Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 22

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 22
Reykjavík 1824 (kannski fyrr) og fram til 1908. Ein sú tjöm við hver, sem lengst slíkra hefur verið notuð til „sund- fara“, er Grafartjöm í Hruna- mannahreppi í Amessýslu. Hið hlýja sjávarlón að Reykjum norðaustan Tindastóls í Skagafirði var merkur sundstaður í 8 ár á 18. öld. Þessi tvö „sundstæði“ eru ekki mannvirki heldur náttúruleg aðstaða. Við sjó hafa verið gerðir sundskálar, svo sem í Skildinganesfjöru við Reykjavík 1909; í Litlu- Löngu undir Heimakletti í Vestmannaeyjum 1912; í Örfirisey við Reykjavík 1925 o.s.frv. Framhaldi þessarar þróunar eru gerð skil hér í ritinu á öðrum stað. Rétt er að ég ljúki máli mínu um sundstæði á því að minna á, að hér var um aðgerðir alþýðunnaraðræða. Henniog íslenskri bændamenningu er að þakka hin almenna sundkunnátta Islendinga og tíðu sundfarir nú til vandaðra „sundstæða“. Margt íslenskt íveruhús, skáli, baðstofa og stofa hafa öldum saman hýst áhuga- og hávaðasama áhorf- endur, sem nutu iðkana, jafnvel keppni í leikjum, bitauppkasti, homaskinnsleik og glímu, fyrr meir, þegar borð voru upp tekin og gólfrými varð milli setpalla, framan kvennapalls, eða síðar milli rúma. Staðið var uppi á pöllum eða í rúmum svo að fylgst yrði með leikendum á gólfi eða skammbita. Væru húsin uppistandandi og mættu mæla, hefðu þau frá mörgu að segja, allt frá leikjum að Hvammi í Vatnsdal á söguöld, að bylta varð mikil inn við kvennapallinn og af hlaust vopnaskak; skinnleik að Kirkjubæjarklaustri á síð- miðöld, er einn lemstraðist svo að lýtti hann síðar sem biskup; og til þess að móðir á Hálsi í Svarfaðardal á 8. tug 19. aldar leyfði sonum sínum að taka úr sér hrollinn með glímu inni í baðstofu. Við skólauppsögn Hólaskóla 1750 flutti einn námssveina kvæði á latínu, sem einn þeirra hafði ort, sem kveðju 200 ára gamalla húsakynna til skólapilta sem í þeim höfðu átt athvarf meðal annars fyrir leiki sína á gólfumogbitum. Þauskyldu rífast; „.... verið samt eigi Hoffmannsuppkast. (Bændauppkast) hugsjúkir af þvílíkri rúning, því ef það banna ei forlögin, skal ég yður, ó, yngissveinar, aftur sjá, íklædd hefðarlegu fati og nýjum búningi fyrir góðvild ypparlegra manna.“ -Tegmine magnifico pal- lioque novo. - Einn piltanna lofaði húsið: „.. við hverja leiki lærðust og iðkuðust áræði, harðfengi, nettleiki og fimleiki.. hvað mér nokkrum sinnum hefur og með guðs- hjálp til bjargar komið ..." Þessi ágæti aldni skóli sameinaðist Skálholts- skóla 1801 í Hólavallaskóla sem vegna slæms aðbúnaðar flytst 1806 til Bessastaða og þaðan í sérgert skólahús í Reykjavík 1846. I engum húsakynna þessara þriggja skóla var „það form“ að nemendur gætu iðkað leiki sína og íþróttir, nema að rýma til í skólastofu á Bessastöðum og keppa í glímu í forstofunni. Fyrir „góðvild yppar- legra manna" fengu skóla- piltar Hins lærða skóla í Reykjavík í mars 1858 að ganga inn á gólf íþróttahúss: „... íklædd hefðarlegu fati og nýjumbúningi...“ Rjáfurvar búið hallandi og láréttum bjálkum og bitum. Það sem meira var, húsið var búið lóðréttum stöngum, hallandi rimla- og kaðalstigum, hall- andi og lóðréttum köðlum, - og færanlegum trébitum. Aðstaða var ærin fyrir klif- ur-, höngu- og bitaleiki. Vegna viðarskorts var aðeins „Að sækja á bita“ með sveinauppkasti reistur 1/3 salar. (Sjá: Menntamál XXX. árg., 183og272.) Húsið var endurbyggt og stækkað 1898, þá fylgt upprunalegri danskri teikn- ingu frá 1857 (salur 15 x 9 m) en bætt framan við áhalda- herbergi, anddyri og búnings- herbergi stækkað fram til móts við það og komið fyrir 2 baðdreifurum og kolaofni í sal. Árið 1947 var gert bað- herbergi norður úr húsinu og gengiðniðuríþað úrbúnings- herbergi. Árið 1867 var húsinu breytt í núverandi horf. Við það missti salurinn rjáfrið og það form sem var á upprunalega salnum 1857. - Leikfimi- salur Lærða skólans í Horsens, frá 1857. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.