Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 19
Hinn nýi og glæsilegi völlur í Mosfellsbæ sem tekin vann var formlega í notkun sl. haust. Með þessum velli gjörbreytist
aðstaða bæði til keppni og æfinga í frjálsíþróttum.
Gerð innanhússbrauta er tvenns konar. Annars vegar
er um að ræða trépalla sem settir eru á gólfið og viðarplötur
ofan á þá (sbr. mynd úr íþróttahöllinni í Kobe í Japan). Kostur
við þessa gerð er aðallega að hún er ódýrari en sú tegund sem
fjallað verður um hér á eftir. Gallar eru hins vegar þeir að það
tekur um þrjá daga fyrir 18 manna vinnuflokk að koma
aðstöðunni fyrir og að borðin og annað efni sem í útbúnaðinn
fer taka feikilegt geymslupláss.
Hin aðferðin kom fyrst fram hjá fyrirtækinu Mondo
fyrir nokkrum árum, en hún byggist á að upphækkuðum
svæðum í beygjunum er lyft upp með fjarstýrðum raf-
magnsdrifnum tjökkum undir gólfinu. Allur góflflöturinn er
úr sérstöku gúmmíefni sem þolir sveigju. Sérstakur
málmrammi er undir beygjufletinum þannig að hann hreyfist
ekki. Einn helsti kosturinn við þessa aðferð er hversu fljótlegt
það er að hafa völlinn tilbúinn fyrir frjálsíþróttamót eða
æfingar. Þessi gerð er talsvert dýrari, en vegna þess hversu
fljótlegt og einfalt það er að koma þessum velli upp miðað við
plankavöllinn, er gert ráð fyrir að sá munur sem er á
innkaupsverði og uppsetningu sparist eftir þrjú skipti. Svo
ekki sé minnst á allt geymsluplássið sem annars þyrfti að
koma upp fyrir plankavöllinn.
Þegar húsið er ekki notað fyrir frjálsíþróttamót eru
hlaupabrautimar einfaldlega lækkaðar niður í venjulega
góflhæð. Þá er gólfflöturinn tilbúinn undirhvaða notkun sem
er, handknattleik, blak eða sýningar.
NIÐURSTÖÐUR
Mín skoðun er sú að íslenskir frjálsíþróttamenn haldi
áfram að dragast aftur úr erlendum, þangað til aðstaðan batnar.
Við vorum samkeppnishæfir á meðan aðstaðan var svipuð á
fimmta og fram á sjötta áratuginn. Á þeim áttunda og síðar
höfum við jafnt og þétt dregist aftur úr hvað varðar aðstöðu og
getu. Island er jafnan neðarlega í C-riðli Evrópukeppninnar.
Við komumst ekki þaðan fyrren aðstaðan batnar. Frjálsíþróttir
verða annars flokks íþróttagrein, nema stórátak verði í
uppbyggingu frjálsíþróttamannvirkja.
Forysta frjálsíþróttahreyfingarinnar má ekki slá slöku
við fyrr en fullkomin aðstaða er komin til keppni og æfinga
frjálsíþrótta hérlendis. Sömuleiðis verða stjómvöld, bæði ríki
og sveitarfélög, að skapa frjálsíþróttum eins góða aðstöðu og
mögulegt er í núverandi leikfimisölum. Við eigum duglega og
kraftmikla íþróttamenn sem tilbúnir eru að leggja á sig talsvert
til þess að ná árangri, fái þeir aðeins tækifæri til þess.
Frjálsíþróttir ná ekki að dafna fyrr en aðstaðan til æfinga verður
orðin sambærileg við það sem gerist erlendis.
Stefna verður að því að koma upp fjölnota íþróttahúsi
þar sem hægt verður að halda löglegt frjálsíþróttamót. Hvar er
þörfin meiri en í nyrstu höfuðborg heimsins?
MEÐAL HEIMILDA:
Iðkendaskýrslur ÍSÍ 1988; Kennsluskýrslur ÍSÍ 1988;
Skýrsla Laganefndar FRI um ástand
Laugardalsvallar ág. 1988;
Reglur Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins 1988-89;
Skýrsla formanns Utbreiðslunefndar FRI um aðstöðumál
á landsbyggðinni, okt. 88. ■
JÓNAS EGILSSON
17