Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 13

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 13
á þessu ári og gert er ráð fyrir að hluti af búningshúsi verði tekinn í notkun á sama tíma og því síðan lokið á árinu 1991. Ákvörðun um framkvæmdir við yfirbyggingu verður tekin síðar. Þar sem gerð hafa verið vélfryst skautasvell, hefur hvarvetna verið mikil aðsókn að þeim. Þá er ljóst, að íþróttafélög munu taka ísknattleik upp á stefnuskrá sína, ásamt listhaupi. Öll keppni er lífgjafi hverrar íþróttagreinar, svo áður en varir fara félögin að keppa innbyrðis, enda er gert ráð fyrir búningsherbergjum og ann- arri aðstöðu fyrir iðkendur. Miðað við þá stærð, sem sýnd er á teikningu, er búningshúsið um 468 m2 og þannig hannað að það fellur að væntanlegri yfirbyggingu yfir svellið. Skautasvellið er af venjulegri stærð 30 x 60 m með 1.2 m háum hlífðarvegg allt í kring fyrir ísknattleik. Þá er gert ráð fyrir rúmi fyrir leikmenn, samkvæmt reglum um ísknattleik, til hliðar við svellið. Hægt verður að stækka svellið þegar yfirbyggingin verður fullkláruð eins og fram kemur síðar. Fyrir utan svellið, er gert ráð fyrir ís- eða snjógryfju, þangað sem íshefill mokar snjó og ís. I gryfjunni er hiti til að bræða ís og snjó. Utan við svellið hefur verið gerð tillaga að stæðum fyrir áhorfendur. Verða þau í jarðhalla, sem væri hægt að mynda að nokkru með uppgrefti sem kom upp þegar grafið var fyrir steyptri plötu undir svellið. Ef reiknað væri með 10 þrepum hvorum megin verður rúm fyrir um 2.000 áhorfendur í stæðum. Inngangur að húsi og svelli verður frá bifreiðastæðum, sem eru aust- anvert við svellið, og ekið inn á þau frá framlengingu Sigtúns. YFIRBYGGT SKAUTASVELL Þar sem rætt hefur verið um að síðar verði byggt yfir svellið, þá hefur verið gerð tillaga að húsi, sem verður að stærð 45 x 88 m. Þjónustuhúsið verður óbreytt og fellur inn í fyrirhugaða yfirbyggingu eins og fram kemur á teikningum. Reiknað er með að svellið byrji 6 m frá þjónustuaðstöðu, er það talið hæfilegt, þar sem m.a. íshefillinn og önnur stór verkfæri þurfa að athafna sig á þessu svæði. Gert er ráð fyrir að húsið verði einfalt að gerð, í raun eitt þak borið uppi af límtrésbogum og síðan settir upp gaflar. Gert er ráð fyrir að rými í sætum og stæðum verði fyrir um 2.000 áhorfendur. Allir bekkir, bæði sæti og stæði verða færanleg svo hægt sé að nota svæðið fyrir tennis, hand- bolta og hverskonar sýningar. Húsið verður eins og fyrr greinir 45 x 88 m. Breidd ákvarðast af því að hægt verði að æfa og keppa í öðrum íþróttagreinum þversum, svo sem í handknattleik og tennis. Kostnaður við byggingu vélfrysts skautasvells án yfirbyggingar er áætlaður um 150 m.kr. LAUGARDALSLAUG - böð búningsklefar I maímánuðil986 voru opnaðir nýir búningsklefar ásamt böðum við Laugardalslaug en framkvæmdir við þessa byggingu höfðu þá staðið yfir frá 1981. Húsnæði er samtals 3.085m2eða 11.510m3 Það skiptist í kjallara, jarðhæð og þakhæð. Allur tæknibúnaður hússins er staðsettur í kjallara. Á jarðhæð er rúmgóð móttaka með afgreiðslu, kaffistofu og snyrtiherbergjum. Inn af móttöku eru böð og búningsherbergi sem rúma 550 gesti í senn. Utgangur til laugar er gegnum sundlaugarskála. Ur sundlaugarskála liggur hringstigi upp á þakhæð þar sem eru útiskýli og sólbaðssvalir. Þá var tekin í notkun ný setlaug (iðulaug sunnan við sundlaugarskála. Setlaug þessi er með vatnsnuddi og lofti er dælt upp um göt í botni hennar. Árið 1989 voru síðan teknir í notkun búningsklefar í kjallara og þar eru einnig þrír æfingasalir fyrir júdó, karate og sundfélög. Hönnuðir hússins voru: arkitekt: Jes Einar Þor- steinsson, burðarþol: Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. raflagnir: Rafhönnun fh. Lagnir: Hönnun hf. Umsjón með hönnun, gerð útboðsgagna og byggingastjóm hafði byggingadeild borgarverkfræðings. VATNSRENNIBRAUT Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1988 samþykkti Iþrótta- og tómstundaráð að leggja til við borgaryfirvöld að 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.