forritið á aðrar tölvur og segja það vera bceði erfitt að lœra á og þungt í vöfum. Nettenging. Tölvurnar eru allar samtengdar á nœrneti og er því hœgt að senda upplýsingar á milli þeirra á auðveldan hátt. Með þessari samtengingu gefast miklir möguleikar á vinnuhagrœðingu. Þegar arkitektinn hefur formað húsið á tölvunni sinni, sendir hann grunnteikning- una um netið til innanhússarkitektsins og verkfrœðingsins og þeir geta strax þyrjað að vinna að sínum verkefnum. Innanhússhönnuðurinn fœrteikninguna yfirtil sín og breytir kvarðanum á augabragði í það sem honum hentar, t.d. 1:20. Verkfrœðingurinn fœr teikninguna inn á sína tölvu og getur unnið við burðarvirki og lagnir. Með þessu móti geta allir verið að vinna samtímis að teikningu jafnvel þótt hún sé ekki endanleg. Mjög auðvelt er að gera breytingar eftir þvísem þurfa þykir og flytja þœr milli tölvanna. Þetta gerir m.a. fljótlegt að samrœma atriði í teikningum þar sem með þarf. Verkfrœðingurinn getur t.d. komið með tillögur til arkitektsins um breytingar vegna lagna og er hœgt að breyta teikningunni svo að segja samstundis. Hugbúnaður. Við útlitshönnun og allar grunn-og vinnu- teikningar er notað teikniforritið Dreams frá Innovative Data Design, en það er mjög fullkomið forrit sem sniðið er að þörfum arkitekta og verkfrœðinga. í forritinu er hœgt að lagskipta teikningum. Slíkum lögum má líkja við glœrur sem hver um sig hefur að geyma hluta teikningarinnar og liggja hver ofan á annarri. Með þessu móti er t.d. hœgt að teikna allar vatnslagnirí einu lagi forritsins og leggja þcer ofan á grunnteikninguna en annað lag gœti geymt rafla- gnir.íþriðjalaginugœtu veriðteikningarinanhússarkitekt- sinsaf innréttingum o.s.frv. Þegarteikninginer prentuðer svo hœgt að ráða því hvaða lög, eitt eða fleiri, eigi að birtast. Þegar vinna þarf við smáatriði er hœgt að stœkka teikninguna upp í allt að 3200%, kvörðum er auðvelt að breyta, geyma má hluti ,sem oft eru notaðir í safni og gripa til þeirra hvenœr sem er og þannig mœtti lengi telja. Einnig er notað teikniforritið DynaPerspective en það er nýtt forrit frá D ynaWare, stœrsta hugbúnaðarframleiðandanumí Japan. Forritiðer notað til þess að gera teikningar af húsum og öðrum mannvirkjum í þrívídd. Slíkum teikningum má snúa á ýmsa vegu á tölvuskjánum og skoða frá hvaða sjónarhorni sem er. Margir húsbyggjendur eiga erfitt með að átta sig á hefðbundnum teikningum. Viðskiptavinurinn getur nú fengið að sjá þrívíddarmyndir í lit á skjánum og þannig gert sér betur grein fyrir því hvernig húsið muni líta út. Þessi forrit gera hönnuðinum kleift að setjast með hús- byggjandanum við tölvuna og sýna honum húsið frá öllum hliðum og húsbyggjandinn getur gert tillögur um breytingar og séð áhrif þeirra samstundis á skjánum. Töflureiknirinn Excel er notaður við verkfrœðilega útreikninga og verið er að hanna verkbókhald sem skrifað er í SuperCard. Hagrœðing. Tölvuvœðingin hefur haft mikla hagrœðingu í för með sér. Það hefur sýnt sig að mun fljótlegra er að teikna beintátölvurnarenaðnotahefðbundnaraðferðir, þ.e. teikniborð og pappír. Vegna þess að hönnuðurinn getur unnið allar teikningar með fyllstu nákvœmni á tölvuna er ekki lengur þörf á hreinteiknun. Á augabragði er hœgt að gera breytingar sem áður gat verið mjög tímafrekt að gera og mikill tímasparnaður er að því að geta haft við höndina safn á tölvutœku formi af hlutum sem oft þarf að nota við teiknivinnu, t.d. myndir af húsgögnum,hreinlœtistcekjum,gluggum,hurðumo.s.frv. Þá er auðvelt að spegla grunnmyndir og snúa þeim á ýmsavegu.Meðtilkomufullkominnaþrívíddarteikniforrita er þörfin á módel-smíði nánast úr sögunni. Með þessari nýju tœkni opnast einnig margir möguleikar sem ekki voru fyrir hendi áður. Ein nýjung er að taka Ijósmyndir af lóðinni sem hús á að standa á, skanna myndina og setja inn í tölvu, bœta teikningunni af húsinu inn á myndina og með því móti sjá nákvœmlega hvernig húsið muni fara saman við umhverfið. Þetta er ekki hvað síst gagnlegt þegar byggja á ný hús í gömlum hverfum. Þá er oft erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig nýja húsið muni falla að þeim húsum sem fyrir eru en með þessari tœkni er hœgt að sjá það á tölvuskjánum. Nœsta skref er að tengja myndavél beint við tölvurnar. Búið er að kaupa Canon rafeindamyndavél sem geymir myndir á diskettu og verður þá enn fljótlegra að fœra Ijósmyndir inn á tölvurnar. Handbókin Húsbyggjandinn. Gísli Grétar hefur um árabil gefið út ársritið Húsbyggjandann. Nú hefur verið ákveðið að STUDÍÓ HÚS muni framvegis standa að útgáfunni. Með Macintosh-tölvunum verður hœgt að vinna handbókina að öllu leyti innanhúss. Ritið verður brotið um með um- brotsforritinu QuarkX Press sem segja má að valdið hafi byltingu á þessu sviði og öll myndvinnsla mun fara fram í forritinu PhotoMac. Útgáfustarfsemin réttlœtir enn frekar fjárfestinguna í tölvubúnaðinum enda nœst mikill sparnaður með því að vinna blaðið á staðnum. Framtíöarsýn. Þeir Björn og Gunnlaugur Jósefsson, sem verið hefur ráðgjafi fyrirtœkisinsítölvumálum, eru nýkomnir frá Boston þar sem þeir sóttu MacWorld Expo en það er stœrsta sýning sem haldin er í tengslum við Macintosh- tölvur og búnað á þœr. Þróunin er svo ör að möguleikarnir virðast vera nánast ótœmandi segja þeir Björn og Gunnlaugur. „Ekki er langt í það að við getum fœrt teikningar úr tölvunni yfir á myndbönd til þess að láta viðskiptavininn taka með sér heim. Þá getur hann skoðað húsið frá öllum hliðum, velt fyrir sér litavali og öðrum útlitsatriðum í ró og nœði heima í stofu. En það verður ekki bara ytra byrði hússins sem hann getur skoðað heldur mun hann einnig geta „gengið" um húsið, farið úr einu herbergi í annað, upp og niður stiga, skoðað arininn í stofunni og gaumgœft eldhúsinnréttinguna o.s.frv.", segir Björn að lokum. ■ 82 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.