Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 25

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 25
Knattleikurinn fomi (írskur: Hurling) og ef til vill hlóða- eða pottleikurinn, sköfuleikurinn (knattleikur námssveina Bessastaðaskóla) voru leiknir á eggsléttum sandfitjum (Miðsandur við Hvalfjörð) og á grunnum seftjömum, sem leggur í fyrstu frostum og þekjast mjúku snjólagi, sem safnast í sefið, sem stendur upp úr ísnum, en skafrenningur- feykir það.Slíkraseftjarna þarf eigi lengi að leita eftir frásögnum Islendingasagna: Seftjömin í sögu Gísla Súrssonar í túnfæti Sæbóls í Haukadal við Dýrafjörð er enn hæft íþróttaathvarf. Til eru athvörf sem eigi getur í íslenskum fornritum en ömefni vísa á auðgreinda aðstöðu: mannamótasteinar í norðanverðum Hesthálsi; bragðavellir í Hamarsfirði. Eitthvert auðgreind- asta athvarfið, sem mér er kunnugt, er í túnfæti bæjarins Leikskála í Haukadal í Dalasýslu. Þar rís um 4 mannhæða hár klettur. Sun- nan undir honum var seftjöm, sem er nýlega framræst. Upp af henni til vesturs víðfeðmur gróinn melur, sem hlotið hefur nafnið Þemba. Án efa dregið af mæði manna við leiki. Til forna hefur klett- urinn verið þakinn skjöldum ýmissa gerða, því að þar hafa leikjunum voru menn frið- helgir (sbr. orðið leikfang í Heiðarvígasögu og mann- helgiskafla Jónsbókar frá 1282). Hér er um merkan íþróttalegan athvarfsstað að ræða. Þegar rætt er um forn- íslensk Iþróttamannvirki, tilheyrir að minnast á; 1) baðstofumar, sem fram á síð-miðaldir voru tengdar íslenskum sveitabæj- um; 2) jarðböðin á 5 stöðum og eitt í notkun fram á þessa öld; 3) baðlaugamar, sem vitað var um á 14 jarðhitastöðum og enn 4 nothæfar og eldri en frá árinu 1000 (ein á Grænlandi, talin íslenskt mannvirki); 4) lágreistu topp- hlöðnu baðkofamir, sem aldraðar konur fengu að búa í og eldivið í baðofninn, svo þær hefðu yl við handavinnu. Urðu að víkja úr kofanum á laugardögum. Kunnugt er að hlaðin hafa verið völundarhús hérlendis. Þessar hleðslur má enn greina á tveimur stöðum, t.d. á suð-austur barmi Dritvíkur. Líkur eru á því, að þau hafi verið gerð til iðkunar hlaupa. Vermenn skemmtu sér í þeim í land- legum og hafa einnig sótt í sig hita við hlaupin. Við eitt fuglabjarg landsins er klettur. Ein hlið hans er 4 m há þverhnípi, slétt og að því er virðist örðu- og holulaus. Upp hana skyldi sá piltur klífa, vildi hann teljast fær til að fara í bjargið. Ég sá dreng ná þessu og aðra tvo spreyta sig. Sprang stráka í Skiphellum á Heimaey er iðkun gamallar íþróttar, sem býr í haginn fyrir væntanlega fjallamenn. Afsleppa hnullunga af 3-4 þyngdum má enn reyna sig við á 7 stöðum.Flestir eru ver- stöðvar. Aflraunasteinamir voru frekar prófsteinar á líkamsburði þeirra sem óþekktir voru og sóttu um skipsrúm en að þeir væru íþróttatæki. I landi Bjamaness í Homafirði er v-löguð gryfja. Þar sem hún er víðust er fjarlægðin milli barma söm og átti að vera á milli skara á Markarfljóti, er Skarphéðinn Njálsson létti sig yfir flauminn með exi í hendi. Land okkar hefur víða boðið upp á aðstöðu til leika, sem háfa orðið íþróttir. Hefði þjóðin ekki verið leikhneigð, hefði mörg aðstaðan ekki verið nýtt eða hlutur úr náttúmnni orðið kært tæki. Hneigð þessi hefur komið þjóðinni vel til þess að lifa af plágur, hungur og kúgun. Ritstjóri tímaritsins á þakkir skildar fyrir að taka til umfjöllunar íslensk íþrótta- mannvirki, gerð þeirra og sögu. Saga þeirra er allmerk og nær til jafnlengdar sögu þjóðarinnar. Á seinni tímum er kafli í sögu þeirra sem varðar stjómvöld, skóla og íþróttahreyfinguna, t.d. svo nefndar viðmiðunarreglu- gerðir. Vonandi tekst að gera þeim málaflokki bygging- arlistarinnar verðug nákvæm skil sem og fleirum, til að mynda áhrifum alþjóða sérsambanda á stærðir valla, brauta og lauga svo og lofthæðir sala. ■ ÞORSTEINN EINARSSON. Á Suðurbarðanum, þar sem gengið er yfir frá Einarslóni til Dritvíkur, undir Jökli á Snæfellsnesi, hafa fyrir löngu verið lagðir steinhringir, sem mynda gangakerfi frá munna til miðju. Steinlagnirnar eru nú vall- grónar. Þetta mannvirki er völundarhús og hefur lengi verið kallað svo. Hafa þeir keppst við að fara um gang- ana sér til skemmtunar og halda á sér hita. Myndin er gerð samkvæmt teikningu í árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1900. 23

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.